fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Styttist...

3 dagar
80 klst
4822 mín (fim, 31.águ kl 11:05)


Í The Rolling Stones

mánudagur, ágúst 28, 2006

Talandi um rokk

Já það er vel við hæfi að skella þessari mynd hér inn vegna þeirrar rokkumræðu sem hefur verið í gangi. Þetta er engin önnur en Rokkamman sjálf að hengja sig á Hjössa mæló. Það gladdi mitt auma hjarta að hitta þennan snilling á Dillon á menningarnótt. Þar spilaði hún óskalögin mín í kippum.

Hjörtur Örn Arnarson og frú Rokkamma

En talandi meira um rokk þá styttist allhressilega í Stones í Horsens. Förum út eldsnemma á föstudaginn!!! oohhhhh magnað max.
Madonna var að spila í horsens á fimmtudaginn og fékk vægast sagt misjafna dóma. Ánægður með að nú er komin smá reynsla á að hafa 85.000 manna tónleika í Horsens. Það sem miður fór verður þá vonandi lagað. Virkilega góður hópur að fara á tónleikana á sunnudaginn og þetta getur ekki klikkað... 7, 9, 13..

Hils

Hjö

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Meira um Rockstar

Allt gert fyrir Ausu!!

Já auðvitað hef ég skoðun á því eins og flestir. Mér finnst þetta mökk skemmtilegt og er alltaf massa spenntur á þriðjudögum. Mér finnst Magni hafa verið góður og átt massíf performance inn á milli. “Awsome” þegar hann tók Dolphins Cry t.d. Hann þarf að eiga topp kvöld í kvöld.. (Sagði sjálfur hafa verið ánægður með það). Hann má ekki detta í meðalmennskuna. Ég hef ekkert vit á þessu faglega, hef bara mínar skoðanir, og ég er viss um að Lucas Rossi og Dilana komi til með að berjast um þetta. Ekki það að mér finnist Rossi bestur heldur virðist hann vera týpan sem passar inn í þetta. Persónulega finnst mér Dilana best og svo finnst mér fáklæddu myndirnar af Storm Large flottar líka!!!!
Stundum finnst mér þetta allt svo óraunverulegt.. Allir með rokk merkið á hendinni, sem var bæ ðe vei “survey for life” merki okkar mælingamanna.. Úff við vorum og erum enn sudda lúðar stundum.. hahahaha.
Finnst svo Brook Burke (ömurlegt nafn) ekki fitta inn í þáttunum. Hún er alltaf (nema síðast) í einhverjum gala kjólum þegar flestir eru nánast berir að ofantattóveraðir alveg til fjandans. En þetta rokkar allt saman og ég gleypi við þessu öllu.

Gefum þessu eitt gott “Hell Yeee”

mánudagur, ágúst 21, 2006

Helgin

Helgin var virkilega skemmtileg. Ég og Ragnhildur hlupum í skemmtiskokkinu og fór Ragnhildur létt með þá 3 km sem voru í boði. Það voru háleit markmið fyrir næsta ár. Ragnhildur 10 og ég allaveganna ½… Klara fór með Hrafn Elísberg í Latabæjarhlaupið og markmiðið eftir það hlaup var að ÉG fer næst. Þetta var massífur troðningur og það var þreytt Klara Gísla sem kom með Hrafn í fanginu eftir hlaup. Eftir okkar hlaup var stillt sér upp við lækjargötuna og beðið eftir að mamma skilaði sér inn í hálfmaraþorninu. Hún tók aldeilis kipp þegar hún heyrði hvatningarhrópin frá okkur og tætti í mark. Verð nú að taka það fram að hún vann sinn flokk, 60-69 ára. Til lukku með það mamma.. Þú ert rokk!!!
Eftir að hafa spásserað í miðbænum eftir öll hlaupin þá var það matarboð hjá Búdda og Gunnþóru eða heima hjá foreldrum Búdda. Það var rudda matur eins og þeim hjónum er einum lagið. Eftir mat var tætt í bæinn að sjá flugeldana og svo var skellt sér aðeins í menninguna í bænum. Það var alveg frábært að reyna að ná í leigubíl…
Verð að koma inn á Rockstar.. Magni að rokka þar og ég er alveg að fíla það en ég er bara ekki að meika KFC auglýsingarnar. Dísús, þær eru að drepa mig.
Ánægður með veðrið síðustu daga.. Sumarið loksins að koma. Myndin er einmitt tekin í blíðunni í síðustu viku, því miður bara með símanum og því mjög óskýr. En þarna er horft yfir Hellisheiðarvirkjun, Skarðsmýrafjall, Sleggjubeinsskarð, Hamragil og nágrenni.

Frá toppi Lambafells

mánudagur, ágúst 14, 2006

Á að drepa mann hérna????

Læðist að mér sá grunur að ég muni aldrei sjá þessa snillinga live?? http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1217949
Djö.. ég er að míga á mig úr stressi að þetta fokkist e-ð upp.... Eins gott að þeir verði reddí 3. sept!!

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Brjáluð kisa

Hvað eiga Mæja 30 og Addi geðsjúklingur sameiginlegt?? Jú kisan okkar ætti að bera nöfn þeirra beggja! Þ.e. Mæja geðsjúklingur. Í gær þorði hún loksins að vera innan um okkur og ekki bak við gardínur og fl. En þá tók hún bara nett brjálæðiskast og var hoppandi og skoppandi fram eftir allri nóttu. Réðist oft á tærnar á mér og sængina þegar ég var kominn upp í. Stökk einhverjum sækópað stökkum á sængina hennar Klöru. Endaði með því að ég hélt á henni í svolitla stund og lagði hana svo inn til Ragnhildar á teppi. Þar var allt slökkt og vonaðist ég eftir að hún myndi sofna. En nei nei, stuttu seinna kom Ragnhildur öll klóruð á hendinni eftir Mæju… Ragnhildur svaf því upp í og Mæja fékk að vera ein frammi.
Svo tók hún aftur nett brjálæðiskast í morgun og hékk í buxunum mínum þegar ég var að bursta tennurnar. Puhe…. Þarf að gefa henni smá Rídalín og vonast eftir að hún chilli e-ð!!!

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Demit Skemit

Já maður getur ekki annað en spurt sig hvort endalok Hjössa Mæló séu framundan? Þoli ekki síður sem hver póstur byrjar á að afsaka hversu langt síðan viðkomandi skrifaði. Þá er nú betur heima setið en af stað farið! Jú nó vott æ mín.
Frábær verslunarmannahelgi að baki og óhætt að segja að við höfum fengið flest veðurbrigði sem íslenskt sumar getur boðið upp á. Lögðum af stað á fimmtudaginn og gistum á Akureyri. Haldið snemma af stað upp í Ásbyrgi á föstudagsmorgninum. Um kvöldið voru svo Sigur Rósar tónlekar inni í Ásbyrgi og það var hreint mögnuð upplifum!! Veðrið gat ekki verið betra.. staðurinn stórkostlegur, helgin rétt að byrja, bjart framundan og allt það… Svo tók auðvitað nett þunglindi við í gær.. allt búið.. helgin, sumarið, löng ferð heim framundan o.s.frv. Svo til að létta okkur aðeins lundina þá pöntuðum við hjónin okkur í gærkvöldi far til DK!!!! Förum barnlaus í nokkra daga og þá er eins gott að vinir mínir í Stones haldi heilsu þangað til.

Svo er fjölgun í Spóahöfðafjölskyldunni!!! Já einn lítill ferfætlingur hefur bæst í hópinn! Kisan Mæja (30) var sótt í gær og flutt á sitt nýja heimili, Ragnhildi (nýju mömmu hennar) til mikillar ánægju.

Almenn leti og þreyta í dag og verið að reyna að ná sér í gang. Ekki mikið unnið, en netið skoðað grimmt í staðinn.

Leti kveðjur
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com