föstudagur, febrúar 09, 2007

Pólitík og jarðarför.

Já get ekki annað en látið í ljós skoðun mína á þessu flokkabrölti þingmanna upp á síðkastið. Menn eru farnir að skipta um flokka eins og ekkert sé og hefði íþróttamaður gert þetta jafn oft og sumir hverjir þá væru þeir kallaðir liðamellur, er það ekki? Er þá ekki hægt að kalla þá flokkamellur?
Annars er ég ekki pólitískur og hef lítið vit á stjórnmálum. Samt gaman að heyra hvað „öllum er létt” við að Kristinn H. Gunnarsson hafi farið úr Framsóknaflokknum yfir í Frjálslyndaflokkinn. Ef að ég hefði kosið Framsókn, þá væri ég súr yfir að hann héldi þingsætinu en nú fyrir annan flokk með aðrar áherslur!!! Æj.. þetta er boring stuff og fer mér sennilega ekki vel að tala um þetta. Samt pælingar hjá Hjössa á föstudegi.
Annars er ég á leið í jarðarför að kveðja góðan mann, Ásgeir Ármansson heiðursfélaga knattspyrnufélagsins Víkings, „Víkingur númer 1” Svo var nú annar góður Víkingur að falla frá um daginn, Ólafur Theódórsson, vallarstjóri í Víkinni. Þessir 2 menn voru alltaf fyrstu menn sem maður heilsaði þegar í Víkina var komið. Ásgeir var á 86. aldursári en Óli langt fyrir aldur fram, 56 ára. Góðir menn þar á ferð…

Góða helgi...

Hjö
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com