laugardagur, desember 23, 2006


God jul

föstudagur, desember 22, 2006

Hrafn Elísberg 3 ára í dag!!

Samkvæmt venjum þá var hann vakinn með afmælissöng snemma í morgun. Hann var nú ekki lengi að taka við sér enda búinn að bíða lengi eftir að verða „þrír puttar”
Fékk pakka frá okkur og Ragnhildi, en var ánægðastur með það sem hann fékk í skóinn!
Jæja þarf að skutla Ragnhildi í Hafnarfjörðinn.. meira síðar!!!


3 ára

mánudagur, desember 18, 2006

Vikulegur póstur.. engin frammistaða.

Sælar
Kompás í gær!! Fjandinn sjálfur, þessir þættir eru að gera gott mót hjá mér. Var hreinlega ekki að meika myndskilaboðin.. „lille ven.. hann er ekki stinnur…. Lille ven”
Svo þegar hann var inntur eftir þessu með BDSM.. Þá svaraði hann að börnin hans vissu að hann væri ekki í BDSM.. Vodda?? Jæja krakkar.. ég er nú ekkert fyrir BDSM!! Svo þetta með Iron Master?? „Var það ekki í einhverri bíómynd?” Já örugglega erfiðir tímar á þeirra heimili næstu daga.
Enn og aftur nálgast jólin óðfluga og sem fyrr veit ég ekkert hvað ég á að kaupa handa Klöru! Hvað er málið? Nú fer stressið að byrja og ég kem til með að kaupa e-ð á síðustu stundu, redding sem hittir ekki alveg í mark. Hvað á ég að kaupa? Held að ég hafi líka síðustu jól reynt að fá ráð frá ykkur varðandi gjöfina hennar.
Sendið mér línu ef þið eruð með e-ð gott í huga.. Frasinn um „einn góðan” vinsamlega afþakkaður.

sunnudagur, desember 10, 2006

Helgin sem leið og nýjar myndir á Flickrinu

Þetta er búin að vera fín helgi og nóg um að vera.
Á föstudaginn var jólahlaðborð í vinnunni.. úfff hvað mér finnst gott að borðððaaa!
Á laugardaginn fór ég með krakkana upp í Brynjudal að sækja jólatré. Eigum gerfitré en það er ekki vinsælt og ég varð því að splæsa í eitt alvöru. Frábært verður á laugardaginn og virkilega skemmtilegt að fara þangað uppeftir, labba um og leita sér að flottu tréi. Fundum eitt á endanum og vonandi verður yfirvaldið sátt við valið. Það eru einhverjar myndir úr ferðinni hérna.
Núna sit ég bara spenntur og bíð eftir Erninum á Rúv... Góður þáttur þar. Hef annars ekkert að segja, einhver "writers block" í gangi.

Veriðisæl

laugardagur, desember 02, 2006

Same old...

Já fastir liðir eins og venjulega.. Kominn á fætur fyrir allar aldir og þambandi kaffi. Finnst það voða gott að vakna óþunnur, fá mér kaffi og lesa blöðin í rólegheitunum. Hrafn vaknar yfirleitt rétt á eftir eða um leið, uppúr 8 eru svo teknar nokkrar sendingar, bæði í handbolta og fótbolta... Það finnst Hrafni agalega skemmtilegt..
Ætla að sýna ykkur 3D mynd af svæði 2 og 5 í Leirvogstungunni (píla á húsið okkar). Svo ætla ég ekki að segja meira í bili um húsamál. J
Allaveganna ekki fyrr en ég byrja!!
Jæja vonandi eigið þið öll góða helgi...

Hjössi

Leirvogstungan (smellið á mynd til að stækka)

föstudagur, desember 01, 2006

hmmm??

Ætlaði að fara að segja e-ð sniðugt.. Fattaði svo að ég hef ekkert sniðugt að segja frá. Hvað þá?? Get jú sagt ykkur að ég seldi Volvo inn áðan... Fínn bíll þar á ferð!
Boooooring...
Agalegt hvað maður er háður þessu bloddí sjónvarpi.. nenni ekki að horfa á neitt núna og veit bara ekki hvað ég á að gera! Lélegt það! Ég er að spá í að hlusta á Zeppelin og ferðast aftur í tímann. Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?
Æji fer bara að taka til... Viss um að Daddi segir núna.. kelling!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com