sunnudagur, október 29, 2006

„Pabbi! Búinn að túta sona marga”

Það fylgja alltaf magnupplýsingar með þegar guttinn er búinn á settinu. Hann lætur sér ekki nægja að segja að hann sé búinn.. nei nei, fjöldinn er tilkynntur líka.
Annars rólegt í Spóahöfðanum þessa helgina. Gjörsamlega öl-laus helgi og var það ágætt eftir átökin síðustu helgi. Fattaði það í gær að ég gleymdi jakkafata jakkanum í Færeyjum!!!! Greit!!! Þarf að smella einu símtali á Hotel Føroyar.
Mæli með að fólk gefi sér tíma að kíkja inn á síðuna hans Grétars sem býr í Seattle, og skoði stutta Stones upptöku frá honum. Smá uppryfjun frá því í sept, úffff gæsahúð þar!!!
Hef lítið við þetta að bæta, rólegur sunnudagur framundan. Vona að Klara dragi mig ekki í IKEA eða álíka!!!

Sælar


Svona margir!!!

mánudagur, október 23, 2006

Guggnaði

Já óhætt að segja að ég hafi guggnað á því sem ég var að pæla í að gera. Það var þó hvorki kynskiptiaðgerð eða tattóvera Klara eða mamma á bringuna á mér. Ætlaði að raka á mig skalla og skilja kraga að aftan eftir, rétt eins og Daddi gerði á sínum tíma. Sem betur fer fór rakvélin ekki með til Færeyja og því fékk hárið að vera. Sé alls ekki eftir því en kannski hefði mössstess keppnin Fæeyingurinn 2006 farið á annan veg hefði ég látið verða að því?
En virkilega vel heppnuð ferð til Færeyja um helgina með vinnunni! Ýmislegt brallað, þar á meðal skellt sér í Færeyska Vikivaki dansa, það var ótrúlega gaman. Enda afar einfaldur dans sem ég réð næstum við!!
Setti inn nokkrar myndir frá ferðinni hér. Setti svo líka link hér til hægri, inn á nýju myndasíðuna mína, sem er bæ ðe vei á algjöru frumstigi.

Hils
Hoa mösssstesss

fimmtudagur, október 19, 2006

Á ég að kýla á það??

Er að vellta fyrir mér einu!!! Veit bara ekki hvort ég eigi að láta verða að því?? Getur e-r hjálpað mér með það??
Bjögga Magg verður alveg vitlaus ef ég geri það, það er á tandur!!!

Kemur samt í ljós í kvöld!!

Hvað segið þið??

miðvikudagur, október 18, 2006

Hjössi litli er alveg ded núna

Sælar
Er eiginlega of þreyttur til að skrifa, enda fyrsti Boot camp tíminn núna í hád. Ja hérna hvað ég er þreyttur. Fann það best eftir æfinguna þegar ég var að reyna að keyra aftur upp í vinnu. Var líka a’ vonast eftir að það væri einhverjir gamlingjar eða fitubollur í þessum tímum, en nei nei, þetta lið var allt helmassað og þvertanað… Enginn með aukakíló á sér og öll búin að æfa svo mánuðum skiptir.. Þetta er Móóórii
Er búin að vera út úr bænum síðustu daga að mæla skítabrunna, hefði ekki brugðið hefði ég fundið Jón Rúnar Hvar(er)an!! En hnn var ekki þar frekar en annarsstaðar. Þurfti að taka nokkrar myndir af brunnunum, að að spá í að setja þær inn en hætti við það. Þær eru margar hverjar frekar ósmekklegar!!
Anars er ég og KG á leiðinni til Færeyja á föstudaginn, árshátíð Línuhönnunar haldin þar þetta árið! Það verður örugglega gaman, vona bara að ég verði ekki veðurtepptur þar í viku eins og seinast.

Tjuuuuss

þriðjudagur, október 10, 2006

Gamall tuðari?

Er ég að verða að gömlum tuðara? Maður spyr sig!! Verð að viðurkenna að ég nokkrar áhyggjur af þessu, „ég verð að segja það”. Læt rosalega margt fara í taugarnar á mér og er farinn að kvarta yfir ótrúlegustu hlutum.
En fyrst að aldrinum, ég sagði jú gamall tuðari og þetta hangir vissulega saman. Ég er að byrja að fá grá hár.. sem eru viss ellimerki. Hef því litlar áhyggjur af því þá ég reikna með að verða eins og George Clooney!! En svo eru það nefhárin, mér finnst þau vaxa eins og vindurinn.. Það finnst mér hins vegar ekki eins flott! Alltaf leiðst nefháralangir menn! Svo er ég farinn að taka upp á því að girða bolina ofan í gallabuxurnar… Klara verður að vísu alveg vitlaus þegar það gerist svo ég næ að taka bolinn uppúr áður en ég fer út og hitti annað fólk, sem betur fer. Ég vill helst alltaf horfa á 10 fréttirnar og svo fljótlega fara í háttinn. Skamma krakkana í hverfinu fyrir að hjóla yfir garðinn hjá mér…Og tuðið heldur áfram, ég tuða yfir öllum andskotanum og í gær toppaði ég mig soldið. Þá var ég svo fúll að það svaraði ekki í 118 og ég skrifaði því kvörtunar póst til þeirra um leið og ég kom í vinnuna. Það var ekki fyrr en ég fékk svar í póstinum frá þessu ágæta fólki á 118 að ég áttaði mig á því að ég væri að verða leiðinlegi kallinn í hverfinu. Dí.. Frá og með þessum degi verður gerð bragabót í þessum málum. Er að spá í að minnka tuðið um allt að 15%

Hjössi tuð

föstudagur, október 06, 2006

Survey er ekkert grín!!

Já survey er enginn dans á rósum!! Það sannaðist í gærkvöldi þegar ég var ásamt öðrum að mæla í Ártúnsbrekkunni. Vorum þarna um 10 leitið að mæla og vorum með blikkkerru til að beina umferðinni frá. Það heppnaðist ekki betur en að það koma einhver og hamraði aftan á kerruna. Patti gamli fann nú ekki mikið fyrir högginu en bíllinn hjá stráknum var að öllum líkindum ónýtur. Leiðinlegt fyrir hann, þar sem það var klárlega svínað fyrir hann. Heppilegt að fleiri bílar skyldu ekki hafa skemmst og líka ágætt að enginn keyrði á Sigga (á myndinni) sem var úti á miðri götu… Litla myndin er svo af bílnum sem hamraði á okkur.

Ártúnsbrekka kl 22:20 og 22:30

mánudagur, október 02, 2006

Djöfulleg kisa?

Hef komið inn á það áður að það býr nettur geðsjúklingur í henni Mæju okkar. Síðustu daga hefur læðst að mér sá grunur að það sé eitthvað meira en geðsýki sem er að hrjá hana. Ég hef velt því fyrir mér hvort hún geti verið andsetin, rétt eins og danski Búddi var sínum tíma. Já þið lásuð rétt.. andsetin! Það sem meira er.. ég held að hún sé útsendari djöfulsins!!! Þessi grunur minn staðfestist nánast við að skoða fallegu fjölskyldu myndirnar okkar. Þá datt ég inn á þessa mynd sem sýnir, svo ekki sé um villst að það býr einhver djöfull í henni.. (smellið á myndina til að sjá betur) Óhuggulegt… Særingarathöfn á næstunni!!

Býr djöfull í Mæju?
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com