mánudagur, febrúar 19, 2007

„Tú höndert and þörtí”

Já ég er ekki alveg að fíla það þurfa að tala ensku úti í bakaríi. En svona er þetta bara og þetta er víða. Það er nú ekki einn íslendingur að vinna í bakaríinu hérna á suðurlandsbrautinni, cafe konditori Chopenhagen eða hvað sem þetta heitir. Það sem meira er þá er aldrei sama verðið á rúnstykkinu sem ég kaupi. Það virðist vera geðþóttarákvörðun hvað það kosti. Ef ég gerist svo djarfur að setja út á verðið þá skilur hún bara ekkert… ohh fávitar.
Vélbyssukjafturinn í fullu fjöri um helgina. Var boðið í mat á laugardaginn í sudda steik hjá Svanna neibó. Össh sá kann að elda!! Þurfti ekki nema eina Stellu og smá red og þá var ég kominn af stað. Þagnaði ekki fyrr en ég lagðist uppí. Var líka boðið í bollukaffi fyrr um daginn til nefsins, þar var hámað og slúðrað.
Jörðin, Lost, Heroes, CSI og ensku mörkin í kvöld.. Púsluspil að ná þessu öllu. Elska mánudaga.. Vona að eitthvað skýrist í Lost annars verða Ausa og vinkonur hennar alveg brjálaðar.
Örn Ingi „litli” frændi er 17 ára í dag. Til lukku með það.. Kem til með að hringja í hann óspart næstu vikur og mánuði til að láta hann skutlast með mig!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com