föstudagur, apríl 29, 2005

Þungt yfir..

Þungt yfir Austurlandi og Glettingi þessa daganna. Sé ekki fram á að losna héðan í bráð. Ekki búinn að finna íbúð til að brúa millibilsástandið. Andrea dagmamman hans Hrafns Elísbergs þurfti bara að hætta einn tveir og geir, hún er ólétt. Engin dagmamma á lausu og ekki séns að komast á leikskóla strax og langt í að hann komist á hverfisleikskólann sem við viljum að hann verði á. Klara að reyna að klára önnina og Hjössinn aldrei heima til að hjálpa... L
En það kemur nú aldeilis með að lifna yfir Austurlandinu á morgun.. Þá kemur Klara and ðe kids í heimsókn. Við erum búin að leigja bústað á Einarsstöðum, ca. 10 km fyrir utan Egilsstaði. Ég þarf samt að vinna fram á miðvikudag, en það verður munur að fara upp í bústað til famelíunnar í stað “klefans” sem ég er með hérna á FTV (Fjarðaál Team Village). Þau lenda um 17:30 sem þýðir hætta snemma í vinnunni og drífa sig upp á Hérað að taka á móti þeim.
Margumræddur Steini Mæló og fjölsk. ætla að koma í grill á lau kvöldið og þegar við ákváðum þetta í gær þá fannst Steina tilvalið að stíga út úr bílnum og veiða e-ð í matinn. Alltaf með hólkinn reddí í bílnum...Villimaður?? Ójá...

Rigningarkveðjur að austan
hoa

laugardagur, apríl 23, 2005

Daginn

Góðan daginn
Kominn laugardagur og maður getur ekki hugsað annað en að núna sé farið að styttast í fríinu mínu :(
Hérna sitjum við feðgar saman og drekkum kaffi, eða ég drekk kaffi og hann að baksa við að borða Cheerios. Klukkan að verða 7 og erum við að hlusta á RÚV og bíða eftir fréttunum. Hann vaknar alltaf svona snemma, 6:30 í morgun og 6 í gær... En skítt með það, það er alltaf jafn gott að rífa sig á fætur og "chilla" saman fram eftir morgni, eða þangað til að Ragnhildur og Klara vakna. Klara fær yfirleitt að sofa aðeins lengur þegar ég er heima, eða allaveganna um helgar, ég tými ekki að missa af neinu...
Það verður að minnast á að Grundartanginn er seldur, það tók ekki nema eina helgi að selja hann.
Það er að vísu eitt vandamál sem kom upp við það.. Við þurfum að afhenda 15. ágúst en fáum ekki okkar fyrr en 1.okt. Það er því 1 og ½ mánuður sem við þurfum að græja einhversstaðar. Frekar fúlt en það er bara að reyna að gera gott úr því og spurning um að hanga á Hlemmi á meðan. Alltaf kunnað vel við Hlemm.

Fréttir frá Árósum, Búddi og Gunnþóra búin að eignast strák, búið að nefna hann Leo..Innilega til lukku með það!!!!

Jæja Hrafn búinn með 4 cheerios skálar og farinn að ókyrrast í sætinu. Best að fara í smá boltaleik og æfa undirskotin.

hoa

sunnudagur, apríl 17, 2005

Gangur í þessu....

Tja það er ekki annað hægt að segja en að það sé allt að verða vitlaust í Grundartanganum... 4 búnir að skoða og sá 5 á leiðinni í kvöld. Tilboð komið og það ekki af verri endanum. Ég á að svara því tilboði kl 12 á morgun (mánudag). En svo var okkur tilkynnt að það kæmu fleiri tilboð í fyrramálið. Þetta verður spennandi. En meira um það síðar, læt ykkur vita sennilega á morgun hvernig þetta fer allt saman. En svona fyrir áhugasama þá getið þið séð lýsingu og myndir af Grundartanganum hérna.
Back to work...

Grundartanginn Posted by Hello

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Tíðindi úr Mosó

Já góðir hálsar.. Hjössi búinn að taka gagntilboði og Klara Gísla búin að kvitta undir kaup á húsi í Spóahöfða, neðri hæðin. Nú er bara að standast greiðslumat og svo að selja Grundartangann. Vill e-r kaupa????
En það er einn hængur á þessu öllu saman. Við fáum ekki afhent fyrr en 1.okt eða í síðasta lagi þá. Þannig að það eru enn nokkrir mánuðir eftir í Grundó, sem er svo sem allt í lagi. Auðvitað hefði ég viljað fá íbúðina fyrr, en það er ekki á allt kosið í þessu. En jæja, ekki meira í bili...

Hjössi að flytja í Spóahöfða Posted by Hello

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Dilemma

Sælar
Hjössinn kominn aftur austur og get ekki sagt að það sé nein gleði og hamingja. Hér er skítaveður, sjókoma og hávaðarok. Helgin var fín að venju, spenduðum fullt af monní, fórum í Skorradalinn í bústað, gifting á laugardaginn og så videre...
Annars erum við í smá klemmu.. Okkur bráðvantar stærra húsnæði, en ég er ekki viss um hvenær ég get hætt í Fjarðaálsverkefninu. Nenni ekki að standa í að kaupa og aldrei heima. Ég er búinn að nefna við Klöru að flytja bara hingað austur, í eitt ár eða svo. Það er bara ekki hægt að vera áfram svona lengi í burtu. Klara tók alls ekkert illa í það en þetta er nú bara hugmynd og ekkert hefur verið ákveðið. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá sáum við í gær helvíti fínt hús til sölu í Mosó.. En jæja þetta skýrist á næstu dögum, vikum...
Smá grín með.


Karlremba? Posted by Hello

sunnudagur, apríl 03, 2005

1. apríl

Þetta með mömmu var bara aprílgabb, hún er ekki ólétt af tvíburum. Allaveganna ekki svo að ég viti.
Bjögga sagði lítið við þessu en þau fáu orð sem komu upp úr henni voru: “Það ætti að leggja þig inn drengur” Viðbrögð frá Hennings veit ég ekkert um, enda er kallinn ekki líklegur að lesa svona vitleysu.
Duran Duran að koma til landsins og því hef ég ákveðið að safna aftur skotti. Úff það var töff...

Hils
Hjössi Töff

föstudagur, apríl 01, 2005

Fréttir

Þá er kominn tími á fréttir....
Nú er ég bara að verða stóri bróðir. Haldið þið ekki að hún Bjögga sé ekki bara ólétt og af tvíburum í þetta skiptið. Mamma hringdi í mig í gær og sagði mér tíðindin og það er víst komið í ljós að þetta séu strákar. Hún er nú þegar búin að nefna þá og eiga þeir að heita Hjörtur og Örn. Gaman að þessu og ég get ekki sagt annað en ég hlakki mikið til að verða stóri bróðir.
Til hamingju mamma og pabbi!!!

Eiga von á tvíburum Posted by Hello
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com