sunnudagur, febrúar 25, 2007

Bjögga Magg!!!

Já Bjögga Magg er engri lík. Þið ykkar sem þekkið hana vitið hvernig hún er og hvað hún er fær um að gera.
Ein lítil saga af henni frá því fyrr í kvöld: Hún bauð okkur í mat og svo erum við að koma okkur heim og erum að klæða okkur skóna og mamma fer að rabba við Ragnhildi. Þetta heyrði ég:
Mamma: Jæja Ragnhildur mín, hvað er að frétta af henni Mæju (kisu)
Ragnhildur: Bara ekkert, hún er bara úti...
Mamma: (grípur framí) Er hún bara úti að mellast!!!!
Ragnhildur: Mellast!! Nei það er búið að gelda hana
Mamma: Já já þá getur hún bara verið að þessu áhyggjulaus...

hahaahhaahah stórkostlegt samtal ömmu við barnabarn sitt!!!!! Er hún bara úti að mellast!! ahahahaha fjandinn þetta drepur mig! Það skal þó tekið fram að ég hef nú stundum kallað mæju fyrir mellu af því að hún var dragandi e-a kattarandskota hérna inn á sínum tíma. Eða þeir að koma inn og stela matnum hennar?

Maður á ekki að vera að segja frá þessu...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com