fimmtudagur, desember 09, 2004

Mynd dagsins

Skrifaði hér um daginn um hversu fögur hlíðin væri og hvað útlendingunum fannst merkilegt að sjá ekki sólina. Nú Austurland að Glettingi fangaði augnablikið og það er mynd dagsins í dag. Þetta er s.s. útsýni mitt úr skrifstofunni hérna á Reyðarfirði. Fjallið heitir Sómastaðatindur eftir Sómastöðum sem er hlaðið steinhús frá því um miðja 19.öld. Húsið er friðað og því þarf að fara varlega þegar sprengdar eru klappir hér á svæðinu. Það er einmitt ástæðan fyrir að við höfum komið fyrir jarðskjálftamæli í húsinu.

Sómastaðatindur Posted by Hello
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com