föstudagur, júlí 20, 2007

Magnaðir Vestfirðir


Vá hvað það var gaman á Vestfjörðum.. Langar að sýna ykkur fullt af myndum og geri það seinna. Kem líka með smá ferðasögu og fleira.

Klara kom aðeins inn á ferðina á sinni síðu! En meira strax eftir helgi..


Hafið það gott...


Læt eina góðviðrismynd fylgja!!!

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Jæja

Sælar...
Mikið búið að gerast síðustu daga hjá okkur fjölskyldunni en við erum öll að skríða saman.
Fórum ekki á Humarhátíðina, suprise suprise.. örugglega 10 skiptið sem það klikkar. En að sjálfsögðu er .. stefnan tekin á næsta ár!!! (eins og öll síðustu ár).
Annars fer að styttast í að við leggjum í'ann í ferðalög. Ætlum út úr bænum 12-13 júlí og fara víða..
Byrjaði að bera á pallinn á sunnudaginn sl og viti menn þá kom rigning, eina rigningin sem komið hefur síðustu 2 vikurnar.. Þurfti því að fara aðra umferð í gær í sólinni og axlirnar bera þess merki.. Ekki það að ég hafi brunnið, nei nei.. Enda vitið þið að ég brenn aldrei, það getur Nonni vinur minn vottað!!! Þarf að klára síðasta skjólvegginn, úff rugl lengi með þetta ógeðslega myndur á þessum tilbúnu skjólveggjum. Það verður ekki svoleiðis í Kvíslartungunni.. neeeeii.
Læt nokkrar myndir fylgja... Frá því að Ragnhildur átti afmæli núna 30. júní og var að sjálfsögðu vakin með afmælissöng og pakka. Mynd af Ragnhildi og hundinum sem hún passar á daginn fyrir 150 kall (ætlaði svo að rukka mig um 1000 kall fyrir að taka upp úr uppþvottavélinni og 500 kall fyrir að búa um.. þá erum við að tala um fyrir SKIPTIÐ). Svo týpísk mynd af Hrafni Elísberg.. alltaf að sýna hvað hann er sterkur!!!

Hafið það rosa gott öll sömul..
Hils
Hjössi & Co.






Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com