mánudagur, janúar 29, 2007

HM 2007



Orð eru óþörf...

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Úr einu í annað...


Ja hérna.. Oft hefur verið sagt um mig að ég eigi til að vera svolítið „kven” En ég heyrði ansi skemmtilega frétt í morgun. Seint í gærkvöld var hringt í lögregluna vegna undalegra hljóða sem bárust úr baðskáp húsráðenda. Löggan mætir á staðinn og fer inn á baðherbergi þaðan sem hljóðin koma. Þeir opna skápinn og slökkva á rakvél mannsins!!! Húsráðandi gat því lagst rólegur til svefns og löggan farið að sinn öðrum hlutum.….Vods obb hérna…..
Ýmislegt bendir til að þetta hafi átt sér stað í Sólarsölunum, en það hefur ekki fengist staðfest!
En aftur að alvarlegri hlutum, HM í handbolta. Mikið svakalega var ég sáttur við þennan leik í gær. Uppáhaldið hans Jóns Viðars fór að hlaupa í nokkra bolta og sóknin að smella. Ohh frábært. Hlakka mikið til að horfa á leikinn á eftir. Gestir og gangandi velkomnir í Spóahöfðann. Búð upp á snakk og harðfisk, jafnvel brauð með kæfu og eplum líka.
Talandi um brauð og epli, þá er ég foj yfir því að birgjar og heildsalar séu að hækka verðið áður en samþykktar aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi 1. mars nk. Ég er er eiginlega meira en foj.. Ég er brjálaður!! Þyrfti að virkja landann í að sniðganga þessa andskota. Hvet ykkur til að skoða þetta og sniðganga þessar vörur..
En jæja.. Áfram Ísland..

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Vá.....


Verður maður ekki að kommenta aðeins á leikinn í gær. Þvílík frammistaða!!! Ég var hreinlega ekki að trúa þessu og alltaf beið maður eftir slæma kaflanum. Þetta var klárlega einn besti leikur landsliðsins í mörg ár. Vélmennið hann Alex.. Ja hérna.. Hann át vinstri vænginn hjá Frökkum. Þeir eru með 3 skyttur sem eiga að vera með þeim allra bestu í boltanum í dag og þeir sáu aldrei til sólar. Kongó í markinu.. Sá var að verja.. Verð að fá að skjóta inn orðum Jóns Viðars : Svona er að láta minn mann byrja í markinu - annað en ógeðið þarna sem við ættleiddum frá Júgóslavíu. Það drasl á að senda heim í tilefni þessa sigurs í gær.
Annars er nú herferð um að setja ekki allt inn á netið.. Ekki vill ég sjá mig á skiltinu í Kringlunni og hjá Sigmundi Erni í fréttunum. Styð þessa herferð, en læt þetta samt flakka.
En vonandi að allir þeir sem fleygðu húsgögnum í fyrradag, séu búnir að púsla þeim saman og ná sér niður. Það var allavegann allt annað hljóðið í Gutta Gubb sem var búinn að kaupa sér far á milliriðlana.. Það verður fjeer hjá honum.

Koma sooooo

sunnudagur, janúar 21, 2007

Andskotans...

Þetta var nú meiri skítadagurinn. Meika hreinlega ekki að Man U tapaði fyrir Assenal á síðustu andartökum leiksins.. Fékk þá sting í magan að kannski væri þetta sem koma skildi þennan daginn. Jú jú.. Ísland gat ekki boru og töpuðu fyrir e-u ljótasta landsliði sögunnar. Þetta er alveg til að drepa mann hérna. Ég er viss um að ef ég væri búinn að kaupa mér far til Þýskalands til að sjá Ísland í milliriðlunum, þá væri ég fleygjandi húsgögnum í fólk. Ég er brjálaður… Ég er í svo vondu skapi og þá á maður ekki að vera að blogga. Gamalt ristað brauð með kæfu í kvöldmat… Frábært!!! Gleðin heldur áfram….

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Harðsperrur frá hell...


Ja hérna.. Eins og sagði frá síðast þá byrjaði ég í ræktinni á mánudaginn. Fór þá í léttan Body Pump tíma. Tíminn var ekkert sérstaklega erfiður og ég hugsaði með mér að ég þyrfti að þyngja í næsta tíma. Fann samt fyrir smá verkjum í lærum í byrjun tímans.. En aðrar eins harðsperrur hef ég aldrei á öllum mínum ferli fengið. Nú á miðvikudagshádegi er ég enn gjörsamlega að eipa úr sperrum… Labba um eins og vængeflingur, á erfitt með að standa upp og setjast og fl.!! Merkilegur andskoti…
Hvað er málið með Beckham vin minn.. Það er eins og menn séu að keppast um að ræpa yfir hann. Hvað gerir maður þegar félagið mans vill ekki semja við þig aftur. Þá ferð þú væntanlega e-ð annað. Svo neitar Capello að láta hann spila af því hann gerði svo stóran samning.. Heimskulegt það.
Verð að segja ykkur frá nýjustu síðunni hennar Ragnhildar.. Hún er komin með eigin bloggsíðu. Tjekk it át Bendi sérstaklega á myndirnar og „vinir og ættingjar mánaðarins” hahahaha

Hils
hoa

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Aftur á byrjunarreit

Sælar.
Já er kominn í sömu stöðu og fyrir Boot Campið. Bumban orðin ansi framstæð og 2l. Kókflaskan byrjuð að sjást í svefnherberginu með snakkpokanum. Þróun sem ég hef áhyggjur af og ákvað því að fara aftur af stað. Heimska að fara í Boot Camp, taka virkilega vel á því í 6 vikur, styrkjast og komast í smá form. Hætta þá og éta eins og mó fó. Fór í ræktina í gær og er með fængefnar harðsperrur í fótunum. En gaman að vera kominn af stað aftur.
Kalda veðrið heldur áfram. Magnað að setja sætishitarann á High og miðstöðina á fullt og keyra þannig alla leið í vinnuna. Kemur með vel soðna boru og funheitur í vinnuna. Þakka Guði fyrir sætishitarana!
Er enn að berjast við jeppadelludrauma!! Var að skoða þessar myndir og sá þar að þarna skoluðust e-ar millur út. Ekki það að ég sé á leiðinni í svona vitleysu en agalegt að lenda í svona löguðu.
Annar lítið að frétta og ekki mikið framundan..

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Árið 2006 gert upp. (Fyrir þá sem hafa lítið að gera)

Janúar byrjaði rólega og lítið að gerast nema hvað bumban stækkaði ört og það mikið að ég ákvað að deila því með lesendum Hjössa mæló.
Fór í skemmtilega mælingaferð á 6-hjóli, festi mig, velti hjólinu og fleira í þeim dúr.. Samt skemmtilegt.
Í febrúar var ég að missa mig yfir helvítis múslimunum í Danmörku og víðar eftir að skopteikningarnar birtust í Jyllands Posten. Stuttu síðar sendi ég svo Ragnhildi eina til DK til að reyna að sætta deiluaðila. Já og þá var ég líka farinn að hugsa um að stækka við mig í bílamálum.
Mars var mjög skemmtilegur mánuður og þá var Fordarinn settur á sölu. Áður en hann seldist var Patti kominn í hús. Þá var Hjössa skemmt en vissulega hafði ég áhyggjur að Fordinn myndi ekki seljast strax. Hann seldist þó stuttu síðar og þar með var tímabilinu sem ég átti flottan bíl lokið. Í mars fór ég í virkilega skemmtilega mælingaferð austur á Fljótsdalsheiði. Ohhh hlakka til að fara í aðra svoleiðis ferð. Talandi um skemmtilegar ferðir, þá var stórkostleg upplifun að fara til New York með Nonna nef!! Vá hvað mér fannst það gaman. Endaði svo mánuðinn á að kaupa Volvo.
Apríl var sumarbústaðamánuðurinn mikli! Fórum 3x í bústað og höfðum það gott. Þann mánuðinn hófust líka hinar geysivinsælu getraunir Hjössa mæló.
Maí var konulaus mánuður að hluta. Þá fór Klara og BB til Tælands að kynna sér starf vændiskvenna. Enn ein skemmtileg mælingaferðin var farin, núna norður á Hólmavík og þar hitti ég fyrir Galdrakallinn Sigga. Það voru quality times. Þeyst um á 6-hjóli og svo drukkið öl á kvöldin með Sigga.
Júní var tími stórafmæla. Ég 30, mamma 60 og Ragnhildur 9 ára. Skelltum okkur til DK í frí.
Júlí, þá var röðin komin að Klöru sætu að komast á fertugsaldurinn. Lítið að gerast í netmálum þá, aðeins ein frétt þann mánuðinn..
Í ágúst bættist lítil kisa í fjölskylduna, Mæja sækó. Lítið annað markvert þann mánuðinn.
September var stórkostlegur mánuður, Stones mánuður. Gamall draumur varð að veruleika og ég var í margar vikur að ná af mér brosinu. Tekur því ekki að minnast á aðra hluti þegar búið er að tala um Stones…
Október var tími Færeyja og yfirvaraskeggsins. Frábær ferð til Færeyja og fyrsta skipti sem ég safna yfirvaraskeggi. Í október kom líka upp stóra 118 málið! Þar eltist ég um nokkur ár og skrifaði kvörtunarbréf til 118 af því þeir svöruðu mér ekki einn morguninn! Fékk mörg komment út á það.. enda engin furða.
Nóvember var tími stórkaupa! Kvíslatunga 82 keypt fyrir litlar 8.5 milljónir. Mikið að gerast á Hjössa Mæló og mikið bloggað um daginn og veginn.
Desember fór að mestu í að dásama lóðarkaupin og pælingar í húsamálum. Hrafn Elísberg varð 3 ára og var haldið upp á það með pompi og prakt.
Árið liðið og aldrei kemur það aftur. Áfallalaust og gott á enda og vonandi verður það næsta jafn skemmtilegt og viðburðaríkt.

Hils frá Hjössa Mæló

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Árið...

Gleðilegt ár allir saman.
Long tæm nó…
Er að spá í að breyta Hjössa Mæló í Hjössa Lata.. Ótrúlegt hvað nokkrir frídagar geta gert manni. Ég er búinn að éta eins og mófó og nánast vera í marinerringu öll jólin. Kem mér ekki á fætur á morgnana og vinn ekkert þegar ég loksins mæti! Geri ráð fyrir að þetta sé svipað hjá einhverjum. En þetta voru aldeilis sérdeilis fín jól. Tengdó komu til landsins og gistu hjá okkur fyrri part jóla (rest hjá Írisi og Sævari). Notuðum tímann í að kíkja aðeins á húsamál, hann er jú okkar teiknarinn okkar! Gísli var með margar skemmtilegar hugmyndir og ég er orðinn ansi spenntur að fá teikningar! Grímupartæ hjá Nonna og Berglindi milli jóla og nýárs og það var svaka fjeer. Mæli með að þið kíkið á myndir frá Ausu Dílönu og Jónsa Hitler. Þar var Klara Foxxy Cleopatra og þá var ráðið að ég væri Austin Powers. Allt gott um það.. En þegar ég setti upp Austin P hárkolluna þá leit ég bara út eins og Frímann í Sigtinu. Var ekki að meika þetta að þurfa að fara í einhverjum búning en svo var þetta bara svaka gaman.
Er enn ekki búinn að ákv áramótaheitið mitt, en það tengist húsamálum. Þarf aðeins að málin betur til að sett mér raunhæft áramótaheit. Fokhellt, fullbúið? Sökklar??
Ætla að reyna að hunskast til að gera e-ð.. Sæl að Sinni…


Foxxy Cleopatra og Austin/Frímann
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com