mánudagur, ágúst 21, 2006

Helgin

Helgin var virkilega skemmtileg. Ég og Ragnhildur hlupum í skemmtiskokkinu og fór Ragnhildur létt með þá 3 km sem voru í boði. Það voru háleit markmið fyrir næsta ár. Ragnhildur 10 og ég allaveganna ½… Klara fór með Hrafn Elísberg í Latabæjarhlaupið og markmiðið eftir það hlaup var að ÉG fer næst. Þetta var massífur troðningur og það var þreytt Klara Gísla sem kom með Hrafn í fanginu eftir hlaup. Eftir okkar hlaup var stillt sér upp við lækjargötuna og beðið eftir að mamma skilaði sér inn í hálfmaraþorninu. Hún tók aldeilis kipp þegar hún heyrði hvatningarhrópin frá okkur og tætti í mark. Verð nú að taka það fram að hún vann sinn flokk, 60-69 ára. Til lukku með það mamma.. Þú ert rokk!!!
Eftir að hafa spásserað í miðbænum eftir öll hlaupin þá var það matarboð hjá Búdda og Gunnþóru eða heima hjá foreldrum Búdda. Það var rudda matur eins og þeim hjónum er einum lagið. Eftir mat var tætt í bæinn að sjá flugeldana og svo var skellt sér aðeins í menninguna í bænum. Það var alveg frábært að reyna að ná í leigubíl…
Verð að koma inn á Rockstar.. Magni að rokka þar og ég er alveg að fíla það en ég er bara ekki að meika KFC auglýsingarnar. Dísús, þær eru að drepa mig.
Ánægður með veðrið síðustu daga.. Sumarið loksins að koma. Myndin er einmitt tekin í blíðunni í síðustu viku, því miður bara með símanum og því mjög óskýr. En þarna er horft yfir Hellisheiðarvirkjun, Skarðsmýrafjall, Sleggjubeinsskarð, Hamragil og nágrenni.

Frá toppi Lambafells
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com