föstudagur, desember 30, 2005

2005 senn á enda

2005 er búið að vera nokkuð viðburðaríkt. Húsakaup, skipt um vinnu, skipt um bíl, Austurland að Glettingi varð að Hjössa Mæló svo eitthvað sé nefnt. Dvölin fyrir austan stóð yfir mestan hluta þessa árs og það er á tandur að þaðan tekur maður mér sér mikla reynslu, skemmtilegar minningar og góða vini..
Vill þakka öllum fyrir árið sem er að líða og vonandi verður nýja árið jafn skemmtilegt og gott.


Hluti af góðum mönnum úr Fjarðaáli.
Þessi kvartett stígur fljótt á stokk aftur. Posted by Picasa

Hjössi

föstudagur, desember 23, 2005

Jólakveðja


Krakkarnir

mánudagur, desember 19, 2005

Síðustu forvöð??


Þá er loksins komið að því! Gamall draumur að verða að veruleika. Gat ekki farið á þá 2003 í Parken, og þurfti að selja miðana mína. Núna eftir svolítið stress þá er þetta í höfn. Miðar á Rolling Stones í gamla heimabænum, Horsens!!!! 75.000 miðar seldust upp á fáránlegum tíma, en Gísli Ben minn maður í Horsens reddaði málunum og fékk e-a aukamiða í FONA. Well done Gísli Ben!!!!!

fimmtudagur, desember 15, 2005

Elli Skrýtni

Já ég get bara ekki annað en sýnt almenningi þessa mynd.
Drengurinn á myndinni er enginn annar en Elli Skrýtni sem bjó eitt sinn á Eskifirði. Elli er uppalinn vesturbæingur og þ.a.l. KR-ingur. En það er ekki allt slæmt við Ella, síður en svo. Við vorum “nánast” herbergisfélagar fyrir austan (herb. hlið v. hlið en það heyrðist svo mikið á milli að það gat alveg eins verið sama herb). Hann er einn af þessum jákvæðu sem við hin mættum taka til fyrirmyndar. En nóg um lofræðuna... Ella finnst eins og okkur hinum gott að fá sér í aðra tána og gerist það nokkuð títt fyrir austan. Elli skellti sér á jólahlaðborð Bechtel um daginn og þá datt honum að fara í drykkjuleik við einn af yfirmönnum Bechtel, mann andskotan hann Mike Malloney. Á myndinni sést Elli á ganginum á dormi G-3, hans lykill í skránni og búið að hengja jakkann snyrtilega á hurðahúninn. Þar sem hans lykill passaði ekki að þessu herbergi, sem er by the way hinu megin á ganginum langt frá hans herbergi, þá ákvað Elli bara að “leggja” sig. Þarna sefur kauði bara standandi upp við vegginn!!!!! Það vildi bara svo vel til að Tommi “Lee” Tomm var að vakna til vinnu sinnar og náði að fanga þetta skemmtilega kodak móment!!!

Elli þreytti Posted by Picasa

miðvikudagur, desember 14, 2005

Veðurblíða?

Það er kannski ekki mikil blíða en það er búið að vera mjög heitt síðustu daga. Væri alveg til í að fá smá jólasnjó núna, svona rétt til að gera umhverfið bjartara og koma manni í jólaskap. En það vill oft verða að það snjói, rigni og frysti.. Ekki skemmtilegt að hafa klaka yfir öllu. En talandi um klaka þá varð ég að sýna ykkur þessar myndir frá Leman vatni í Sviss. Þetta kallar maður alvöru ísingu. Gaman að vinna á þessum klaka með litlu sköfunni.... Sudda myndir!!




Alvöru ísing

mánudagur, desember 05, 2005

Duran í Horsens

Já það er ekki tekið út með sældinni að vera fluttur frá Horsens! 9.des verða Duran Duran tónleikar í bænum og auðvitað hefði maður skellt sér. Þó er afar ósennilegt að maður hefði fengið miða. Þegar um svona tónleika er a ræða í litlu leikhúsi þá er það bara þotulið og fólk sem á nóg af peningum, sbr. þessa frétt. Í henni segir frá aðila sem keypti 2 VIP miða á tónleikana á 144.000 danskar krónur. Það er 1.5 mills!!! Svo góðir eru þeir nú ekki fjandinn hafi það!!!
Ef við höldum áfram að tala um Horsens þá unnu þeir sinn fyrsta sigur í Superligaen um helgina.. Unnu Helga Sig og félaga í AGF. Þeir eru því komnir upp fyrir AGF og úr fallsæti. Bara svona innskot....

laugardagur, desember 03, 2005

Talandi um Cool

Lada Sport... Já Hennings réðst eiginlega á garðinn þar sem hann var lægstur!! Sennilega voru lödurnar ódýrustu jepparnir á markaðnum, en þær voru ófáar hálendisferðirnar sem stórfjölskyldan lagði í. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað þessar Lödur fóru. Það var viðbjóðslegt að keyra þær og ekki fór mikið fyrir þægindunum! En alltaf komst ladan sitt og hvað eftir annað fór Hennings fjölskyldan stolt heim. Held að það hafi verið toppurinn þegar Hennings flaug yfir einn sjóskaflinn en stóri GMC in hans Árna Tholl sat eftir og Ladi Slav þurfti að draga þann stóra.. Held enn að sú stund ylji Henning um hjartaræturnar. Held að það sé enn verið að framleiða þessa bíla og maður nú enn nokkrar lödur á götunum. En þið getið lesið meira um Lödur hérna.
Annars væri ég til í að byrja aftur á svona ferðum. Getum byrjað á léttum ferðum sem Fordinn kemst en svo er draumurinn að fá sér Landcruiser!!


��2 af Lödum HenningsPosted by Picasa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com