sunnudagur, nóvember 26, 2006

Tíðindi úr Mosó

Já óhætt að segja að það séu tíðindi frá Mosfellsbænum!! Festi á föstudagskvöldið kaup á 1 stykki lóð!! Já lóð! Lóðin er í Leirvogstungu, nánar tiltekið Kvíslartungu 82 (svæði 5).
Þetta ferli tók ekki nema ca 2 daga og ekki lengra en vika síðan að ég harðneitaði að fara “alla leið” upp í Leirvogstungu. Enn skjótt skipast veður í lofti og núna eru byggingaframkvæmdir fram undan. Næstu 2 ár verða því án efa nokkuð strembin, en eins og þeir segja “No guts no glory...” Enn og aftur sannaðist að það er gott að þekkja fasteignasalann í Mosó.. Hann átti sinn þátt að þetta gekk upp.
Í Kvíslartungunni eru margir góðir menn að fara að byggja, fyrstan ber að nefna Björn nokkun Hákonarson, Svanni Pizza á móti, Jói Formaður og ég vænti þess að það sé stutt í Nonna Nef vin minn!!
Þið megið búast við að ég liggi á ykkur öllum um greiða, hjálp og allt sem getur orðið að liði í barátunni... :)

Hrafn og Patti, myndin tekin af lóðinni okkar

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Hádegis getraun

Þetta er ekki hægt
Ég er varla búinn að ýta á publish þá er svarið komið!!!!
Ætla að svara með nýrri erfiðari…
Hvaða staður er þetta..

Fer að hætta með þessar getraunir…

??

Getraun vikunnar

Þá er kominn tími á nýja „lúðagetraun”
Var að spá í að herma eftir geysivinsælum getraunum KG og koma með vísbendingar, en nei ég held mér við mína aðferð. Svo er bara að vona að svarið komi ekki alveg med det samme!!

En nú er spurt um stað!!

??

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Merkilegt

Hvað maður getur látið íþróttir fara með skapið á sér. Man U tapaði núna rétt áðan og ég var hreinlega ekki að meika það.. Stundum kippi ég mér ekkert upp við það en áðan þá varð ég rétt eins og Einar Bolla lýsti hér um árið... "alveg brjálaður" Lamdi borð og veggi eins og óður maður. Bjögg Magg var nú ekki skemmt þá!! Er því í fýlu núna og til að bæta gráu ofan á svart þá er AFTUR Svo þú heldur að þú getir dansað í sjónvarpinu. Þetta var líka í gær.. Fjandinn...
Vona að reiðin renni af mér í nótt og hver veit nema að það sé kominn tími á eitt stk lúða getraun eins og Klara kallar það, á morgun.

hoa

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Frábært

Daginn
Mikið rosalega fannsr mér skemmtilegt að sjá allan þennan snjó í morgun. Ragnhildur var að fara að keppa og Klara lagði af stað kl 07:10 af stað með hana!! Ótrúlegur tími... En það sem gladdi mig var að það hafði safnast ansi mikill sjór í götuna og hún því með öllu ófær fólksbílum! Klara þurfti nú bara rétt að hvísla því að mér og ég rauk á fætur til að geta sett í 4WD.... Mokaði planið fyrir þær drottningar og ruddi götuna aðeins með jeppanum og allt þetta fyrir kl 7 á sunnudagsmorgni... Þykist vita að strax upp úr 10 þá verða allar stærri götur orðnar auðar :-(
Það er óskandi að það snjói áfram. Allt miklu bjartara með snjó yfir öllu!

hoa

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Don't hate the player, hate the game!!!

Dísúús.. Horfði á þátt núna rétt í þessu sem heitir The Player. Var að spá í að hrauna yfir þáttinn en áttaði mig á því að ég sat og horfði á allan þáttinn!! Finnst mér þá ekki hafa rétt á að rífa kjaft. En það voru nokkur kjánahrollsmóment, það er á tandur... En píurnar eru flottar!!
Spái samt að Ausa vinkona mín komi til með að hafa sterkar skoðanir á þessum þætti.
Ragnhildur er að fara að keppa um helgina, sem er allt gott og blessað nema hvað á sunnudaginn á hún að vera mætt út í kópavog kl. 07:30!!! Vods obb hérna maður??? 07:30! Hafa þessir menn ekkert ríspekt fyrir smá steik og rauðu á laugardagskvöldum??
Sjitt hvað Ásdís veðurfréttakona á Rúv er hot í kvöld!!!! Heyrru.. hef ekki tíma í meira.. Tony Soprano er að byrja..


Hjössi feiti.is

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Smá innskot

Verð að koma inn á Boot Camp baráttuna. Steig á vigtina hjá þeim í dag áður en tíminn byrjaði. Var bara að ath sjálfur hvort ég hefði nú ekki lést e-r ósköp! En nei nei.. ég hef þyngst um 300 gr. What’s up???? Leyfi mér að vona að það sé vegna þess að óhreyfðir vöðvar síðustu ára hafi tekið smá kipp og éti upp fitubrennsluna? Ætla allaveganna að telja mér trú um það..
Búinn að gera eitt góðverk í dag.. Lagði inn á stelpu.. konu? (jafngömul mér) sem er 3 barna einstæð móðir sem er að berjast við krabbamein. Henni veitir ekki af því að einbeita sér af sínum bata og vonandi að hún þurfi ekki að hafa miklar fjárhagsáhyggjur. Hún heitir Ásta Lovísa og það er óskandi að hún nái að sigrast á þessum andskota! Vona að margir sjái sér fært um að styðja hana.
Þarf stundum að heyra svona lagað til að hætta að væla sjálfur yfir einhverju sem skiptir alls engu máli…

hoa

Hitt og þetta

Fór að sjá Mýrina í gær, fín ræma þar á ferð en mér finnst þetta kannski ekki alveg eins suddalegt eins og margir hafa talað um. En jú jú skemmtileg og vel leikin mynd. Alltaf gaman að horfa á íslenskar myndir. Klara var ekki alveg sátt við myndina, held að hún hefði viljað sjá CSI Reykjavík mæta á svæðið og leysa málið bara á nettum hálftíma. Hún horfir greinilega of mikið á sjónvarpið!!
En talandi um Klöru þá er ég að spá í að gefa henni fallega peysu í jólagjöf. Værið þið til í að segja ykkar skoðun á hvaða peysu ég á að velja..
Annars allt rólegt hjá mér. Hef lítið getað skrifað hér inn eftir árásirnar í síðustu kommentum. Búddi danski reyndi að stappa í mig stálinu og ég er allur að skríða saman.
Hef líka ákveðið að koma með nýja getraun á næstunni og láta ekki vinsældir getraunanna hennar Klöru stoppa mig! Verð víst að viðurkenna að þær voru ögn vinsælli en mínar, ég er að vísu með mun þrengri markhóp!! :)

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

„Étið eins og hross”

Ég veit ekki hvernig það er með aðrar konur þegar þær fara á sitt mánaðarlega tímabil (alltaf átt bágt með að segja blæðingar eða túr) hvort þær hámi mikið nammi eða éti svakalega mikið eða e-ð. En ég er viss um að ég fer í hverjum mánuði á e-ð tímabil.. Nema að það tímabil heitir „étið eins og hross” tímabilið.
Ég bara ræð ekki neitt við neitt. Réðist í gær á skinkusalatið sem er inní ísskáp í vinnunni, dreif mig svo eftir vinnu í barnaafmæli og hámaði kökur, kom heim og gat ekki beðið eftir að krakkarnir sofnuðu, því þá var ráðist á gamlan linan snakkpoka og stóran Nóa súkkulaði rúsínukassa og 2 l kókflaska drukkin af stút. Fór með þetta allt upp í rúm og hámaði eins og vindurinn. Klara sagði að ég væri sjoppulegur.. Bætti svo að vísu við að ég væri ded sexý, þar sem ég var í sokkunum og í hlýrabol.
Veit að það fer um margan kvenmanninn núna þegar þær hugsa um mig bara í sokkunum og hlýrabolnum, með 2 l kók í vinstri og snakk og rúsínur í hinni… újejejeee

mánudagur, nóvember 06, 2006

Tuð og smá getraun

Fínasta fótboltahelgi búin og gott ef ég horfði ekki á 6 leiki yfir helgina. Vel gert það og allt fór þetta á þann veg sem að ég vildi.
Snúum okkur samt að smá tuði. Mikið rosalega er asnaleg auglýsingin á plötunni hennar Hildar Völu! Mér finnst þetta eins og skets úr Fóstbræðrum. Ekki skánar það með nafninu á plötunni, Lalala. Svo er að ég held Regína að auglýsa nýja plötu og það er nákvæmlega eins.. hún labbandi úti í kápu, næstum því jafn asnalegt og hjá Hildi Völu.
Sá sýnt í Helgarsportinu í gær, myndir frá Fitness keppninni um helgina.. Já hérna hér.. Mér fannst kerlingarnar eins og austur evrópskar mellur. Bikiníið rétt um 3 cm í þvermál, svoleiðis togað upp í You know what!! Suddalega málaðar og allar appelsínu gular á litinn. Svo toppuðu þær þetta með því að vera í svakalega klámmyndalegum háhæla skóm! Nenni ekki að tala um „sundskýlurnar” sem kallarnir voru í!
En úr asnalegu fólki yfir í hermikráku síðuna hennar Klöru! Þar er boðið upp á getraunir og koma þær ört þessa daganna. Var að tala við eina vin minn hann Steina Mæló um helgina og þá sagði hann einfaldlega.. Það toppar ekkert þínar getraunir Hjössi minn!!!
Takk fyrir þetta Steini…
En ég verð að reyna að halda í við Klöru Gjé og kem því hér með eina lauflétta getraun!

Spurt er um nafnið á þessari leikkonu? Heimta að svarið verði komið innan 30 mín frá birtingu!!!

Hver er leikkonan?

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Getraun vikunnar

Að þessu sinni er spurt um bæ.

Gúd lökk!!


Hvað heitir bærinn?
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com