mánudagur, nóvember 29, 2004

Brögð í tafli....

Þar sem nokkrir lesendur Austurland að Glettingi virðast kunna á Photoshop þá hef ég fengið 4 pósta þar sem tilkall er gert til kippunnar. Með því að nota tracking forritið mitt þá sé ég hverjir voru númer 1000 og hverjir ekki!! Þannig að Hjössi.is var viðbúinn svona svindleríi...
En eini og rétti sigurvegari í þessari skemmtilegu keppni kemur frá Århus en það er enginn annar en byggingarfræðingurinn og arkitektarneminn Ólafur Magnús Finnsson eða bara Búddi eins og við þekkjum hann Til hamingju Búddi!!!
En þar sem vinningshafi drekkur ca 3 kippur á viku af Jóla Tuborgnum þá hefur Austurland að Glettingi ákveðið að verðlaunin verði alíslenskur Viking jólabjór

Verðlaun verða afhend 17.des í Grundartanganum.

Og til ykkar hinna sem gerðuð tilkall.. þið eruð Þorparar!!!

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Jæja núna styttist óðum í heimsókn nr 1000 á Austurland að Glettingi.
Af því tilefni efnir Hjössi til veislu! Sá sem kemur í 1000. heimsóknina fær vegleg verðlaun, eða eina kippu af Tuborg julebryg!!!! Teljarinn er neðst á síðunni og sá sem verður númer 1000 þarf bara að gera er Ctrl + Alt + Prnt Scrn og senda mér myndina. Afhending verðlauna fer fram í Grundartanganum við hátíðlega athöfn.
Gúd lökk....

Tækniaðstoð í síma 8645009

laugardagur, nóvember 27, 2004

Reyðó

Tja fögur er hlíðin!!
Ekki hægt annað en að skella sér út og dást af þessu landslagi hérna. Útlendingunum hérna finnst afar merkilegt að þeir sjái ekki sólina. Fjöllin hér í kring eru svo há að sólin nær ekki upp fyrir þau á þessum tíma árs.
Annars er gott að frétta héðan að austan. Ég er byrjaður að vinna inni á Reyðarfirði núna en gisti enn á Egilsstöðum. Flyt sennilega í vinnubúðirnar strax eftir jól.
Nýjasta æðið hjá mér þessa daganna er að spila ping pong.. úff hvað mér finnst það gaman! Og talandi um borðtennis, þá virðist þetta aldrei ætla að hætta að fólk spurji mig hvort ég sé bróðir Gumma Stef borðtenniskappa. Það væri óskandi að það væri vegna taktanna við borðið en svo er ekki, fólki finnst við svona líkir.
En það er ekki allt dans á rósum!! Það er fullt sem fer hrikalega í taugarnar á mér hérna. Fyrst ber að nefna bloddí öryggisverðina hérna. Ef það sést ekki í work permit hjá manni (merki sem maður á að bera á sér) þá vinda þeir sér að manni og hella sér yfir mann og verður maður að finna permitið til að komast inn á skrifstofuna. Svo er allt í STOP merkjum t.d við útkeyrslu af bílastæðinu og líka 10 m síðar út á veg. Sekjúritas liðið skrárir svo niður ef e-r stoppar ekki við annað skiltið og skilar svo skýrslu í lok dags. Svo er fólk síétandi hérna á skrifstofunni sem er auðvitað hið besta mál ef fólk væri með e-ð sem lyktaði ekki svona viðbjóðslega. ohh best að hætta að pirra sig á öllu eins og sumir.. :) Farinn út að horfa á fjöllin....

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Demit Skemit

Akkúrat þegar ég er að gera gott mót í hollu fæði þá kemur svona bomba eins og kom í gær! Kíkjum aðeins á matseðil gærdagsins: Morgunmatur voru kúlur frá deginum áður og ca. 5 bollar kaffi. Nartað í kex fram að hád. Hádegismatur, pulsa og sóma samloka. Nokkur kex og ca 7 kaffibolar fram að mat. Kvöldmatur: Ostafylltar brauðstangir löðrandi í fitu.. ohhh þær eru alveg að fara með mig.... og nokkur kók glös. Jæja svo var það að horfa á boltann og þá splæsti ég á mig einu Holly súkkulaði, sem var bæ ðe vei Holly Gigant! Jæja kom mér heim eftir fyrri leikinn, hálf illt í maganum eftir bloddí Gigant Hollyinn. Settist í sófann og byrjaði að horfa á man utd ruglað, og á stofuborðinu var þetta fína og yet again stóra Smack súkkulaði. En ég hélt nú ekki.. minn skammtur af vibba var búinn. Ég stóðst mátið svona fyrstu 35 mín og þá jafnaði Lyon... Andskoti þá var bara eitt í stöðunni... háma helvítis Smack ið... Fór svo að sofa (og fitna)...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004


Hjössi á skrifstofunni Posted by Hello

Smá upplýsingar

Sitjandi hérna horfandi yfir Lagarfljótið þá er ekki hægt annað en að vita e-ð um vatnið. Ég missti mig aðeins í upplýsingasöfnuninni og get hreinlega ekki látið vera með að deila því með ykkur!!
Lögurinn er eins og langflest stöðuvötn á Íslandi í jökulsorfinni dæld. Það er lengsta vatn landsins eða um 25 km að lengd. Það er 3. stærsta (ef undanskilin eru miðlunarlón) og 6. dýpsta stöðuvatn landsins og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál. Af því að ég minntist á miðlunarlón þá fór ég líka að spá í hversu stór þau eru og það landsvæði sem þau þekja. Landið allt er 103.000 km² og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, er allt tekið með í reikninginn.
Lón og veitur eru því samtals um 260 km². Þórisvatn var þó að hluta stöðuvatn fyrir virkjanirnar þannig að í raun hafa einungis 22 km² þess farið undir lón við stækkunina. Sé þetta tekið með í reikninginn þá er það 0,18% landsins hafi farið undir virkjanir, eða 190 km².
Stærstu lónin eru annars þessi:
Þórisvatn - 92 km² (22 km², úr 70 í 92 km² )
Blöndulón - 57 km²
Hágöngulón - 34 km²
Kvíslárvatn - 24 km²
Sultartangalón - 20 km²
Krókslón - 14 km²
Hrauneyjalón - 9 km²
Gilsárlón - 5 km²
Þjórsárlón - 3,5 km²
Bjarnalón - 1 km²
Hálslón við Kárahnjúka verður 57 km² þegar það er fullt.

Miðlunarlón eiga því 4 fulltrúa á topp 10 listanum yfir stærstu stöðuvötn landsins.

Þórisvatn (vatnsmiðlun) 83-92 km²
Þingvallavatn 82 km²
Blöndulón (vatnsmiðlun) 57 km²
Lögurinn 53 km²
Mývatn 37 km²
Hágöngulón (vatnsmiðlun) 34 km²
Hvítárvatn 30 km²
Hópið 30 km²
Langisjór 26 km²
Kvíslavatn (vatnsmiðlun) 24 km²

Það held ég að Júlíus nokkur Hafstein fussi þegar hann sér þetta!

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Kominn suður

Kallinn kominn heim í 4 daga frí, þ.a.l. lítið að gerast á Austurland að Glettingi næstu daganna.

Ha´det godt

Hjörsens

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Sveitamenning

Já það er óhætt að segja að hér sé sveitamenning. Í gær þá þurfti einn aðstoðarmælingamaður að hætta fyrr því hann þurfti að fara heim að slátra!! Hann var nefnilega að skipta um atvinnugrein. Var bóndi með 400 rollur en núna að aðstoða við mælingar fyrir Fjarðaál. Hann fór því heim og sagaði nokkrar rollur í búta. Sama dag spurði Steini Mæló mig hvort ég vildi koma með honum eftir vinnu upp í sveit að flá! Flá hvað spurði ég, “nú minnka Hjössi, þurfum að flá 600 minnka”. Fjandinn!!!!
Svo var ég núna rétt í þessu að skella ‘ána þ.e. hella uppá. Menn á leiðinni heim svo ég ákvað að hafa kaffið í fljótandi formi, ekki malbiki eins og vaninn er hérna. Nú einum seinkaði e-ð svo hann ákvað að fá sér 1 bolla til og varð auðvitað alveg vitlaus yfir kaffinu... “ohhh helvítis 101 kaffi... þetta er ódrekkandi andskoti” sagði hann og togaði ullarsokkana aðeins lengra upp yfir gallabuxurnar.

Eðlilegt??

Hrafn Elísberg


Drunk Driving??? Posted by Hello

mánudagur, nóvember 15, 2004

Merkilegt

Það er alveg merkilegt að aldrei get ég verið veðurtepptur í Reykjavík. Nánast annan hvern mánudag er vesen með flug hingað austur en alla þá mánudaga sem ég flýg þá er rjómablíða og allir komast. Auðvitað á maður ekki að vonast eftir því að komast ekki til vinnu en það væri næs að fá einn aukadag heima!! Árshátíðin gekk vel um helgina og veislustjórnunin gekk sæmilega. Fólk var nú að kvarta við mig að einn brandarinn hafi verið f. neðan beltisstað.. Blásum á það.. Svo flaug ég aftur austur um hádegisbil í gær. Auðvitað var það síðasta flug þann daginn og allt ófært eftir það.. Nokkrir starfsmenn að koma núna í morgun til baka, en alltaf kemst Hjössi á réttum tíma!

laugardagur, nóvember 13, 2004

Ein gömul

Ég fæ aldrei leið á að skoða þessa mynd! Svipurinn á honum Erni Viðari er ekki hægt...

Posted by Hello

föstudagur, nóvember 12, 2004

...

Er þessi of grófur til að segja á árshátíðinni? Hlín og pabbi hennar Þorkell vinna bæði á VST.
ahha það væri nú samt fönní...

Móðir gekk fram hjá lokaðri herbergishurð dóttur sinnar, og heyrði undarlegt suð berast út úr herberginu. Hún opnaði dyrnar og fékk áfall.
Hlín dóttir hennar var að leika sér með víbratórinn sinn.
Hún öskraði á hana: "Hvað í ósköpunum ertu að gera?"
Hlín svaraði: "Mamma, ég er þrjátíu og fimm ára gömul, ógift og þessi hlutur, er það eina, sem ég á sem mér finnst koma nærri því eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði."
Næsta dag gekk Þorkell fram hjá herbergishurðinni hennar og heyrði þetta sama undarlega suð. Sama sjón blasti við honum og konunni hans daginn áður og hann varð alveg agndofa. Áður en hann gat komið upp orði sagði Hlín: "Pabbi, ég er þrjátíu og fimm ára, ógift og þessi hlutur er það eina sem ég á sem mér finnst koma nærri því að eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði."
Nokkrum dögum síðar kom konan heim úr frá að versla, lagði frá sér vörurnar á eldhúsbekkinn, og heyrði þá þetta suð sem hún hafði áður heyrt, koma frá sjónvarpsherberginu. Hún fór að athuga þetta og sá manninn sinn sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Víbratórinn lá við hliðina á honum í sófanum, suðandi eins og vitfirringur.
"Hvern andskotann ertu að gera Þorkell" sagði hún.
"Ég er að horfa á fótboltann með tengdasyni mínum" svaraði karlinn.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Mohammed Jasser Abdul-Raouf Qudwa al-Husseini

Eða bara Yassie eins og við þekkjum hann er ded. Ef maður rennir aðeins yfir æfi kallsins þá er hún engin dans á rósum! Hann var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði að smygla vopnum. 1948 sneri Arafat til Kaíró, stofnaði samtök palestínskra námsmanna. Frá Kaíró hélt Arafat til Kúveit og 1964 hélt hann til Jórdaníu til að stýra árásum al-Fatah, nýstofnaðra samtakanna sinna, á Ísrael. Sama ár voru Frelsissamtök Palestínu, PLO, stofnuð. Eftir auðmýkjandi ósigur araba fyrir Ísraelum í sex daga stríðinu 1967 varð al-Fatah leiðandi forystuhreyfing Palestínumanna, og 1969 varð Arafat leiðtogi PLO. Hussein Jórdaníukonungi þótti sér þá ógnað, og hermenn hans hröktu Arafat og félaga burt eftir blóðbað. Frá Jórdaníu lá leið Arafats til Líbanon en 1982 var honum ekki lengur vært þar eftir mannskæða innrás Ísraela. Þaðan var haldið til Túnis and so on...... Fjandinn sjálfur. Kallinn hafði örugglega mörg líf, hann lifði af margar árásir og jafnvel flugslys . Hann varð 75 ára og átti 9 ára dóttur sem segir okkur að hann hafi verið að gera góða hluti á mörgum vígstöðum!!!!

Farvel...

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Plataður

Ég var plataður til að vera veislustjóri á árshátíð VST núna næstu helgi. Þetta verður frumraun mín í veislustjóraembætti og vonandi tekst það vel til. Hef fengið þau ráð að vera bara ég sjálfur en vandamálið er það að ég er bara svo leiðinlegur!! Svo til að bæta gráu ofan á svart þá á kallinn til að verða svolítið þvoglumæltur eftir smá G&T. Fór svo að ryfja upp þá brandara sem ég kann og þeir eru allir dónabrandarar... Það verður þá bara dónaþema þetta árið!!
En öll ráð, brandarar og hugmyndir eru mjög vel þegin! hoa@vst.is

Gangi mér vel!!!!

mánudagur, nóvember 08, 2004

Sæla fyrir sunnan

Jæja þá er þetta frí búið og kallinn kominn aftur austur. Helgin var viðburðarík og þrælskemmtileg í alla staði. Miðvikudagskvöld sameinaðist fjölskyldan í kjúklingabitum og borgurum á KFC ohhhh alveg beisik að koma heim og byrja fríið á troða í sig einum zinger, massa af frönskum, borða líka afgangana frá krökkunum og Klöru og vera svo ded restina af kvöldinu og horfa á sig fitna!!!!
Fimmtudagurinn þá var verið að dytta að húsinu, afslappelsi og bara njóta þess að vera heima með famelíunni.
Svo var það fösturdagurinn.. Skellti mér í Kringluna upp úr hádegi og ætlaði að kaupa mér gallabuxur en gekk út með jakkaföt, gaman að því. Svo voru það tónleikar með Sinfó og Ný Dönsk um kvöldið. Úff það voru hreint út sagt magnaðir tónleikar. Þetta var í 1. skipti sem ég fer að sjá Sinfó og ég var virkilega hrifinn, snillingar þar á ferð. Spekúleraði mikið í tónlistarstjóranum, þ.e. kallinum með sprotann, eða “Brian the man” eins og Björn Jörundur kynnti hann. þarna hamast hann allan tímann veifandi sprotanum í allar áttir, hljóðfæraleikararnir allir gónandi á sínar nótur en enginn á hann. Hugsaði mikið til þeirra Írisar og Sævars, klassísktónlistarspekúlanta á meðan tónleikunum stóð því ég var með ótal spurningar varðandi hitt og þetta.
Ný Dönsk kom svo inn eftir hlé og gerði gott mót. Verð samt aðeins að minnast á Björn Jörund... púhe sá var fullur/skakkur/eða bara náttúrulega steiktur. Hann var stundum mjög fyndinn en átti nokkur komment sem voru á mörkunum. Jón Ólafs vildi láta klappa fyrir “fallegasta konsertmeistara í heimi” Sigrúnu Eðvaldsdóttur (þjóðarsöfnunarfiðlu) sem og allir gerðu en þá tók Björn Jör mækinn og sagði, “já.. falleg í myrkri” Get ekki annað en glott að þessu núna í dag en þetta var samt soldið kjánalegt. Svo kallaði hann tónlistarstjórann, Brian the man nýbúa í kjölfötum og gerði óspart grín af því hvað það var dýrt á tónleikana. Eftir tónleika var kíkt í rauðvín og osta hjá Bjössa Hák.

Laugardagurinn fór svo í að moka tæplega 4 tonnum af sandi upp af bílastæðinu.. Ég hélt hreinlega að ég væri að fara undir 6 fetin á síðustu hjólbörunum, en jákvætt var að ég brenndi ca ¼ af frönskunum frá því á miðvikudaginn. Úff þetta tók á og minnti mig hressilega á það að ÉG ER Í ENGU FORMI.
Um kvöldið fór svo fram uppskera Hunangstunglsins og var sú skemmtun virkilega GRAND, og þar sannaðist enn og aftur að þar er risa klúbbur á ferð og listin að drekka brennivín í hávegum höfð! Mæli með því að fólk kíki á leikmannakortin sem búin voru til að þessu tilefni.
Á sunnudaginn var farið í bæjarferð og gefið öndunum og þá fékk Hrafn Elísberg að sjá bra bra í 1. skipti! Kíkt á kaffihús, troðið í sig súkkulaðiköku með miklum rjóma!!
Salat næstu daga.. það er á tandur

En núna er það bara Austurland og ansi langt í næsta frí!

Hils að austan

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Eldgos í Grímsvötnum

Eldgos hófst í Vatnajökli um kl. 22.00 í gærkvöldi. Þá gerði ákafur gosórói vart við sig eftir snarpa jarðskjálftahrinu í gærkvöldi. Þá sáust miklar eldglæringar frá Egilsstaðaflugvelli í nótt og þar var víst um mikið sjónarspil að ræða. Ég ætla að vona að það sjáist e-ð héðan frá svölum VST!
En aðeins um Grímsvötn:
Grímsvötn, í miðjum Vatnajökli vestanverðum, eru virkasta eldstöð á Íslandi og talin meðal öflugustu jarðhitasvæða heims. Í ritverkum frá 16. og 17. öld er talað um Grímsvötn sem nokkuð þekkt fyrirbrigði í Grímsvatnajökli. En á 18. og 19. öld virðast örnefnin sem tengdust Grímsvötnum hafa annaðhvort gleymst eða færst úr stað þannig að í þá tíð töldu menn Grímsvötn vera þar sem nú er Gænalón. Það var ekki fyrr en árið 1919 að tveir sænskir jöklafarar, Wadell og Ygberg, rákust á gríðarstóra öskju á leið sinni yfir Vatnajökul. Þeir dvöldu þar um tíma og mældu upp og teiknuðu þetta furðufyrirbrigði sem á leið þeirra varð. Nefndu þeir öskjuna Svíagíg.
Er talið að í Grímsvötnum hafi orðið yfir 50 eldgos frá því að land byggðist á Íslandi. Gosið sem hófst í gærkvöldi er hið þrettánda sem verður í Vatnajökli frá árinu 1902, þar af hafa tíu eldgos átt upptök sín í sjálfum Grímsvötnum, síðast árið 1998. Tveimur árum áður varð eldgos í Gjálp, sem telst til Grímsvatnasvæðisins.
Þetta finnst mér ægilega skemmtilegt.... Veit ekki hversu mörg ykkar sem hingað kíkið eruð sammála mér í því!

Grímsvötn í gosinu 1996 Posted by Hello

mánudagur, nóvember 01, 2004

Kommenta kerfið

Jeee Tókst loksins að koma nýja kommenta kerfinu inn og hinu út.. Þið sem voruð búin að skrifa komment á síðuna hingað til verið að afsaka að ég hafi hent þeim út.

Mojn

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com