fimmtudagur, mars 29, 2007

Tískuslys?

Já stundum velti ég því fyrir mér hvað sé málið með Hrafn Elísberg. Hann er núna á harður á því að vera ekki í buxum. Vill helst alltaf vera bara á sokkabuxunum og stundum leyfir mamma hans honum að fara í sokkabuxunum í leikskólann. Hann fer aldrei í náttföt, vill bara sofa í mismunandi búningum og fer í þá um leið og hann kemur heim. Í gær fann hann derhúfu sem hann á og stuttu seinna aðra. Þá var auðvitað ekki hægt að gera upp á milli og báðar settar á hausinn. Veit ekki hvað fóstrurnar á leikskólanum halda þegar drengurinn mætir í leikskólann á morgnana. En svona er þetta og allt á þetta eftir að eldast af honum. Myndin var tekin í morgun þegar sá stutti var tilbúinn í leikskólann, í danska búningnum undir jakkanum.
Steve helgi framundan!!! Daddi og Tinna á leiðinni í mat á morgun og það er ávísun á mikil þunnildi á laugardaginn. En þá tekur bara annað við. Ég er á leiðinni upp á Skaga á fund Akranesdeildar MÍ, karlaklúbbsins frá Horsens. Össhhhh
Er ekki enn búinn að skila skattaskýrslunni, en stefni á það í dag. Niðurdrepandi andskoti að reikna út alla þá vexti sem maður er að borga.. Jæja fjandinn, svona er þetta bara.
Verð svona í lokin að fagna þeim áformum Umhverfisstofnunnar að drepa nokkra sílamáfa, það eru ógeð!!!!
Bless

fimmtudagur, mars 22, 2007

Meira af Ragnhildi

Hún sendi mér þetta video núna um daginn...
Þetta er e-ð sem hún bjó til...

Meira um videó.. Þá er þetta af Eyþóri Arnalds frekar fönní.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Snemma beygist krókurinn!!!

Endilega skoðið þetta!!!

http://ragga-h.bloggar.is/

Tja.. Þetta kann ég virkilega að meta!!!!!

Stoltur af minni núna.. :)

Getraunastuð



Kominn í gírinn.. Hvaða brú er þetta??

þriðjudagur, mars 20, 2007

Boring veððer




Dí þetta er nú meira suddaveðrið. Ekki oft sem Hellisheiðin er ófær strax upp við Norðlingaholt. En þessu er nú að slota og svei mér þá ef það eru ekki bjartari tímar fram undan!! En talandi um snjó þá er kannski rétt að skella inn einni laufléttri getraun. En spurt er um stað (smellið á mynd til að stækka).

mánudagur, mars 19, 2007

Venjulegur íslenskur dagur


Annasöm helgi afstaðin og enn einn helvítis mánudagurinn runninn upp!! Upphefjandi byrjun á bloggi! Morten Hertz stórvinur minn frá DK var á landinu og kíkti í mat til okkar á föstudaginn. Ég grillaði að sjálfsögðu og honum fannst skrýtið að standa yfir grillinu á stuttermabol og allt „á kafi í snjó”
Laugardagurinn var ansi skemmtilegur því þá tók ég Morten upp í Skálafell á snjósleða. Flott veður þegar lagt var í hann, en það var eins og hendi væri veifað þá kom blindbylur og sást lítið sem ekkert. Þá vorum við að vísu í bílnum á leið upp að skíðasvæðinu. Honum stóð ekki á sama og spurði ansi oft hvort ég væri að keyra eftir einhverjum vegi!! Svo komum við að bíl sem var farinn út af og þar voru fleiri jeppar að reyna að draga hann uppúr. Eftir smá jeppaleik þá var snúið við og haldið heim á leið, því ekkert sleðaveður. En rétt eins og bylurinn skall hratt á þá rofaði skyndilega til og við gátum sleðast aðeins. Þvílík upplifun fyrir Morten sem hélt að allt svona væri bara daglegt brauð fyrir okkur íslendingana.
Keypti loksins dekk og felgur undir Patta gamla í gær. Var að spá í að setja inn mynd af þeim, en veit ekki hvað Ausa vinkona mín hefði sagt þá!! Nei ég er nú ekki svo langt leiddur, það væri massa nördó.. er samt smá nörd… samt svona huggulega mikill nörd!!! Er það ekki annars??

sunnudagur, mars 11, 2007

Eitt Toblerone

Klara fékk þá flugu í höfuðið að pússa upp borðstofuborðið og mála það. Sá það að ég var greinilega ekkert að gefa mig í að vilja ekki kaupa nýtt. En þó svo að Klaru detti þetta í þá er það auðvitað ég sem þarf að gera þetta. Gekk svona ok, en vissulega erfitt að mála með svona olíumálningu. Nettur hausverkur í gangi vegna lyktarinnar. Heimsótti Nonna nef í dag (sunnudagur) og þar tjáði hann mér að hann væri kominn í smá ölpásu.. hvers vegna skil ég ekki, en víst að hann er í einhverju svona vitleysisátaki þá ákvað ég að gera e-ð líka. Dettur þó ekki í hug að hætta að drekka eða álíka vitleysu. Nei nei, Hjössi ákvað að hætta að éta nammi og það sem meira er.. hætta að drekka kók!! Núna verður það bara guli (áður hvítur) hlýrabolurinn en enginn snakkpoki og 2L kók við hliðiná.. Núna verður það bara Tuborg og kannski eitt epli eða e-ð... Veit samt ekki hvað ég endist í svona átaki þar sem mér finnst svakalega gott að háma nammi. Á magnaða spretti í namminu á kvöldin, þá er hámað, það get ég vottað.
Núna eru teikningar af húsinu að detta inn og þá fer ég í gang að leita tilboða.. Allar ábendingar vel þegnar...
Jæja Dexter byrjaður.. get ekki beðið eftir Lost á morgun....

Mojn

Hjössi

laugardagur, mars 10, 2007

Lottó

Daginn allir
Enn ein laugardagsfærslan, nema núna sefur Hrafn Elísberg eins og steinn. Almenn þreyta í gær og ég skreið uppí rétt um 11 og var því vaknaður kl 07:00 eldhress og byrjaður að þamba kaffi.
Ætlaði að fara að tala um að núna væri stutt í vorið en var þá litið út um gluggann á hvíta jörð.. Samt kominn smá vorhugur í mig. Talandi um vor, þá væri ég alveg til í að skella
mér á Hólmavík til Sigga, smá mælingar uppi á heiði á daginn og svo bátsferðir og huggulegheit með Sigga á kvöldin.. Það voru gæðatímar...
Ég stóð sjálfan mig að því að dreyma um að vinna í lottóinu um daginn, þá eftir að þessi í USA vann 26 milljarða. Ætlaði að kaupa mér nýjan jeppa á ekki minna en 44” dekkjum.. og var að telja upp allt sem ég ætlaði að kaupa, þá sagði Klara: pældu í hvað þú yrðir vinsæll hjá konunum!! Núna þá færð þú svona ... njaahhh athygli (njaahh sagt með svip og hreim sem segir allt um hversu lítil athygli það væri..) en ef þú ættir 26 milljarða þá væru allar vitlausar í þig!!!! Hmmm skemmtilegt komment þetta frá minni heittelskuðu!!
En hver veit nema að ég taki þann 5-falda í kvöld og kaupi mér nýjan Patrol... eða nei þetta færi allt í húsið.. Ég skal allaveganna halda massa partæ.... Og kannski verða massa vinsæll hjá konunum :)

Hafið það gott...

Hjö

mánudagur, mars 05, 2007

Auður bloggar!

Já ég ætti að tuða meira í Ausu!! Er núna í sömu stöðu og hún síðustu misserin. Hrafn Elísberg veikur, þvottahrúgurnar út um allt en þó einn stór munur.. Ausa er massa dugleg i BC og fimleikum og alles.. Ég er á 2. könnu af kaffi og ég get ekki beðið eftir að liggja fyrir framan tv í kvöld og taka jörðina, lost, heroes, csi og ensku mörkin.. Eðlilegt?? Á meðan Ausa bloggar um fimleikana og BC þá get ég ekki gert annað en að hamra á hversu viðbjóðslega latur ég er þessi misserin. Geri ekki jakk sjitt og Þ-lagið óðum að myndast aftur.
Fórum út að borða á föstudaginn á Rauða Húsið á Eyrarbakka, össhh það var gott.
Beint upp í bústað til nefsins og skellt sér í pottinn og sullað fram eftir nóttu. Var nánast ded daginn eftir þegar Steini og Co komu. Verðum hressari næst þegar þið komið.. ;)
Þarf að fara að koma með eitt stk lúðagetraun á næstunni..
Nenni því ekki núna, ætla bara að hella meira upp á...

fimmtudagur, mars 01, 2007

Hvað er það?

Hvað er það? Já það kom í ljós að Ragnhildur vissi hreinlega ekki hvað það væri að mellast. Sá hana vera að lesa kommentin í gær og spurði þá strax á eftir, pabbi, hvað er eiginlega að mellast? Hélt að það væri bara e-ð sem kettir gerðu til að verða kettlingafullar. Ég sagði nú bara að það væri ljótt orð sem maður ætti ekki að vera að segja né skrifa á alnetið!! Stuttu síðar var ég að blóta hvað bland í poka væri dýrt og rifjaði upp gúmmíbangsana á 50 aur.. Þá var aftur spurt, hvað er 50 aur?… Já aurarnir löngu horfnir og gúmmíbangsarnir á 5 kall?
Nonni er kendur er við NEF á afmæli í dag, 31 árs! Til lukku með það. Ánægður með að vera enn bara 30! Er að spá í að skvetta í mig um helgina og taka á móti góðum gestum. Þá kemur Steini Mæló og Co í heimsókn til að sýna hundkvikindið sitt, Canis. Það var fönní þegar þau komu síðast þá dró hundurinn Hrafn Elísberg um öll gólf því að Hrafn neitaði að sleppa bangsanum sínum og fékk því nokkrar salíbunur með Canis. Nohhh lítið annað í spilunum og því held ég að það sé bara réttast að fara að einbeita sér að helginni…

Ha’ det

Hjössi

Steini Mæló og Canis.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com