þriðjudagur, maí 24, 2005

Allt fyrir Búdda

Já lítið mál Búddi...
Það eru engir yfirmannaskálar á FTV (Fjarðaál Team Village), þannig að það er bara blöndun. Við HRV (Hönnun, Rafhönnum og VST) fólk höfum nú samt rottað okkur saman í skála.
Herbergin er kannski ágæt en viðbjóðslega hljóðbær. Þú reynir að sofna áður en gaurinn við hliðiná á þér sofnar, þ.e. ef hann hrýtur. Þú getur hlustað á nágranna þinn tala í símann. Þú rekur ekki við án þess að næstu 2 herbergi verði vör við það. Stundum tala ég við Binna (nágranna) án þess að hækka róminn í gegnum vegginn. Skálarnir eru að fyllast af pólverjum í absúr náttfötum, við erum að tala um sundlauga blágræn frottí náttföt, sloppa og bara pjúra viðbjóð. Kunni vel að meta einn pólverjann um daginn, hann gekk nú bara um á nærunum (gömlu góðu afa nærbuxunum) og mætti þar einni stelpu sem vinnur með okkur, hann hristir á sér bumbuna, tekur netta sveiflu og spyr með pólks/enskum hreim: SEXY??? hhaah vell done það. Annars eru mösssthessin (yfirvaraskeggin) að gera gott mót hjá pólverjunum og virðist þetta vera þeirra helsta stolt.
Á myndinni sem tekin var í lok apríl þá eru upp komnir 27 af 55 skálum. Búist er við að það verða ca. 1500 manns á næsta ári.
Það lýtur út eins og ég hafi ekkert að gera? En allt fyrir lesendur Austurlands að Glettingi..

hoa

Starfsmannaþorpið Posted by Hello
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com