þriðjudagur, mars 22, 2005


Svona í tilefni páskanna Posted by Hello

sunnudagur, mars 20, 2005

Menningarmunur

Steini Mæló bauð kallinum í mat og með því í gærkvöldi (laugard.), mér var boðið í “bak” eða bara hrygg eins og við hin köllum það. Eins og áður hefur komið fram á Austuland að Glettingi þá er Steini mikill veiðimaður og skýtur nánast allt sem hreyfist. Þegar Patrek 5 ára sonur hans er að fara að fá sér fyrsta bitann, stoppar hann og spyr pabba sinn, “pabbi hver skaut eiginlega þetta kjöt”. Tja.. þá áttaði ég mig á að hérna er nú smá menningarmunur. Það var ekki eins og Ragnhildur hafi verið að spá í hverjir hefðu skotið kjetið sem við átum, þegar hún var á hans aldri. Svo var spilað fram eftir kveldi og drukknir nokkir öl (steini fékk sér nú bara whiskey og svo landa í cider). Síðan fékk ég að leggja mig í sófanum og kom því vel seint í vinnu í morgun, eða um 9.
Víkingarnir gerðu góða ferð norður í gær og viti menn, Þrölli í banastuði og 2 stig í húsi, sem þýðir aukaleiki við FH. Well done....
Gutti Gubb og frú voru að fjárfesta í húsi í Mosó og fagna ég komu þeirra mikið. Velkom tú Mosó!!!!

föstudagur, mars 18, 2005

Íslandsmet

Íslandsmet var sett í gær hér á Reyðarfirði. 28 ½ tonni af sprengiefni var troðið í ca 500 holur og það voru sprengdir rúmlega 55 þús m³ í einu skoti. Eins og fram kom í seinni fréttum RÚV í gær þá mældist skotið 2 á Richter og var það ágætis víbringur. Það var búið að fá leyfi til að setja gamla Lödu ofan á klöppina og það hefði verið gaman að sjá hana fljúga. En Alcoa menn stoppuðu það þegar þeir fréttu að TV lið myndu mynda sprenginguna. Þetta varður bara gert seinna...
Austuland að Glettingi var að sjálfsögðu á staðnum og hér er ein mynd af látunum í gær.

Sprengdir voru 55 þús m³ Posted by Hello

fimmtudagur, mars 17, 2005

Boltinn

Horfði á íþróttir í gærkvöldi á RÚV, sem sýnt var meðal annars frá körfunni. Mér þykir það alltaf jafn fyndið að heyra hvað kanarnir eða útlendingarnir skora mikinn hluta stiganna. Td. hjá KR í gær, 2 kanar gerðu öll stig nema 2 í fyrri hálfleik. Einkennandi fyrir það sem ég sá í gær, var að e-r ísl var kominn í gott skotfæri en alltaf leituðu þeir af kananum sínum, þótt hann væri dekkaður í vonlausu færi....Ég man nú þá tíð þegar bara 1 útlendingur mátti vera í hverju liði, þá skoruðu nú íslendingarnir inn á milli. Æji ég veit að þetta er þreytt umræða en mér finnst þetta bara út í hött. Svo var fyrirsögn í einhverju blaðanna um daginn sem sagði: “Íslendingarnir koma til með að skipta sköpum í leikjum kvöldsins”!!! Gaman að því að þeir skuli vera mikilvægir í liðum sínum....
Svo varð HK ísl meistari í blaki karla í gær, þar tók þjálfarinn og fyrirliðinn við bikarnum. Hann vill greinilega vera allt í öllu sá ágæti maður. Ef það væri tekin víti í blaki þá væri hann pottþétt vítaskytta líka.
Nú fyrst við erum byrjuð að tala um íþróttir þá eiga Víkingar svaka leik f. höndum um helgina að ég held. Þá er það úrslitaleikur við Þór á Ak um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Nú er bara að treysta á Guð og Þröst Helga.. En með hjálp þeirra tveggja hefur Víkingur oft farið með 2 stig þaðan.

Nóg í bili..

Hils að austan

þriðjudagur, mars 15, 2005

Lóðaverð

Ég bauð í einbýlishúsalóðir hér í Mosó um daginn, var þar í slagtogi með Bjarka og fleirum. Við buðum nú ekki hátt og ég vissi alveg að við myndum ekki fá lóðirnar á þessu verði, en tilboð okkar voru rétt undir 6 mills. Lóðirnar fóru á 12.5 til 15 milljónir!!!! Vodda f.... 15 mills fyrir lóð!!! Vorum búnir að reikna að bara jarðvinnan myndi kosta 1.7 millur, svo er öll lagnavinna, lagnatengigjöld og byggingaleyfi og só on....

Þetta er bara rugl dómari...

laugardagur, mars 12, 2005

Engin frammistaða

Já þetta er rétt þarna Daddi Mar... Ótrúlega döpur frammistaða í uppfærslum.
Sunnan sæla þessa daganna í Mosó og ekki náðist að tolla bílinn fyrir helgi, hann fer því örugglega í gegn á mánudagsmorgun, akkúrat þegar ég fer aftur austur. Gaman að því!!!!! Mæli ekki með svona kaupum fyrir óþolinmóða... En annars er minn maður í þessu braski, Bjarki bara kominn inn á spítala og ferðast um á spítthjólastól. Brjálæðislegar stuðkveðjur til hans!
Hrafn Elísberg samur við sig, vaknar alltaf ca. 20 mín yfir 6 á morgnana og nú erum við feðgar í smá boltaleik, en það finnst drengnum mjög skemmtilegt. Klara að fara e-ð út á lífið í kvöld, auglýsi því hér með eftir heimsókn til mín í kvöld. Hraunbitar, rauðvín og tóbak í boði!

Kveðja
87 kílóin

mánudagur, mars 07, 2005


Til solu Posted by Picasa

miðvikudagur, mars 02, 2005

Mynd vikunnar og smá grín með..

Mynd vikunnar er héðan að austan og er tekin af fjallinu Beinageit. Fjær á myndinni eru Dyrfjöll, einhver flottustu fjöll landsins.
Svo kemur hér einn stuttur..
Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan útí kanti. Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum. Þetta eru útlendingar og kunna íslendingarnir lítið í ensku en tekst að spyrja
?Dú jú vant help?? Útlendingarnir: No this is ok
Íslendingarnir: jes jes nó vesen- ví help jú Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bíinn- í versta falli ýta honum upp á vegkanntinn aftur.
Útlendingarnir: What are you gonna do?
Íslendingarnir: First ví reip jú ? ðen ví ít jú
muhahha...


Horft frá Beinageit yfir Dyrfjöll Posted by Hello
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com