mánudagur, janúar 31, 2005

Bremsulaus


Já það er óhætt að segja að Jón Viðar hafi rétt fyrir sér, um að eyðslan mín sé bremsulaus þessa daganna!! En áður en lengra er haldið þá eignaðist Jónsi og Ausa lítinn dreng um helgina og Gilli Tíska og Ýr eignuðust líka strák í síðustu viku!! Well done og innilega til hamingju!
En aftur að bremsuleysinu. Klara and the kids eru að fara til DK fimmtudaginn og ég varð abbó og ákvað svo seint á laugardaginn að skella mér bara líka út. Ég fer samt ekki fyrr en á föstudaginn og kem heim fimmtudaginn 6 dögum síðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta hagstæðara, því nú verður bremsa á Vísakortinu hennar Klöru!! Greyið Klara....

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Slóvenar og rauður himinn

Jæja þá eru það Slóvenar í kvöld. Vonandi að “strákarnir okkar” spili nú almennilegan bolta allan tímann.
En leikurinn á móti Tékkum... úff þetta var bara ekki hægt. Var orðinn mökk fúll um tíma í seinni hálfleik. Sérstaklega þegar menn voru með hvern annan sendingafælinn í röð. En svo var eins og pústið væri búið hjá Tékkum.. og þessi tudda kafli kom hjá ísl. Well done það. Held að leikurinn í kvöld verði mjög erfiður og ég spái okkar mönnum tapi. 29-25.
Eins og áður þá væri gaman að fólk spái fyrir um úrslit.

En svo er það þessi mynd hérna að neðan. Ég hef aldrei séð himininn svona rauðan og þetta var tilkomumikil sjón. Myndin nær aldrei að fanga augnablikið en ég læt hana samt flakka. Svo er best að hafa sem fæst orð um myndavélar og gæði mynda eftir þá útreið sem ég fékk síðast.

Horft út Reyðarfjörðinn Posted by Hello

mánudagur, janúar 24, 2005

Hrakfallabálkur

Hrafn Elísberg byrjaði nú daginn ekki vel!
Hann hefur ofmetið gönguhæfileika sína og hrundi á hausinn rétt eftir að hann kom til dagmömmu. Það vildi ekki betur til en að það kom mikill skurður yfir augað og þurfti að sauma heil 6 spor.

Meiri kallinn Posted by Hello

sunnudagur, janúar 23, 2005

Söndei

HM byrjar í dag og hlakka ég mikið til að sjá þessa leiki sem framundan eru. Það er vonandi að liðið smelli og nái að gera e-a hluti á þessu móti.
Enski boltinn fór vel í gær.. Man jú með sannfærandi sigur á Villa. Liverpool heldur áfram að gera góða hluti... 3. tapleikur þeirra á 8 dögum. Fyrst Man Utd, svo Burnley og núna Dýrlingarnir. Ætli það hafi verið móralskur hjá þeim í gær??
Annars er lítið að frétta af Hjössa á Austurlandi þessa daganna, ekkert nema vinna, og aftur vinna!

Nú ef e-r kíkir hingað inn fyrir leik Íslendinga og Tékka þá má hinn sami endilega spá fyrir um úrslit. Sjálfur spái ég okkar mönnum sigri.. 27-25

Brjálæðislegar stuðkveðjur....

þriðjudagur, janúar 18, 2005

18.janúar

Í dag er Björn Hátalarason þrítugur!!!! Innilega til lukku með það venur.
Kallinn kominn á Reyðó yet again! Helgin fín og ýmislegt brallað, en ekkert drukkið af fengi, og er það farið að teljast til tíðinda. Helsta afrek helgarinnar var þessi fíni snjókall sem ég og Ragnhildur bjuggum til.

Snjókallinn fíni og Ragnhildur Posted by Hello

Toyotan nánast seld, verið að ganga frá samningum við kaupendur sem eru afar erfiðir. Samkvæmt BB Motors (Bjarki Sig) þá er langt í bílinn minn :(

Er ekki að meika verð á fasteignum í dag. Langar til að selja húsið mitt og kaupa mér stórt einbýlishús í DK. Hver nennir að flytja með mér?

föstudagur, janúar 14, 2005


Ísingsing Posted by Picasa

mánudagur, janúar 10, 2005

Mynd vikurnnar

Eða mánaðarins er að þessu sinni er af sólsetri við Lagarfljót. Góð mynd sem Óli Fallegi, mælingamaður hjá VST tók.

Lagarfjlót

Ætli það sé ekki takmarkað hvað fólk nennir að skoða myndir frá Austurlandi?
Kannski engin Fesjón Gee gæði, en samt flott.
Gúrkutíð í fréttum héðan svo þetta verður ekki lengra að sinni.

Spurning dagsins er:
Hvar ætli Binni Danski og Jón Rúnar Hvareran séu niðurkominir?
Posted by Hello

laugardagur, janúar 08, 2005

Rólegheit

Í dag fjölgar íbúum þessa lands um a.m.k. 3 og vill Austurland að Glettingi bjóða Júlús og Co. velkomin heim.
Rólegt á Austurlandi þessa daganna. Hér er skítakuldi og ég er því feginn að vera inni á skrifstofu allan daginn. Skelli mér þó út þegar maður er orðinn þreyttur á að hanga inni.
Austurland að Glettingi fagnar því að það séu 2000 heimsóknir komnar, en að þessu sinni verða engin verðlaun veitt. Næstu verðlaun verða veitt fyrir tja.. 5 eða 10 þúsundustu heimsóknina.
Kíkti aðeins á Cafe Kósý í gærkveldi og fékk mér 1 eða 2 yfir Idol og var svekktur að horfa bara á e-n kynningarþátt. Alltaf verið að teygja lopann!
Svo er Toyotan komin á sölu!! Vonandi að hann seljist sem fyrst.
Svo eru Pitt og Aniston bara skilin! Ætli þær séu ekki nokkrar tjedlingarnar sem fagna því?

Lifi Þröstur og Byltingin!!!

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Nýtt

Þá er nýja árið gengið í garð og ýmislegt búið að gerast. Ég missti það út úr mér við Bjarka Sig að mig langaði í nýjan bíl eða jeppling. Það var nú meira í gríni og ég var alls ekkert á leiðinni í svoleiðis vitleysu. En Bjarki veðraðist allur upp og sagðist hafa 1 flottan á E-bay handa mér. Nú ég heimskaðist til að kíkja á hann og þá var ekki aftur snúið. Ég var rétt í þessu að senda fullt af dollars til Ameríkunnar. Þetta er ekki hægt!!!! Kallinn ánægður með kaupin en verð að viðurkenna að ég á það til að fá áhyggjur af peningamálum og það varð engin breyting á eftir þessi kaup. Þetta hefur því orsakað nokkrar andvökunætur síðustu daga, en vonandi fer það nú að breytast. Bíllinn kemur ekki fyrr en eftir 1 - 1½mánuð á götuna hér á ísl. Mér skilst að ég hafi ekki talað um annað en þennan blessaða bíl upp á síðkastið og náði m.a. að kaffæra nokkra góða menn heima hjá Jónsa Stebba um daginn. Ekki orð um hann meir.

Kagginn Posted by Hello

laugardagur, janúar 01, 2005


T�p�skt Posted by Picasa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com