mánudagur, desember 20, 2004

Pressa á kallinum

Djö nú er pressa komin á kallinn. Ég sem hélt að ég ætti rólega daga framundan bæði í vinnu og heima!! En nei nei.. nóg að gera á báðum vígstöðum og enn engin gjöf handa Klöru komin í hús. Helgin var massa fín, dinner og svo hellt í sig á föstudaginn. Þá fór líka fram við hátíðlega athöfn afhending verðlauna f. 1000. heimsóknina á síðuna.

Búddi sigurvegari Posted by Hello

Horfið var frá þeirri hugmynd að afhenda Viking jólabjór, í staðinn var boðið upp á þýska gæðamerkið DAB og forláta rauðvínsflösku.
Núna er bara að rífa þetta í sig og finna e-ð fínerí fyrir konuna. Ég er nú með eina hugmynd í kollinum og þarf að fara að skoða þau mál.
Hrafn Elísberg á afmæli á miðvikudaginn, ekki sá vinsælasti hjá þeim sem boðið var :) En mér er sama.. Ég mæti!!
Jæja fólks.. vinnan bíður....

Tjjuuuuuussss
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com