föstudagur, september 29, 2006

Ný getraun

Mér barst ósk frá Tinnu í Odense um að setja inn nýja myndagetraun. Auðvitað er maður fljótur að bregðast við svoleiðis óskum. Annars er ég mikið búinn að pæla síðustu daga, hvort ég eigi að tjá mig um þessi Kárahnjúka mótmæli. Ég ákvað að vera ekkert að því en verð bara að koma inn á eitt. Það er hversu heimskulegt það er hjá fólki sem er að halda því fram að það sé enn hagkvæmt að hætta við núna. En held að það sé best að vera ekkert að tuða yfir þessu.
En aftur að myndagetrauninni. Þessi er vonandi erfiðari en fyrri myndir hafa verið.
Rétt svar gefur einn kaldan öl í Spóahöfðanum.

Fallegt! En hvar??

Góða helgi.

miðvikudagur, september 20, 2006

Búddi og múslimarnir

Merkilegt hvernig fólk sem aðhyllist Íslam bregst við þegar sett er út á það. Það má ekki segja að það sé ofbeldisfullt þá drífur það sig út og drepur nunnur og kveikir í kirkjum. Teiknaðar eru myndir af Múhameð, þá er rokið út og kveikt í húsum og fánum. Þetta er síbrennandi hluti!!
Forvitnilegt að sjá hvað hann Búddi vinur minn segir um þetta hjá mér. Hann hefur undanfarin ár sökkt sér ofan í Íslam og allt sem því tengist. Ég vill meina að hann hafi smitast af þeim 150 þúsund múslimum sem búa í Danmörku en hann segir að áhugi sinn hafi kviknað við lestur kóransins. Maður verður að bera virðingu fyrir því en ég hef mínar skoðanir.

föstudagur, september 15, 2006

Sick people!!


Hversu sikk er þetta??? Annars er 6000 kall ekki mikið!!
Föstudagur og helgin framundan. Kominn smá brennivínshrollur í mig. Tinna, Daddi og Emilía Ögn á leiðinni í mat í kvöld. Ætla að rífa fram whiskey og láta Dadda blanda nokkra irish handa okkur. Össshh sá kann að blanda þá..
Á morgun laugardag er svo multi purpose veisla hjá Írisi og Sæbba Rokk. Það stefnir því í virkilega skemmtilega helgi. Verð góður í íþróttaskólanum hjá Hrafni Elísberg kl. 9 í fyrramálið!
Leikur á morgun hjá Vækurunum á móti FH í Krikanum, úfff það er á tandur að við þurfum hjálp frá Guði og Þresti Helgasyni ef þar eiga að vinnast inn stig. Vonum það besta.. Þeir mega ekki falla..
Annars ekkert merkilegt sem ég vill koma á framfæri.

Góða helgi og ÁFRAM VÍKINGUR

þriðjudagur, september 12, 2006

Löng leið fyrir höndum

Sá þátt um the Jumpers, þá sem stukku út úr World Trade Center 9/11 og þá var mikið lagt á sig til að finna hver þessi maður á myndinni er. Ágætur þáttur en myndin er mögnuð. Efast um að maðurinn á myndinni sé enn með meðvitund en örugglega margt sem fer í gegnum hausinn manni fyrstu metrana. Fjandinn…

The falling man

laugardagur, september 09, 2006

Vild Vild Horsens

Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að segja frá þessum tónleikum sem ég var á fyrir tæpri viku. Eitt get ég þó sagt að þetta var eitthvað það magnaðasta sem ég hef séð. Hef að vísu ekki séð mikið, en fjandinn hvað þetta var gaman. Sviðið var gígantískt stórt og showið var tuddi. Flugeldar í lokin upp úr sviðinu, tungan kom einnig út úr sviðinu, úff þetta var bara had to be there!! Ekki nóg með að tónleikarnir voru svona skemmtilegir þá var þessi ferð í alla staði frábær. Mikill munur á að fara svona barnlaus og skemmtilegt að prófa það. Fór inn á flottasta bar sem ég hef séð.. Vá hann er bara must see fyrir alla. Barinn var á sínum tíma valinn einn af 5 flottustu börum í heiminum skv. Forbes tímaritinu. Ekki amalegt að sitja þar og drekka einn Irish!! Ohhhh það var svo gott.. en það þýðir víst ekki að sitja hérna og dásama þetta, verð að fara út að vinna í þessu skíta veðri…


Jaggerinn a sviðinu... ohh þetta var magnað!!!

sunnudagur, september 03, 2006

Stonesdagur 3. sept 2006


Já stundin að renna upp. Gamall draumur að verða að veruleika. Er að sjálfsögðu í Horsens og hér er allt undirlagt af Stones hlutum. Bjórsölur á hverju horni, hljómsveitir að spila stones lög, 25% afsláttur í öllum búðum í tilefni af tónleikunum, svona á þetta að vera. Hér á Vibevej verður margt um manninn í dag. Fólk að koma frá Vestmannaeyjum, köben, Odense og Arhus. Grill og öl áður en labbað verður af stað á tónleikana. Ætlum að vera mjög snemma í því til að fá pláss á góðum stað. Líklegt að hinum 84.980 detti það sama í hug....
Stoppuðum í Odense á föstudaginn hjá Tinnu og Dadda í steik og rauðu og fleiru. Það var stórkostlegt að vanda. Héldum svo áfram til Horsens í gær.
Stones búinir að vera á fóninum allan tímann og búið að spá mikið í hvaða lög verði spiluð, set listar frá öðrum tónleikum skoðaðir og fl.

Best að fara að finna til Stones bolinn, kaupa pulsur og fleira á grillið, kæla ölinn og hækka aðeins í græjunum...

Veit að þetta á eftir að verða góður dagur!

Stones kveðjur...

hoa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com