mánudagur, maí 30, 2005

Farinn til Spánar

Jæja þá er Hjössinn búinn að yfirgefa Austurland og er á leiðinni til Spánar.
Ég læt örugglega ekkert í mér heyra næstu 2 vikurnar... En þið sem heima sitjið og eruð að spá í hvernig veðrið er hjá mér þá er bara að smella HÉR

Bless á meðan...

Hjössi

miðvikudagur, maí 25, 2005

10 worst album covers of all time

þriðjudagur, maí 24, 2005

Allt fyrir Búdda

Já lítið mál Búddi...
Það eru engir yfirmannaskálar á FTV (Fjarðaál Team Village), þannig að það er bara blöndun. Við HRV (Hönnun, Rafhönnum og VST) fólk höfum nú samt rottað okkur saman í skála.
Herbergin er kannski ágæt en viðbjóðslega hljóðbær. Þú reynir að sofna áður en gaurinn við hliðiná á þér sofnar, þ.e. ef hann hrýtur. Þú getur hlustað á nágranna þinn tala í símann. Þú rekur ekki við án þess að næstu 2 herbergi verði vör við það. Stundum tala ég við Binna (nágranna) án þess að hækka róminn í gegnum vegginn. Skálarnir eru að fyllast af pólverjum í absúr náttfötum, við erum að tala um sundlauga blágræn frottí náttföt, sloppa og bara pjúra viðbjóð. Kunni vel að meta einn pólverjann um daginn, hann gekk nú bara um á nærunum (gömlu góðu afa nærbuxunum) og mætti þar einni stelpu sem vinnur með okkur, hann hristir á sér bumbuna, tekur netta sveiflu og spyr með pólks/enskum hreim: SEXY??? hhaah vell done það. Annars eru mösssthessin (yfirvaraskeggin) að gera gott mót hjá pólverjunum og virðist þetta vera þeirra helsta stolt.
Á myndinni sem tekin var í lok apríl þá eru upp komnir 27 af 55 skálum. Búist er við að það verða ca. 1500 manns á næsta ári.
Það lýtur út eins og ég hafi ekkert að gera? En allt fyrir lesendur Austurlands að Glettingi..

hoa

Starfsmannaþorpið Posted by Hello

mánudagur, maí 23, 2005

Gengur á með éljum

Jæja búinn að endurheimta usernamið og passvördið. Mættur aftur austur og það voru ekki hlýjar móttökur hérna. Snjór yfir öllu, skítkalt og éljagangur. Þetta er skandall Bragi.... En ég get huggað mig við að ég er að fara til spánar eftir 8 daga.. ohhh það verður næs.
Gekk endanlega frá kaupunum á Spóahöfðanum í síðustu viku, var rukkaður um þetta margumtalaða umsýslugjald, ekki parsáttur við þann andskota.

Meika ekki tapið hjá Man Jú um helgina.. Það verður seint sagt að boltinn sé sanngjarn.

Svo finnst mér fönní að segja frá að það er einn mælingamaður sem var að byrja á VST sem er í hljómsveit sem ber nafnið Austurland að Glettingi og búin að vera til í mörg ár, gaman að því... Samt nokkur ár síðan þeir kumpánar spiluðu síðast, en heyrst hefur að comeback sé á næsta leiti. Ég hlýt að vera á gestalistanum...

Loftmynd af FTV í kaupæti

Starfsmannaþorpið Posted by Hello

föstudagur, maí 13, 2005

Yfirlýsing

Ég sé mig knúinn til að draga til baka nokkrar þær fullyrðingar sem komu fram í gær. Kobbi Lee á ekki þessa meðferð skilið. Auðvitað eiga flestir einhverjar neðrideildar rimmur á bakinu, og þ.m.t. Mr. Lee. En það er kannski ofsögum sagt að þau hafi verið ófá tonnin sem hafa legið. Og auðvitað á Litli Lee líka toppleiki á ferilskránni, því verður ekki neitað. Síminn hjá mér stoppaði ekki í gær þar sem fólk lét mig heyra það og flestir voru á því máli að Jakúp ætti þetta ekki skilið. Það er kórrétt og það eina í stöðunni er að taka þessi orð mín til baka. Ég veit að Lee brotnar ekki við þessi skrif, heldur rís hann upp á tærnar og mætir sterkari til leiks en nokkru sinni fyrr. Ég spái glæsikvendi á föstudaginn hjá Lee sem endar í rudda rabbit. újejejeje.
Koma sooh Leeeeee.

Hjörtur Örn Arnarson

fimmtudagur, maí 12, 2005

Á leiðinni..

Sælir þið andskotar þarna úti.
Næs veððer loksins á Austurlandi og ekki sérlega gaman að vera inni á skrifstofu. Best að reyna að finna sér e-ð að gera úti og fá smá sól í fésið.
Skellti mér í smá bolta með Litla kallinum um helgina, og ég er enn með sperrur. Aldeilis formið sem maður er í!!!! Er búinn að vera á leiðinni í 2 mánuði að hreyfa mig en er ennþá bara á leiðinni, spurning um að vera góður við sjálfan sig. En eitt get ég huggað mig við.. Að ég verð aldrei eins feitur og mannfjandinn hann Kobbi Lee. Júlíus frændi hans og vinnufélagi sagðist heyra hann fitna á daginn. En ég veit að Jakúp er með metnað og hann lofaði mér því að verða aldrei það þungur að hann slagaði upp í þyngd bólfélaganna sinna. Ófá neðrideildar tonnin sem Kobbi hefur farið á gegnum tíðina....

Læt hér eina loftmynd af svæðinu fylgja með...

Álverslóðin Posted by Hello

þriðjudagur, maí 03, 2005

Klara á Austurlandi

Jæja þunglyndispósturinn búinn að vera allt of lengi sem 1. frétt.
Eins og áður hefur komið fram þá er Klara og krakkarnir hérna f. austan og gistum við á Einarsstöðum í sumarbústað.
Það var víst mikil ókyrrð í loftinu þegar þau komu hingað á laugardaginn. Ég mætti að sjálfsögðu á völlinn og beið spenntur, en aldrei komu þau út úr vélinni.. Hvúr andskotinn hugsaði ég.. En þá var mér tjáð af e-m kumpána að það væri kona með 2 börn enn inní vélinni. Það var vissulega léttir, en ástæðan var sú að flugið fór e-ð illa í Hrafn Elísberg og hann kastaði upp yfir mömmu sína rétt um það bil þegar vélin var að lenda.. næs. Svo sagði hann bara “ æjæjæjæ” eftir uppkastið.. Hann var nú fljótur að hressast og er hinn sprækasti, dag sem nótt... Búinn að vera e-ð að ruglast e-ð upp á síðkastið.
Klara er í túristapakkanum á meðan ég er í vinnunni, minjasafn í gær, sund og fleira.

Smelli kannski inn myndum á morgun...

hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com