þriðjudagur, júlí 11, 2006

Mikið um að vera

Það er nú aldeilis búið að vera mikið að gera upp á síðkastið! Klara sæta átti afmæli 6. júlí sl. og svo var það afmæli á föstudeginum. Þar var fjöldi manna og nokkuð nett þétt stemming!!!! Síðustu gestir að skríða heim um 5 leitið og aðrir enn seinna. Laugardagurinn var frekar erfiður, vaknað snemma og farið í vinnuna, svo komið heim að þrífa og taka okkur til í útilegu. Um 3 leitið var svo rennt í Fljótshlíðina sem er yndislegur staður með frábært útsýni, til fjalla og eyja. Það átti nú að vera rólyndis útilega þar sem átti að hlaða batteríin. En það átti nú eftir að breytast þegar ein í hópnum reif upp Gajol flösku. Tjah, öl kassinn kláraðist og enn ein þynnkan leit dagsins ljós á sunnudeginum. Frábært verður á sunnudeginum og við ákváðum að fara bara af stað tímanlega fyrir úrslitaleikinn! Það voru að vísu 30.000 aðrir íslendingar sem fengu sömu hugmynd og það var hreinlega allt stopp við Selfoss. Við náðum þó heim í tíma og horfðum á leikinn. Fékk nett sjokk þegar Zidane tók brjálæðiskastið!!
Þruma bráðum inn skemmtilegum myndum.
Í lokin vil ég benda á skemmtilegar fréttir á vefsíðu Hunangstunglsins.

Sælar…
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com