miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Menning og barneignir

Já það var menningin sem heltók mig sl. föstudag. Þá skellti ég mér á sýningu hjá Íslenska dansflokknum, eða réttara sagt 3 sýningar. Þetta voru
Wonderland eftir Jóhann Frey Björgvinsson og Filippíu Elísdóttur, Critic’s choice? eftir Peter Anderson og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Þetta var bara mjög skemmtilegt og kom mér skemmtilega á óvart.
Á laugardegin var það hefðbundnara. Matur hjá Æbba Magg. Kaffi og konni á eftir og allt eins og það á vera.
Enn ein fæðingin í vinahópnum, Júlli og Hrönn eignuðust strák á þriðjudaginn. Til lukku með það kæru vinir. Drengurinn hefur nú þegar verið nefndur... Lúkas.
Árshátíð VST á laugardaginn nk. og síðustu forvöð að hella sér yfir e-n þar! Hef ákveðið að mæta og vera með almenn leiðindi.

hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com