föstudagur, mars 31, 2006

Þá er hann bara farinn :(

Bara til að halda uppteknum hætti þá verð ég aðeins að koma inn á að ég er búinn að selja Fordinn!!! Flottasti bíll sem ég hef átt og mun sennilega eiga.. nei látt ekki svona Hjössi!!! Fékk fasteign á hjólum, Volvo S40 upp í kaupverðið og hann er bara helvíti fínn. Veit að einhverjir verða fegnir að hann sé seldur því ég hef talað nógu andskoti mikið um hann. Djöfulsins blót er þetta!!
Fer að koma með myndir og ferðasögu frá New York bráðlega.

Lifi Þröstur og byltingin og jú Fordinn líka!!!

Hjössi brask

Kagginn og nýji Volvoinn Posted by Picasa

miðvikudagur, mars 22, 2006


Segir allt sem segja tarf... Posted by Picasa

þriðjudagur, mars 14, 2006

Kreisí in ðe hed???

Þá er þetta loks komið.... Stór jeppi sem mig hefur alltaf langað í er kominn á hlaðið. Ég veit ekki hversu skynsamlegt þetta er en það kemur í ljós. Fann þennan lítið keyrða Patrol ´98 á lygilegu verði og gat lækkað það töluvert í ofanálag. Vissulega þarf að gera eitt og annað við bílinn á næstunni en miðað við það sem ég lækkaði bílinn um þá er svigrúmið ágætt.
Nú verða gömlu fjallaferðirnar ryfjaðar upp og ég býð eftir að Nonni vinur minn geri enn betur og fái sér Landcruiser 100!!!!
Hef lítið við þetta að bæta en ég þykist vita að það eru allmargir þarna úti sem hrista hausinn yfir kallinum.


Sá nýji


Hils

Hjössi Patról

mánudagur, mars 06, 2006

Bílasölur.is


Hleypt úr Posted by Picasa

Var í síðustu viku uppi á Fljótsdalsheiði að mæla. Veðrið var eins og best var á kosið, sól, hægur vindur og ca. 15 stiga frost. Fór með Júlla fjallarottu á bílnum hans og það var jeppast aðeins eins og myndin sýnir. Þurftum að berja okkur í gegnum 30 – 50 cm klakabrynju með járnkalli og sleggjum til þess að koma niður stórum hælum. Var með rudda harðsperrur í puttunum og höndunum eftir barsmíðarnar. Fordinn enn óseldur og ég efast um að bíllinn seljist nema að hann standi á sölunni. Ég er alveg að fara hamförum á bilasolur.is... Maður verður bara ruglaður á þessu. Búinn að skoða ca. 37 þúsund bíla. Verst er að þeir verða alltaf dýrari og stærri eftir því sem tímarnir líða. Þarf að ná mér niður á jörðina aftur. Bílarnir urðu aðeins ódýrari um mánaðarmótin þegar VISA frændi kom í hús.. Jedúddamía!!!!! Var í afmæli hjá Nonna nef á föstudaginn og þar var fjeer og mikil ölvun. Endalaus 30. afmæli þetta árið. Fjandinn maður fer að komast á bloddý fertugsaldurinn.. Það er farið að síga á seinnipartinn hjá manni.. Hjössi gamli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com