fimmtudagur, mars 01, 2007

Hvað er það?

Hvað er það? Já það kom í ljós að Ragnhildur vissi hreinlega ekki hvað það væri að mellast. Sá hana vera að lesa kommentin í gær og spurði þá strax á eftir, pabbi, hvað er eiginlega að mellast? Hélt að það væri bara e-ð sem kettir gerðu til að verða kettlingafullar. Ég sagði nú bara að það væri ljótt orð sem maður ætti ekki að vera að segja né skrifa á alnetið!! Stuttu síðar var ég að blóta hvað bland í poka væri dýrt og rifjaði upp gúmmíbangsana á 50 aur.. Þá var aftur spurt, hvað er 50 aur?… Já aurarnir löngu horfnir og gúmmíbangsarnir á 5 kall?
Nonni er kendur er við NEF á afmæli í dag, 31 árs! Til lukku með það. Ánægður með að vera enn bara 30! Er að spá í að skvetta í mig um helgina og taka á móti góðum gestum. Þá kemur Steini Mæló og Co í heimsókn til að sýna hundkvikindið sitt, Canis. Það var fönní þegar þau komu síðast þá dró hundurinn Hrafn Elísberg um öll gólf því að Hrafn neitaði að sleppa bangsanum sínum og fékk því nokkrar salíbunur með Canis. Nohhh lítið annað í spilunum og því held ég að það sé bara réttast að fara að einbeita sér að helginni…

Ha’ det

Hjössi

Steini Mæló og Canis.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com