föstudagur, desember 10, 2004

Mynd dagsins

Mynd dagsins er einnig tekin frá skrifstofunni hérna á Site, eða úti á svæði eins og það er kallað. Hérna er horft út Reyðarfjörðinn og haugarnir fyrir miðri mynd er efni sem er verið að moka í burtu því þarna koma undirstöður álversins. Til gamans má geta að það þarf að moka og sprengja burt 2.5 milljón m³ til þess að geta byrjað að setja fyllingarefnin, en það verða um 1.3 milljón m³. Rétt til að renna yfir fjöllin á myndinni, þá er er það þessi hnallur fremst til hægri, ég held að hann heiti Flatafjall. Berutindur er þar fyrir aftan, Hunangstunglið fyrir miðju og svo fjallið Snæfugl til vinstri á myndinni.


Sé það samt núna að þegar myndin er komin inn á bloggið þá er búið að minnka hana svo að það sést nú ekki mikið.. Ætli mynd dagsins sé því ekki komin í hlé eftir þetta. Svo vill ég að lokum koma inn á Gay prófið sem ég var að taka. Það kom mér nú nokkuð á óvart að ég var Too Straight, eða bara 36% gay. En fyrir ykkur hommana þarna úti þá er hægt að taka prófið hér.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com