föstudagur, september 30, 2005

Helgin

Þá er síðasta vinnuhelgin mín hérna á Austurlandi að detta inn. Það er víst búið að skipuleggja e-ð húllumhæ á laugardaginn og það er meira segja búið að leigja 2 sumarbústaði á Einarsstöðum undir partæið.. Úff það verður fjeer að mæta í vinnuna á sunnudeginum!!! Vonandi hef ég e-ar myndir þá.

Hils til ykkar og góða helgi

Hjössi feiti.is

fimmtudagur, september 29, 2005

11.446 mínútur

Jæja núna er farið að styttast í dvöl minni hérna á Austurlandi. Ég er í mínu síðasta úthaldi og því lýkur á föstudaginn eftir rúma viku. Til að vera aðeins nákvæmari þá eru það 7 dagar 22 tímar, 48 mín og 28 sekúndur. Sem sagt aðeins 11.446 mínútur þangað til að ég labba út af skrifstofunni hérna á SITE og líklega kem ég aldrei aftur!!!! Hvort það verða endalok Austurlands að Gletting skal ósagt látið, en það er á tandur að þunglyndis skrifunum fer senn að ljúka!!
Það verður skrýtið að fara að vinna á eðlilegum vinnustað og ég er viss um að ég á eftir að sakna þess að vera ekki hérna í látunum og stressinu.
En vissulega spennandi tímar framundan á nýjum vinnustað.

mánudagur, september 26, 2005

Allt að verða reddí

Tja mikið búið að gerast síðan síðustu færslu. Við erum flutt í Spóahöfðann og búin að skila Álftanesinu!! Það er frábært að vera loksins komin inn í Spóahöfðann og ég get ekki sagt annað en að við erum bara rosalega ánægð með húsið.
Auðvitað var spendað soldið um helgina og við skelltum okkur á 2 nýja sófa, ljósir leddarar komnir inn og eru bara mjög flottir.
Fluttum inn á laugardaginn og héldum upp á það með því að skella okkur á Sálina í Hlégarði.. það var fjeer en fjandinn hvað það var troðið þarna inni! Má segja að maður hafi engu ráðið hvar maður var í húsinu, maður barst bara með straumnum..
Skellti mér svo í nuddbaðkarið í gærkvöldi og því hafði ég lengi beðið eftir.. Einn öl með og nuddið sett á og Klöru boðið ofaní......
Frábært að geta flutt inn á undan áætlun! Fyrri eigendur fá + fyrir að afhenda á undan áætlun og svo eru það vinirnir og Hennings: Þessir drengir eru yndislegir.. Þegar ég kom heim á þriðjudaginn, þá var búið að mála mest alla íbúðina. Þar sannaðist að það er svo sannarlega gott að eiga góða að. Þeir fá heimboð fljótlega þar sem boðið verður upp á e-ð fínerí og kaffi og konna á eftir. Takk fyrir hjálpina drengir!
Núna er bara að draga fram myndavélina og smella nokkrum myndum sérstaklega fyrir ykkur sem eruð fjarri Mosfellsbæ. Þið hin komið bara í heimsókn.
Var að koma austur og best að koma e-u í verk!!!

Hjössi

mánudagur, september 12, 2005

Þá er það komið á hreint

Eins og áður hefur komið fram þá er ég búinn að finna mér nýja vinnu og er það á verkfræðistofunni Línuhönnun. Það verður frábært að “koma loksina heim” frá Danmörku. Eftir að við fluttum heim þá hef ég verið meira og minna hérna á Austurlandi. Nú hættir þessi “heimþrá / útþrá” til DK vonandi. Það verður gaman að geta gert venjuleg hluti aftur.. Á móti kemur að nú er eyðslutímabilinu lokið, og hananú. Flottur endir á því hjá Klöru í Þýskalandi. Það er virkilega leiðinlegt að þurfa að hætta á VST en þar sem verkefni fyrir mig í Reykjavík voru af skornum skammti, þá var þetta eina ráðið.
Það er ekki alveg komið á hreint hvenær ég hætti hérna fyrir austan, það á eftir að komast að samkomulagi um það. Smá ágreiningur í þeim efnum, en þetta eru góðir menn og málið verður leyst í mesta bróðerni. Læt ykkur vita hvernig þessi mál þróast.
Aðrar góðar fréttir eru þær að við erum búin að fá Spóahöfðann!! Já áttum ekki að fá afhent fyrr en 1. okt en þetta indæla fólk græjaði þetta bara í gær... Fullt af jákvæðum fréttum og ekki annað hægt að segja en það sé gríðarlega bjart framundan. Núna er bara að mála og kannski láta pússa upp parketið (úff dýrt) og svo bara að flytja inn. Nú reynir á félagana varðandi hjálp við að mála og flytja... Allir velkomnir :-)

fimmtudagur, september 08, 2005

Í fréttum er þetta helst...

Já það mér ánægja að tikynna að Hjössi er búinn að finna sér nýja vinnu!!!! Málið á viðkvæmu stigi.. sei nó mor. Hvenær ég hætti á austurlandi er ekki alveg ákveðið, en það er þó ekki langt í það!!!!
Það var skrýtið að koma heim í konulaust kotið. Klara farinn til Þýskalands að halda Visa kortinu við og að sjálfsögðu að hitta Írisi og Co. Berglind Bjarna með í för og það held ég að þær tvær eigi eftir að æsa hvora aðra upp í að kaupa og kaupa.
Það verður gaman að skipta um hlutverk við Klöru, þ.e. að vera einn heima með krakkana. Samt smá munur á því að vera einn með þau í nokkra daga og einu ári!!
Ekki meira í bili, þarf að fara hafa Hrafn Elísberg tilbúinn á leikskólann.

Góða helgi

laugardagur, september 03, 2005

Enn ein platan

Já við kunnum að sitja fyrir við mælingagúrúar....
Það var einum sem fannst þetta svo plötuumslagalegt að hann “hannaði” 2 slík. Þetta er afraksturinn!!
Þykist vita að flestum ykkar finnst þetta alls ekki fyndið, en þeir sem hér eru finnst þetta ægilega fyndið því “lögin” eiga sér öll e-a skýringu.

Já það er ekki hægt að segja annað en við séum bara massa Cool...
Hjörtur Örn Arnarson og Steini Mæló kynna:

Cool?Posted by Picasa

Hjörtur Örn Arnarson og félagar í The Bechtel Boyz Posted by Picasa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com