sunnudagur, október 31, 2004

Sunnudagar á Egilsstöðum

Þá fyllist bærinn af starfsmönnum Impregilo. Þeir ráfa hér um bæinn og vita ekkert hvað þeir eiga að gera af sér. Flestir skella sér í Kaupfélagið eða Bónus og kaupa upp allan Pilsner (óheppnir að koma á sunnudegi þegar ríkið er lokað) aðrir væflast um og reykja. Afgreiðslustelpurnar fá fullt af bréfum og símanúmerum!!! Náttúran aldeilis farin að kalla eftir nokkra mánuði uppá fjöllum. Skellti mér út í kaupfélag áðan og þar flissuðu allar stelpurnar í takt og bæði kínverjar og Portúgalir að deila út símanúmerum. Hhahahah skemmtileg upplifun þetta. Tilvalið tækifæri fyrir ljótt kvenfólk að skella sér til Egilsstaða á sunnudögum, þá geta allir fengið e-ð við sitt hæfi!!!!
Það er sagt við starfsmenn Impregilo þegar þeir eru ráðnir til Íslands að það séu 2 tímar í stóran bæ, eða one of Iceland’s largest towns. Hhahahha það held ég að þeir verði fyrir vonbrigðum þegar hingað er komið. Egilsstaðir er fallegur bær en afþreyingamöguleikar af skornum skammti.
Bíð eftir því að sjá Stebba Geir e-n sunnudaginn hérna með Kínverjunum, kaupandi sígarettur og pilla....

Bechtel... Þetta er ekki hægt

Nú get ég ekki orða bundist lengur.... Bechtel er fyrirtækið sem er með umsjón með að reisa álverið hérna þannig að við erum að vinna fyrir þá. Áður en ég byrjaði þá þurfti ég að undirrita siða og vinnureglur. Þar er tekið fram hvað má og hvað má ekki. Það er t.d bannað að vera með e-ð klámfengið efni, áfengi, glerflöskur eða glös, skotvopn og sprengiefni. Skil þetta með sprengiefnið en þetta með klámið finnst mér ekki vera þeirra bisness. Svo eru allar reglurnar! Það má ekki keyra með opinn glugga nema að vera með öryggisgleraugu, það má ekki fara ofan í skurð dýpri en 1.30 m, það mátti ekki vera í stuttermabol vegna hættu á að fá húðkrabbamein, það má ekki verða með farsíma á vinnusvæðinu, bannað að vera með myndavélar, bannað að pissa úti og svona mætti halda áfram. Á hverjum þarf að skrifa áhættugreiningu á hvað maður ætlar að gera yfir daginn. Þá þarf maður að segja hvaða hættur geti skapast og hvernig maður ætlar að reyna að minnka þá hættu. Td. byrja ég á því að taka GPS tækin út í bíl og þá get ég klemt mig, tognað í baki, hrasað og fl. Þá þarf ég að passa mig á oddhvössum hlutum, lifta rétt, horfa hvar maður stígur, vera í góðum skóm o.s.frv. svo er að keyra út á vinnusvæðið.... setja tækin upp... úfff. En auðvitað kemst þetta upp í vana. En þá er ekki öll sagan sögð. Frétti af því í gær að Bechtel starfsmenn hefðu verið að taka menn í áfengistjekk, þ.e. nokkrir þeirra sem voru að keyra eða á vinnuvélum voru tjekkaðir fyrir áfengi í blóðinu. Það voru allaveganna 4 sem voru teknir fyrir "drunk driving" (Þeir voru á pöbbinum kvöldið áður og enn með smá fengi í blóðinu). Starfsmenn þurfa að fara í áfengis og lyfjapróf inn á milli. Svo eru e-ð security fólk út um allt, það eru öryggisverðir í byggingum starfsmanna og maður þarf ALLTAF að að vera með work permit á sér. Ef e-r ætlar að kíkja í heimsókn til mín í Campinn þá þarf ég að láta Bechtel vita með 48 stunda fyrirvara og þá þarf viðkomandi gestur að fara á öryggisnámsskeið áður en hann getur heimsótt mig.
Sjammón hérna, þetta er verra en á Hrauninu!!!!!!

laugardagur, október 30, 2004

Bubbi Morthens

Skellti mér á tónleika á Hótel Valaskjálf með Bubba Morthens í gær. Ég verð að segja það að kallinn var bara helvíti góður. Hann spilaði mikið af nýju plötunni en gamlir og sígildir smellir eins og Sumarið er tíminn inn á milli. Mjög flottur fluttningurinn hjá honum á því lagi. Í dag er vinna og enginn afsláttur þar, mættur rétt fyrir 7 að vanda. Er því búinn að vera latur í dag og vona ég hér með að enginn yfirmanna minna lesi þetta nokkurn tímann. Fór heim milli 2 og 4 til að horfa á fótbolta. Hefði betur sleppt því, þvílík hörmung hjá mínum mönnum.. tapa fyrir Portsmouth 2-0.... Þetta er skandall Bragi!!!!

Það var því unnið lengur í kvöld og borðað á Söluskálanum.. yet again. Klara og krakkarnir í lambalæri hjá Elísu á meðan.. Úff hvað ég væri til í lambalæri.

VST er með jarðskjálftamæli í gömlu hlöðnu húsi inni á Reyðarfirði og þangað þurfa mælingamenn að kíkja inn á milli og ath hvernig þau mál ganga. Síðast þá gleymdi einn ónefndur mælingamaður að loka töskunni sem mælirinn er í og í dag þegar kíkja átti aftur á mælinn þá blasti við frekar ógeðsleg sjón. Það var eins og allar mýs á Austurlandi hefði notað töskuna sem kamar síðustu vikurnar. Taskan var full af músaskít og "músapissi". Greyið Björn Sveinsson útibústjóri hér á EG kúgaðist mikið þegar hann var að hlúga að tækinu og hreisa það af skítnum.

Jæja best að fara út í söluskála og borða þar ...í 3, skipti í dag.

Go' weekend

föstudagur, október 29, 2004

Yasser Arafat

כוחות הכיבוש הישראלי ממשיכים בתוקפנותיהם נגד עמינו הפלסטיני ,ומשתמשים בכל סוגי הנשק ואמצעי הלחימה נגדו תוך כדי הטלת מצור,עוצר וכיבוש רוב הערים, העירות, הכפרים ומחנות הפליטים,ופשיטות על

Ætli dagar Nóbelsverðlaunahafans séu brátt taldir?
Það má örugglega áætla að pótitískir dagar hans séu taldir. Allt vitlaust á Vesturbakkanum??? Hann er núna í París þar sem er verið að reyna að lappa upp á hann.
Mér hefur alltaf þótt merkilegt að þessi umdeildi maður hafi fengið Friðarverðlaun Nóbels!
Þau fékk hann árið 1994 fyrir þátt sinn í að koma á friði milli Palestínu og Ísraels.
VST var á sínum tíma með verkefni á Vesturbakkanum, Kristján Sigurbjarna var þá að chilla með Yasser.
Ætli það sé búið að sprengja allt það sem VST var með í að reisa á sínum tíma?



„Sá sem hefur réttlátan málstað að verja getur ekki talist hryðjuverkamaður”
(Arafat, 1974).

Hang in there Yassie!!!!

Upplýsingar sem er gersamlega tilgangslaust að vita, en samt les maður þetta.

  • Að einu þjóðirnar í heiminum með hreinna vatn en Nýja Sjáland er Ísland og Canada
  • Að 0,7% Bandaríkjamanna eru í fanglesi
  • Að hermenn og lögreglumenn í Dóminíska lýðveldinu mega ekki greiða atkvæði
  • Að þú getur farið í fangelsi fyrir að greiða ekki atkvæði í Chile, Egyptalandi og fiji
  • Að meðallengd fangelsisdóma í Kólimbíu er 137 ár !
  • Að konur í Mexico eyða 15,3% ævi sinnar veikar.(fyrir utan“venjulega” hausverkinn)
  • Að 2/3 af öllum aftökum í heiminum eru í Kína.
  • Að það eru 22 þjóðir sem eru með meira en helmings ólæsi, 15 eru í Afríu
  • Að Suður-afríka er gikkglaðasta þjóð í heimi, flest morð með skotvopni.
  • Að ef það vantar snillinga þá eru þeir á Íslandi, það eru 3,5 nóbelsverðlaun á hverja milljón íslendinga !!!
  • Að fólk í Malasíu fer minnst í bío í öllum heiminum.
  • Að einn af hverjum þremur er smitaður af aids/hiv í Botswana og Zimbabve
  • Að Lybía er eina landið sem er bara með einn lit í fánanum
  • Að Japan er með 52 kjarnorkuver, og ætlar að byggja 12 í viðbót.
  • Að Svíþjóð og Noregur eru í top 5, í stríðs-neyðarhjálp og í útfluttningi vopna.
  • Að Bandaríkjamenn nota meiri orku en, Indland, Mið-austurlönd, suður Afríka, Afríka, suð-autsur asía og Ástrlasía samanlagt, meira en 3,1 milljarður manna.
  • Að það eru 38 ferkílómetrar á mann í Grænlandi.
  • Að USA eyða meiri pening í herinn enn næstu 12 þjóðir á listanum, samanlagt !!!
  • Að verkafólk í Kína telur, 706 milljón manns, 3sinnum meira en Evrópa.
  • Að USA, Ástralía, Kanada, Nýja Sjáland og Ísland eru með flestu þjóðgarða og friðuðsvæði í heiminum.
  • Að Ísland myndi alltaf vinna júróvisíon ef það væri deilt í stiginn með höfðatölu.
  • Að 41% af fátækasta fólki í heimi er í Indlandi (þeir eru örugglega á lánum frá LÍN)
  • Að Danir eru i 1.sæti yfir þjóðir sem fara oftast í verkfall og Íslendingar eru í 2.sæti.
  • Og síðast en ekki síst: Að það er ekki fitandi að drekka bjór í köldum löndum, líkaminn notar meiri orku til að hita upp bjórinn en það sem er í bjórnum.

Það er svo gott að vera íslendingur, við erum alltaf best í öllu.......
allavega miðað við höfðatölu!

Við þökkum Gústa púst fyrir þessar upplýsingar!!

fimmtudagur, október 28, 2004

Kúlurnar

Hérna fyrir austan vann ég fyrstu vikurnar mikið með honum Steina. Ég kalla hann Steina mæló eftir nafna hans úr Mosfellsbæ. En Steini berst við sjúkdóm sem er kúluát. Ég smitaðist af sjúkdómnum og át kúlur í tíma og ótíma. Við gerðum það að vana að fara eftir mat í hád. og kaupa stóran Nóa kúlupoka. Á leiðinni upp á vinnusvæði var síðan ekki sagt orð.. þá var einbeitt sér að því að háma kúlur. Svo var farið út að mæla og ca. ein lúka af kúlum með. Oftar en ekki gerðum við okkur ferð fram hjá Golfinum og teygt sig eftir einni lúku. Við urðum strax vinsælir hjá vinnumönnum á svæðinu því stundum vorum við í góðu skapi og buðum upp á kúlur. En í dag er annað upp á teningnum, ég er hættur að fara með Steina inn á Reyðarfjörð, er bara hérna á Egilsstöðum. Þessi breyting hefur læknað mig af kúlusjúkdómnum. Í dag borða ég ég bara HEILSUnammi... ohhhh það er svo gott, súkkulaðihúðaðir bananar og hnetur og svoleiðis. Af því að þetta heitir heilsunammi þá hlýtur þetta að vera hollt og örugglega grennandi!!!!
En talandi um kúlusjúkdóminn þá þekki ég til eins manns sem er með hann á hæsta stigi, það er Helgi nokkur Gúmm. Sá er stanslaust að háma kúlur og kunnugir segja að hann vakni upp á nóttunni til að troða í sig nokkrum stykkjum. Þetta er ekki hægt...

miðvikudagur, október 27, 2004

Ný Dønsk og Sinfó

Mikið assgoti langar mig á þá tónleika! Það er bara svo dýrt, 3800 á mann!!!! En spurning um að splæsa því á sig því þetta verður örugglega mjög flottir tónleikar.
Það fer örugglega hver að verða síðastur að panta svo það er kannski vissara að fara að panta. Vill e-r koma með?

Brjálað veður

Það var aldeilis brjálað veður hérna um daginn. Allt kolófært og skyggni lítið sem ekkert. Ég ætla að ath hvort ég geti ekki sýnt ykkur myndir sem ég tók.
En í svona veðri þá langar manni alltaf í snjógallann og drífa sig út. Það var auðvitað gert.. Farið með vinnujeppana á dekkjarverkstæði og vetrardekkjum skellt undir. Síðan var bara skófla á pallinn og haldið af stað. Við fórum nú ekki langt þar sem miðstðin var afar slöpp og ekki var skyggnið gott fyrir. Það var því bara farið með þá á verkstæði, miðstöðin löguð af manni sem gerði eeeeekert annað en að blóta og svo farið í smá jeppatúr. Þar sem um vinnubíla er að ræða þá þorðum við ekki langt því það hefði verið aulalegt að þurfa að skilja þá eftir einhversstaðar eða kalla eftir aðstoð og þurfa þá um leið að útskýra hvað í andsk. við vorum að þvælast á bílaleigubílunum frá vinnunni í e-m skemmtitúr. En jæja þetta var samt mjög skemmtilegt og útlendingarnir sem hérna eru hristu bara hausinn og töluðu um að fara bara sem fyrst til síns heima.

Jæja hérna eru 2 myndir en því miður engin úr jeppaferðinni miklu, sem var síðan bara smá spölur!!!!
Þessi mynd er tekin út um svalardyrnar.


Söluskálinn Posted by Hello

Byrjun á Bloggi

Jæja þá hef ég ákveðið að hella mér út í bloggið og reyna að segja ykkur fréttir frá Austurlandi.

Eins og flest ykkar sem þetta lesið vita, þá er ég staddur á Egilsstöðum vegna vinnu minnar. Ég er að vinna að Fjarðaál verkefninu fyrir HRV verkfræðiþjónustu. HRV stendur fyrir Hönnun, Rafhönnum og að sjálfsögðu VST.
Á meðan það er verið að byggja starfsmannaþorp og reisa skrifstofur á Reyðarfirði þá hef ég aðstöðu í útibúi VST á Egilsstöðum. En þegar allt verður reddí á Reyðó þá neyðist ég til að flytja þangað líka. Reyðarfjörður er 650 manna þorp sem er að fara að stækka umtalsvert næstu árin. Starfsmannaþorpið sem verið er að reisa á að taka 1800 mann eða tæplega þrefalt fleiri en búa á Reyðarfirði og verður í ca. 1 km frá bænum.
Núna er ég byrjaður á 10/4 vaktakerfinu þ.e. vinna í 10 daga og frí í 4. Þetta er auðvitað allllllt of langur tími sem maður er að heiman en við ætlum að láta okkur hafa það í smá tíma. Það er jú aðeins meira útborgað fyrir vikið og það er gott eftir 2 launalaus ár í útlandinu.
Það kom mér á óvart hvað Egilsstaðir er lítill bær. Hér búa ca 2500 manns og bærinn er lítill og hefur engan miðbæ. Miðbærinn er í raun planið á Söluskálanum, beint fyrir framan VST og má þá segja að ég sé með útsýni yfir miðbæinn. Talandi um útsýni þá er ég með virkilega gott útsýni frá skrifstofunni, "miðbæinn" auðvitað og Egilsstaði sem er sveitabær og gistiheimili og jafnfram elsta hús bæjarins, byggt um miðja síðustu öld. Fellaheiðin og sjálft Lagarfljótið er hér til norðurs. Snæfell gnæfir uppúr í vestri og Höttur og Sanfell í suðri. Já það er virkilega skemmtilegt útsýni hérna og allt annað en maður vandist í Ármúlanum, þar sá maður ekkert annað en ljótu VÍS bygginguna.

Burtséð frá því að vera að heiman frá konu og börnum þá hef ég það ágætt á Austurlandinu, vinnan er skemmtileg og ég er í raun að gera annað en ég hélt að ég mundi gera. Ég átti bara að vera í landmælingum en er í dag með umsjón með þeim. Ég sit því bara á rassinum allan daginn að vinna úr og undirbúa verkefni fyrir mælingamennina. Þegar fram líða stundir býst ég samt við að vera meira útivið.

En látum þetta nægja í bili...

Hils að austan

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com