mánudagur, júlí 25, 2005

Ekki er öll vitleysan eins

Já stundum á maður það til að haga sér eins og fífl. Í gær héldum við smá kveðjupartý fyrir Paulius sem er mælingamaður og er að hætta hérna og fara heim til Litháens. Við fórum upp í Hallormsstað, og grilluðum í blíðskaparveðri í Atlavík. Eftir grill var haldið á Lagarfljótsorminn og farið í siglingu. Þegar dallurinn nálgaðist bryggju þá tóku nokkrir vitleysingar sig til og henntu sér út í ískalt Lagarfljótið, sem er bæ ðe vei jökulvatn. Þetta vakti auðvitað mikla kátínu þeirra sem voru á bátnum og einnig þeirra sem voru við fjöruborðið. En eitt get ég vottað.. Þetta var andskoti kalt og langt þangað til að ég geri þetta aftur.... En þetta var samt fönný meðan á stóð..

hils úr sólinni


Hjörtur Örn Arnarson og aðrir ofurhugar Posted by Picasa

laugardagur, júlí 23, 2005

Úr einu í annað

Sælar
Mikið andskoti var nú gaman í Eyjum!! Étið eins og skepna og drukkið eins og svín.. En það var nú líka farið í göngutúra, fjallgöngu, bíltúra, tívolí, spilað golf og svei mér þá ef ég hafi ekki fengið smá golf bakteríueinkenni, enda völlurinn svakalega flottur og landslagið verður nú ekki mikið flottara er þarna. Húsið sem við vorum í var bara ágætt, en það vantaði nú soldið upp á basic hluti, borðbúnað og fl. En það var nú ekkert verið að væla yfir því og Stebbi og Björk foreldrar Jóns Viðars redduðu öllu. staðsetningin á húsinu skemmtileg og leikvöllur við hliðiná. Ekki skemmdi það fyrir að það kom e-ð ferðatívolí og plantaði sér við húsið og það vakti mikla lukku hjá krökkunum. Núna er stefnt á að gera þetta að árlegri ferð.
Okkur Klöru datt í hug að leyfa Ragnhildi að fara í heimsókn til DK, en það er auðvitað allt upp pantað. Það var samt laust núna 23 ágúst en þá eru amma og afi ekki komin í frí og þá þyrfti hún að hengja sig á að Emilia vinkona hennar væri heima og hún fengi að vera þar. Æji það hefi verið gott fyrir hana að komast aðeins út, henni leiðist víst soldið heima fyrir og svo væri gaman að halda dönskunni við. En koma tímar koma ráð.
Skellti mér í golf í gær á Eskifjarðarvelli með Bjössa Hák. Gott ef ég sé ekki að taka smá framförum.. Svo var farið yfir á Norðfjörð í mat. Svarta þoka lá yfir fjörðunum (og gerir enn) og ég sá ekki milli vegstika...En þegar komið var upp að Oddskarði þá keyrði maður úr þokunni og í brakandi sólskyn. Kodak moment góðan daginn!! Þokan lá eins og ullarteppi yfir fjörðunum og svo stóðu tindarnir upp úr og sólin skein á þá..... Vá .. kallinn gaf sér tíma í að stoppa og fara út að dást að þessu. En enginn kubbur með og því verða frásagnirnar að nægja.. Góð saga maður....

föstudagur, júlí 08, 2005

Iceland

Rakst á þessa síðu um Ísland.

http://uncyclopedia.org/wiki/Iceland

Skemmtileg lesning.

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Afmæli

Klara sæta á afmæli í dag.. Til hamingju skat

Ragnhildur sá um að föndra afmælisgjöf og í morgun vakti hún hana með afmælissöng. Þetta er að verða að hefð hjá okkur í fjölsk. og þegar Ragnhildur átti afmæli um daginn þá vöktum við hana með afmælistertu og söng. Ragnhildur dó ekki ráðalaus í morgun, náði í vatnsmelónu og tróð kerti þar ofaní og fór inn til mömmu sinnar og söng... Vel gert Ragnhildur!!!
Annars er það að frétta af austurlandi að skítaveðrið sem er búið að vera hér síðustu vikurnar, lætur engan bilbug á sér finna og heldur sínu striki...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com