föstudagur, júní 29, 2007

Sumarfrí

Daginn
Síðasti dagur fyrir sumarfrí!!
Er að reyna að klára allt í vinnunni til að geta komist í frí. Skil samt fullt eftir handa Júlla, fellow surveyor hér á LH!!
Skilaði inn teikningum af húsinu um daginn og viti menn, það gekk í gegn á -1 degi og athugasemdalaust. Magnað það!
Djö..ég er farinn að hafa áhyggjur af mínum mönnum í Víking. Komnir í 8. sætið og þar sem maður er nánast alinn upp við að tapa og falla, þá fer maður strax að hafa áhyggjur af því!!
Þar sem þetta eru nokkurs konar stiklur þá ætla ég að koma inn á eitt. Atvikið með hundinn sem var drepinn í töskunni fyrir norðan. Algjörlega óskiljanlegt hátterni og maður verður brjálaður að heyra svona viðbjóð. EEEennn svo les ég í mogganum í morgun að fjöldi fólks, margir með hunda, kom saman á Akureyri, í Reykjavík og Hveragerði í gærkvöldi á kertavökum sem haldnar voru til minningar um hundinn…. Ætla ekki að vera með e-a stæla.. en Sjammón hérna… Minningarvaka um hund.. Úff þetta er of mikið, of mikið fyrir Hjössa mæló!

Jæja verð að rífa þetta í mig.. Svo er stefnan sett á Höfn strax eftir vinnu… Það held ég að Klara sé búin að ákveða allt varðandi ferðanammið og hvernig því verður háttað.. Hvenær má borða hvað og svoleiðis!!
Góða helgi

sunnudagur, júní 24, 2007

Stemming




Sælar.. Smá komment frá Kanada!! Fórum í gær á sjúklega gott og skemmtilegt veitingahús.


Fengum virkilega góðan mat og og jedúddamía hvað ég borðaði mikið!!!!




laugardagur, júní 23, 2007

Verslað eins og vindurinn...


Þær geta þetta... Klara og Ásdís með afrakstur dagsins.. Suddi...

fimmtudagur, júní 21, 2007

Floginn


út til Kanada....

Þráumst...

þriðjudagur, júní 12, 2007

Flytja í blokk?

Þetta er suddi. Skoðið viðmiðurnarverðið undir linknum sala hafin!!

http://www.101skuggi.is/index1.html

sunnudagur, júní 10, 2007

Ekki svona negó..


Æj leiðinlegt að hafa svona neikvæðispóst efstan. Held að ég taki hana Auði vinkonu mína til fyrirmyndar og reyni að vera jákvæðari. Tengdó eru á landinu og gista hjá okkur. Alltaf gaman að hafa þau hérna. Krakkarnir ekkert smá ánægðir að hafa ömmu og afa til að dekra við sig. Ragnhildur komin í sumarfrí í skólanum og hún var fékk viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Mosfellsbæjar fyrir hæfni í samskiptum. Fékk svaka fínan skjöld frá þeim. Flott hjá henni og efni í góðan fyrirliða hugsaði ég strax.
Skólaárinu var svo slitið með furðufatapartýi og fór mín svona klædd :)

Ég átti afmæli um daginn!! Varð 31 árs.. Fórum við fjölskyldan saman út að borða í tilefninu og tók þá þessa mynd af Hrafni Elísberg. Átti vel við þarna.. En þarna er gott afmæliskók að verða að veruleika!!






miðvikudagur, júní 06, 2007

Djö.. Tuðum aðeins

Þetta er nú meira skítalandsliðið.. ohh merkilegt hvað maður getur látið þetta fara í taugarnar á sér. Hlakka til að horfa handboltalandsliðið á laugardaginn, vona að það gangi betur.
Vona svo að þetta veður fari að skána og ég geti farið að renna í nokkrar "legur" með nýja tjaldvagninn minn. Ekki nýr samt, svona rétt að nálgast fermingaaldurinn. En þetta verður er bara ekki hægt.
Djöfull er Jericho væminn... dí þessi færlsa er í samræmi við landsliðið..
Betra að að halda áfram að brjóta saman tau
djöfulsins......

laugardagur, júní 02, 2007

Hólí Mólí


Djöfull hefði ég verið til í að horfa á þennan leik. Annað en íslenska þunglindið sem rétt náði jafntefli við Ligtenstæn, Lichtenstein, Liechtenstein... Ég veit ekki einu sinni hvernig það er skrifað!!!!
Jæja best að halda áfram að horfa á þýsku stórmyndina á Rúv :((

föstudagur, júní 01, 2007

„Do you want the change”

Verð að deila með ykkur smá pirri út í afgreiðsludömu á Oliver í gærkvöldi.
Kíktum á Óliver eftir að hafa verið úti að borða með vinnunni. Var þar að bíða eftir afgreiðslu og það var útlendingur að kaupa 4 drykki við hliðina á mér. Drykkirnir kosta 5.800 segir hún og hann tekur upp seðla og í smá fáti lætur hann stelpuna fá 11.000 kr. Hún fer í kassann og nær í 200 kall en kremur auka 5000 kallinn í lófanum. Sýnir honum svo 200 kallinn og spyr „Do you want the change” Nei nei segir hann og þá treður hún 5000 kallinum í sokkabuxurnar sínar…. Meika ekki að ég hafi ekki pikkað í manninn og bent honum á þetta… Langaði líka að segja við afgreiðsludömuna að minn drykkur ætti að borgast með 5000 kallinum í sokkabuxunum hennar. Ohhhh
1. júní í dag, afmælisdagur Beggu Gröndal. Get ekki munað hvaða ár það var sem hún dó. Held samt að það hafi verið ’93??
Skíta veður úti núna.. Hlakka til að gera ekki neitt um helgina..
Góð færsla maður!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com