föstudagur, apríl 28, 2006

Mellur, reiðbuxur, frí og fl

Hjössi mæló búinn að vera bissí síðustu daga, þ.a.l. engar nýjar getraunir. Margt búið að gerast síðustu misseri. Afmæli hjá Helga Eysteins sem var magnað max og svo virkilega skemmtileg hestaferð á laugardaginn sl. Eins og við flest vitum þá skiptir það gríðarlegu máli að lúkka vel í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Hestaferðir eru þar engin undantekning. Ég lagði ýmislegt á mig til að verða mér úti um reiðbuxur og það hafðist og vill ég meina að ég hafi gert gott mót í þeim. Vissulega eru reiðbuxur ekkert sérlega flottar, en maður lúkkar pró á baki í þeim!!!! Sjúkur??? Fórum góðan túr og vélbyssukjafturinn stóð undir nafni.. ég malaði stanslaust alla leiðina!!!! Gaman að kommentum í síðustu getraun. Þar var hraunað yfir allt og alla og hvúsrlags leiðinda getraunir þetta væru. Kobbi vildi fá gamlar mellur og hljómsveitir og Stebbi G. talaði um mömmu hans í beinu framhaldi.. haha það þótti mér fönní. Er alveg að fíla að það sé að koma 3 daga helgi núna aftur.. ég hreinlega elska þessa frídaga!!! Björn Hák og Örn Viðar eru á leið á fund til mín í kvöld til að hreinsa til í sínum málum. Björn er draghaltur eftir þann stutta frá því á síðustu æfingu. Svo er það bústaður á morgun til séra Össa Hen og Bjöggu Magg í Vaðnesið. Þar verður konni við hönd, það er á tandur.. Jón Viðar er svo búinn að bjóða mér í kaffi á sunnudaginn… Jæja farinn út að tana mig!!!!

Góða helgi!!!!!


Ég, reiðbuxurnar, Keli og Viktor slátrari

sunnudagur, apríl 23, 2006


mánudagur, apríl 10, 2006

Getraun 3

Þá er það 3. getraunin á Hjössa Mæló…

Tók smá tíma í að ákveða hvað ég ætti að hafa, því það má ekki vera e-ð sem bara e-ir tuddar þekkja. Þetta verður líka að vera fyrir okkur hin!!!! Það var líka verið að kvarta yfir reglunum í síðustu getraun. Þetta er ósköp einfalt, sá sem er fyrstur til að svara rétt vinnur sér inn bjór. Þessi bjór verður að drekkast heima hjá mér í Spóahöfðanum… Þeir sem nenna ekki að koma og sækja og njóta verðlauna sinna geta átt sig.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel.. Vonandi getur Dr. Árni þetta ekki strax. En það er samt gaman að drekka með honum og það stefnir í Smashing Pumpkins kvöld í Spóahöfðanum á næstunni….

Hils

Hjössi


Ver is ðis pleis???

Þjóðnýtt

Góðan daginn allir saman!

Ég misskildi víst hann Nonna vin minn með að „vera undan á netið” Tek þessari ábendingu og bæti úr. Kem til með að koma með næstu getraun á morgun, þriðjudag kl 08:00

Þá ættu allir að hafa jafna möguleika á að vinna sé inn einn ríkisheitan öl sem verður að drekkast í Spóahöfðanum. Svo verð ég nú líka að koma með e-ð annað en endalausar getraunir. Þetta er samt týpískt ég, finn e-ð flott eða skemmtilegt.. þá er það þjóðnýtt þangað til að það er orðið ónýtt eða leiðinlegt. Rétt eins og þegar ég kaupi mér nýjar gallabuxur, þá er ég BARA í þeim þangað til að það kemur gat og þá fer maður og kaupir nýjar.. Ég er bara að missa allt töts í þessum bransa (var nú með smá metnað hérna áður fyrr). Nú er ég líka byrjaður (ómeðvitað) að girða bolinn ofan í buxurnar, sem fer mjög illa í Klöru Gjé. Þetta er smá Magga bró syndrom, tja eða bara Sigga Elvars syndrom, sá girti bolinn ofan í nærbuxurnar maður… ussss.

Var nánast edrú um helgina sem leið og svei mér þá ef það var ekki kominn tíma á það. Ætti því að vera sprækur í dag og næstu daga. Smá huggun þá í því að ég veit að ég er að fara að fá mér á miðvikudaginn!!!

Ekki meira í bili, þarf að fara að vinna e-ð og já finna efni í næstu getraun!!

Hils

hoa

föstudagur, apríl 07, 2006

Getraun nr. 2

Já þetta finnst Hjössa litla skemmtilegt!

Vindum okkur strax í næstu getraun...

Þetta ætti að vera aðeins erfiðara. Steini Mæló má samt ekki taka þátt að þessu sinni.

Enn er það 1 kaldur í boði í Spóahöfðanum fyrir rétt svar.



Hvaðan er tessi mynd?

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Getraun á Hjössa Mæló!!

Ætla að byrja á nýjum lið núna, þessi síða er orðin svo þreytt og lítið annað en bílakaup og sölur.

Þessi er til sölu by the way!!!!

Þetta er s.s. 1. getraun Hjössa Mæló.

Fyrir rétt svar er 1 kaldur (í Spóahöfðanum).

Hvað heitir fossinn??



Hægt að smella á mynd til að stækka.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com