föstudagur, júní 24, 2005

Eftirspánarþunglyndi

Það er aldeilis kominn tími á uppfærslu núna.
Lífið komið í sitt gamla form og blákaldur raunveruleikin tekið við. Spánarferðin var yndisleg í alla staði og heppnaðist alveg ótrúlega vel. Ekki við öðru að búast innan um svona gott fólk.
Nenni ekki að koma með e-a ferðasögu, því ég er handviss um að ca. 2 myndu nenna að lesa hana, Erna tengdó og Bjögga Magg.
Ég er kominn austur og menn hérna vilja meina að ég þjáist af “eftirspánarþunglyndi”. Skal engan undra, fjandinn hafi það.. Það er stórt stökk frá því að sofa út til 9 drífa sig út og borða morgunmatinn úti við sundlaugarbakka, leika aðeins við krakkana, liggja í sólinni og byrja að langa í öl, fá sér öl, leika við krakkana, vinna Bjössa og Nonna í borðtennis, meiri öl, borða soldið, liggja í sólinni, sturta, fordrykkur, fara út að borða, kokteill, öl, koma sér heim, leika við Klöru :) .. and so on. Hérna er það bara vakna 6, vinna í 12 tíma, láta sér leiðast og enginn til að leika við :( Ohhh núna rétt í þessu var verið að skamma mig fyrir að vera kvartbuxum, þ.e. buxur sem ná ekki alla leið niður. Það er víst bannað. Veit ekki af hverju það er bannað að vera í kvartbuxum inni á skrifstofu í 30 stiga hita... Fávitar..
Annars er það að frétta héðan að hér eru menn byrjaðir að undirbúa koma mótmælandanna ógurlegu. Þetta er hópurinn sem stóð að skyrskvettunum og eru núna á leiðinni upp á Kárahnjúka og ætla að tjalda í fyrirhuguðu lónstæði Hálslóns. Svo halda Bechtel menn að hópurinn komi hingað og hér er búið að setja upp girðingar, veggi og hlera fyrir gluggana. Það er að vísu búið að taka niður hlerana, en setja upp festingar svo hægt sé að skella þeim upp á nó tæm. Gaman að þessum vitleysingum... Jæja nenni ekki að blóta þessum vinnustað meira, það er víst komið nóg af því. Ragnhildur á afmæli á fimmtudaginn svo það verður virkilega gaman að koma heim næst...
Og að lokum þá er rétt að taka það fram að við Klara eigum 5 ára brúðkaupsafmæli í dag!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com