miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sagan af Guðmundi

Þessi saga var sögði í útvarpinu fyrir all nokkrum árum, og er hvert orð hennar satt.

Guðmundur vinnumaður var eitt sinn á gangi norður í Fljótum þegar að hann rekst á bjarndýr og var Guðmundur óvopnaður. Tókst þá ógurlegur bardagi sem stóð lengi dags og frammundir kvöld. Kom þar að ísbjörninn náði að bíta hendurnar af Guðmundi og skemmdust þar forláta vetlingar sem Guðmundur sjálfur hafði prjónað þá um veturinn. Tók Guðmundur þessu afarilla og rann á hann berseksgangur en var þó annálaður stillingarmaður. Skiptir það engum togum að Guðmundur nær að hafa bjarndýrið undir og bítur það á barkan. Var björninn þá allur og er hann úr sögunni. Guðmundur gengur nú handalaus heim til bæjar og mætir Sigga litla smala í bæjargöngunum. Víkur hann sér þar að Sigga og segir við hann: “Siggi minn. Þú mátt eiga vetlingana mína, vinur. Ég þarf ekki að nota þá lengur.”

Var þessi saga lengi höfð á orði í Fljótunum til marks um gjafmildi Guðmundar.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Lítið að gerast..

Þá er nú farið að styttast í þessu úthaldi og heimför á morgun. Þetta er lengsta úthaldið til þessa og vona ég að þau verði aldrei svöna löng aftur. Útskriftarpartæ hjá Laxa á laugardaginn, kallinn orðinn viðskiptafræðingur!! Well done Laxi það!! Fór upp á Egilsstaði í gær og sá hreindýra hóp uppi á Fagradal, gaman að því, enda ekki á hverjum degi sem borgar-strákurinn sér hreindýr svona úti í náttúrinni. Lítið annars að frétta héðan. Í lokin hvet ég fólk til að skoða þessa mynd. Huggulegt....
Blefs

Innskot:
Svona bæ ðe vei þá er þetta ekki kjafturinn á mér. Þessa fínu mynd sendi Dr. Árni mér í morgun og var tekin af visir.is.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Klaufi

Dí, náði að henda út færslunni "Back to work" sem er reyndar afrek út af fyrir sig. Maður er margspurður hvort maður vilji örugglega henda því. Greinilega ekki vaknaður enn...
En til að kóróna eyðslu síðustu missera þá var bara skellt sér á ferð til Mallorka í byrjun júní. Björn bódi + Berglind Rós og Nefið og fjölsk. verða með í för. Úff það verður næs!!! Aeins 104 dagar í brottför. Þeir sem vilja koma með er bent á að drífa sig inn á Heimsferðir og panta á Hotel Viva Mallorka, 1.-15. júní!!!!


Bis später

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

DK

Jæja þá er það DK á morgun!!!! Flýg suður í kvöld og svo strax út í fyrramálið. Haldið verður í hefðina.. Öl í fríhöfninni og skiptir þá engu hvað klukkan er. Svo verður það bara einn og einn alla leiðina til Horsens.. Partæ um kvöldið á Nörretorv og þykist ég vita að þar verði Gajol og tóbak á borðstólnum. Ohh svo verða teknir nokkrir gulir með Dr. Árna, það er á tandur. Svo er það bara að hygge sig með svigerforældrene, borða góðan mat og kannski versla smá. Gott plan!!

“All the niggers in the house say YEEEEEE”

Hjössi danski
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com