þriðjudagur, desember 21, 2004

Vetrarsólstöður

Í dag er 356 dagur ársins, Tómasarmessa og stystur sólargangur þetta árið.
Vetrarsólstöður voru kl. 12:42.
Sól reis í morgun kl. 11:22
Hádegi var kl. 13:26. Þá reis sól hæst 2,7° yfir sjóndeild.
Sól mun setjast kl. 15:30.
Sól er því á lofti í Reykjavík 4 klst. og 8 mín. í dag, hvort sem til hennar sést eður ei.
Á aðfangadag verður sól á lofti 4 klst. og 10 mín.
Síðan birtir hratt því á gamlársdag verður sól á lofti (heilar) 4 klst. og 23 mín.
(Uppl. PRP)

Það er óhætt að segja að það séu bjartir tímar framundan.


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com