sunnudagur, október 30, 2005

Hvað er í gangi...

Það ætlar ekki af mér að ganga í þessum bílamálum, eða réttara sagt lánsbílamálum. Eins og áður hefur komið fram dó miðstöðin í bilnum hans SÆVARS og því fór ég með hann á verkstæði áðan. Fékk lánaðan í staðinn Ford Focusinn hans Nonna. Massa fín miðstöð og fínn bíll í alla staði. Ég brunaði af stað heim massa ánægður með nýja bílinn en nei nei.. í miðri Ártúnsbrekkunni þá springur, greit!! Ég út í kant, skipti um dekk í skítakulda, bara á peysunni og ca. 3000 bílar brunandi framhjá og í svona 2m fjarlægð. Dekkið ónýtt..

Ekkert tarfapartý um helgina.. Því var frestað vegna veðurs!!!! Meiri tarfarnir...

hoa

miðvikudagur, október 26, 2005

Núna er það kallt

Miðstöðin í bílnum hennar Írisar gafst bara upp í gær. Núna er engin miðstöð og veðrið ekki sérlega heitt þessa daganna. Það rifjast upp ástandið á Skódanum hérna í den. Þá var skafan á lofti allan tímann. Verð að láta kíkja á þetta því ég meika ekki að vera stanslaust að þurrka móðuna af og vera að drepast úr kulda. Eina jákvæða við þetta er að nú er engin skítalykt í bílnum., nema bara náttúruleg af mér þá.... :)
Tarfagleði í Spóahöfðanum næstu helgi. Þá hittumst við frændur, bræður, mágar og ská-frændur og fáum okkur í glas og hlustum á Rolling Stones. Vantar e-ar hugmyndir af því hvernig ég get brotið þetta upp. Þ.e. að við gerum e-ð annað en bara að drekka og hlusta á Stones. Hópurinn er mjög óeinsleitur, leikhússjóri, söngvari, tryggingamaður, uppgjafa íþróttamenn og fl. og því er það erfitt verkefni að finna upp á e-u sem öllum líkar. Eina sem mér dettur í hug eru e-r rudda drykkjuleikir sem eru vissulega skemmtilegir en þarf bara e-ð meira!!!!! Hugmyndir plííís...

Hjössi Tarfur

föstudagur, október 21, 2005

Stiklað á stóru...

Það var hrikalega gaman á tónleikunum með Jeff Who? síðustu helgi. Enduðum kvöldið á 22 og þá var Bjarki nokkur Sig hissa. Sýnir kannski hvað sumir eru langt eftir á.. Þarna voru að hans mati ekkert nema hommar og lessur og hver sá sem á hann yrti var auðvitað snar öfugur. Sjálfur var ég mænuskaddaður af ölvun en hrikalega skemmtilegt kvöld...

Er virkilega ánægður í nýja djobbinu.. Sambland af mælingum, kortagerð og GIS vinnu.. Hljómar kannski undarlega en það er akkúrat eins og ég vill hafa það...

Fengum lánaðan bíl hjá Írisi og Sæbba Rokk til að redda okkur næstu vikurnar. Fínasti bíll en ekkert útvarp og miðstöðin virkar bara í botni... Til að bæta gráu ofan á svart þá kemur þessi rudda skítalykt úr miðstöðinni þegar hún er sett í botn... Það er því annaðhvort að frjósa úr kulda eða halda niðri í sér andanum..

Sé fram á rokk og rólegheit þessa helgi og verður það ágætt að slap lidt af og klára að hengja upp helvítis myndirnar og ljósin.. ohhh þoli ekki svona heimilisstúss

Hils
Hjössi

laugardagur, október 15, 2005

Tekur daginn snemma...

Góðan daginn

Hérna sitjum við Hrafn Elísberg og drekkum kaffi og stoðmjólk. Klukkan rétt orðin 6 og Hrafn búinn að gefast upp á að kúra upp í rúmi.. Það má því með sanni segja að drengurinn tekur daginn snemma. Mér finnst svo yndislegt að vera kominn heim að ég rýk á fætur og við feðgar eigum smá quality tíma í morgunsárið.
Þýðir samt ekkert að vera þreyttur á eftir. Nú á að reyna að klára hlutina hérna.. Setja upp hillur, myndir og allt það sem fylgir því að flytja. Ohh get ekki sagt að þetta sé mín sterka hlið, ég er frekar latur við svona en það er alltaf gaman þegar þetta er búið og eins og e-r segir.. illu er best af lokið.
Af vinnumálum er það að frétta að ég kann bara mjög vel við mig og það eru spennandi verkefni framundan. Stofan hefur muuuun yngra fólk en VST og tíðarandinn því aðeins öðruvísi!!
Aðeins meiri morgundögg og svo er það þvotturinn!!

Hafið það gott um helgina!!!

hils
hoa

fimmtudagur, október 13, 2005

Áframhald?

Spurning um að koma með nýtt heiti á þessa síðu þ.e. ef ég þykist ætla að halda e-ð áfram með hana. Spurning hvað ég á að kalla hana?? "Mosfellsbær að Suðurlandsbraut" ahah nei frekar dapurt. Jæja sé til. Allar hugmyndir vel þegnar.
Næsta helgi verður spennandi, þá er komið að útgáfutónleikum Jeff Who? á Þjóðleikhúskjallaranum. Kemur e-r með???
Í tilefni að við erum flutt og ég byrjaður í nýrri vinnu þá er rétt að uppfæra nokkrar beisic upplýsingar.
Spóahöfði 16, 270 Mos. Sama heimanr.
Nýtt mail hjá mér er hjortur@lh.is
Nýr gsm. 660-1598

Tjuuuss

hoa

þriðjudagur, október 11, 2005

Línuhönnun

Á morgun miðvikudag er það nýja vinnan.. Línuhönnun. Ætlaði að vera lengur í fríi, en þeir komust að því að ég væri kominn í bæinn og þá var ekkert hægt annað en að hella sér út í nýja baráttu. Búið að ganga ágætlega að koma okkur fyrir en samt þónokkuð eftir. Þarf að taka nokkrar myndir og skella hingað inn eða inn á síðuna hjá Hrafni Elísbergi og Ragnhildi.

Tjuuss

hoa

föstudagur, október 07, 2005

Fjarðaál

Sælt veri fólkið...

Þar sem ég er á mínum síðasta vinnudegi hér á SITE vildi ég bara nota tækifærið og kveðja ykkur öll aftur. Ég er búinn að vera hérna í 14 mánuði og það er á tandur að gott samstarfsfólk hefur gert það mögulegt að endast svona lengi. Þó að ég sé virkilega glaður með að komast heim til fjölsk og vina þá get ég ekki neitað að það verður skrýtið að koma ekki hingað aftur á mánudaginn, taka þunglyndið í rútunni, tuða í Ella og fleirum yfir hinu og þessu, engin excavation permit og hvað þá engar ferðir upp á Hérað i sund, Cafe Nielsen...
og síðast en ekki síst til Steina mæló og Co.
Takk fyrir mig og ég fylgist með ykkur úr fjarska.

Gangi ykkur sem allra best..

Það er huggó á Reyðó

mánudagur, október 03, 2005

Kveðjuhóf

Já það var aldeilis fjör í kveðjuhófi sem haldið var mér til heiðurs á laugardaginn. Steini Mæló skaut nokkrar gæsir í matarhléinu á laugard. og þeim var hennt á grillin ásamt lamba og svínakjöti. Virkilega góður matur og svo var bara drykkja og almenn dólgslæti. Þarna voru flestir af starfsmönnum HRV hér á Site (u.þ.b.20 manns) og þetta heppnaðist bara mjög vel og þakka ég kærlega fyrir mig!!
Núna eru bara 94 klst. þangað til að ég hætti...

Hluti af huggulegum HRV karlstarfsmönnum.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com