miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Túngata 1 Álftanes

Var að lenda í Reykjavík og datt beint inn í afmæli! Heitir réttir, kökur og gúmmelaði.. ohhhh þetta er svo gott.
Ætlaði bara rétt að minna á að ég er úti á nesi þessa daganna og það er tilvalið að kíkja á kaffi og með því næstu daga. Lofa spilagöldrum og töfrabrögðum!!!

Hjössi

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Vonbrigði

Tja lítið um hreindýr og ball í gær!!!!
Já það var uppselt í hreindýraveisluna og ég fór á ballið en stakk af áður en allt byrjaði. Þeir sem ég ætlaði að fá far með hættu við að fara á ballið og því var eina í stöðunni að drífa sig bara með þeim. Ég átti auðvitað að mæta kl 7 í vinnuna svo ég ákvað bara að beila. Veit að ég olli nokkrum aðilum gríðarlegum vonbrigðum, en ég var bloddí feginn í morgun þegar ég vaknaði.
Í dag er klassa veður á Reyðó og best að drífa sig út í sólina og mæla soldið. Er upp í lyftu að mæla og þar sem ég er ekki búinn að taka lyftuprófið þá er ég með pólverja með mér. Sá talar auðvitað ekki stakt orð í ensku eða þýsku... Engin rífandi stemming hjá okkur félögunum þarna saman.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Austurland að Glettingi

Mér þykir skemmtilegt að segja ykkur frá því að kallinn er að fara á tónleika með hljómsveitinni Austurland að Glettingi í kvöld. . Það er smá mælinga / VST-Austurlands gleði haldin upp á Héraði og þár verður borðað hreindýr og skellt sér svo á ball!!!
Frekari fréttir á morgun....

Góða helgi

hoa

mánudagur, ágúst 08, 2005

Bissí vika

Davs

Nú er það heimför í kvöld og þá verður aldeilis tekið til hendinni.. Þarf að afhenda íbúðina á mánudagsmorgun og það þarf allt að vera búið á laugardaginn. Við verðum á Álftanesi í þennan tíma sem þetta skemmtilega ástand varir. Það þýðir samt ekkert að vera að væla, bara rífa þetta bara í sig. Öll hjálp er mjög vel þegin, hvort sem er við fluttningar eða barnapössun, eða bara þrifin.
Eftir atburði helgarinnar þá veit Ragnhildur allt um homma og lessbíur. Það er frábært að heyra skoðanir hennar á þessum málum og hvað hlutirnir eru oft einfaldir hjá börnum. Hún fór með m.a. ömmu sinni í Gay Pride gönguna og þá labbar e-r upp að Bjögg Magg og gefur henni smokk.. ahahah mamma er af gamla skólanum og finnst þetta nú ekki alveg við hæfi, en ekki skánaði það þegar Ragnhildur heimtaði að vita hvað þetta væri. ahhaaha Grey mamma sagði henni bara að bíða og spyrja mömmu sína seinna. Þannig að Ragnhildur veit líka allt um smokka, eða svona næstum allt.
Stebbi Geir og frú að flytja til Norge á fimmtudaginn... Sjónarsviptir af því ágæta fólki. Væri alveg til í að eiga eftir að fara út. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert hingað til.
Þetta verður bissí vika svo það er langt í næstu færslu.

Lifi Þröstur og byltingin!!!

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Alcoa græðir - Íslandi blæðir

Já eins og flest ykkar hafið tekið eftir þá voru mótmæli hérna í dag. Einhver hópur fólks komst inn á svæðið og sumir klifruðu upp í krana en hinir dreyfðu sér um svæðið. Nú eins og Bechtel er von og vísa þá var öll vinna stöðvuð á meðan þessum mótmælum stóð. Við lúðarnir í mælingunum stilltum upp mælitækjunum og gátum zoom-að á kranana og séð allt það sem fram fór. Nú þegar löggan mætti og fóru upp á eftir liðinu þá tók einn það upp að míga yfir lögguna þegar hún nálgaðist hann.. hahaaha ég get ekki annað en glott við tönn yfir því. Svo var e-r kelling sem klifraði hátt upp kranann og skalf eins og hrísla. Þá hætti löggan eftirför. Þegar hún kom niður þá meig hún bara líka, en ekki á neinn heldur á kranann. Þau hafa aldeilis verið í spreng!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com