þriðjudagur, janúar 31, 2006

LOST.. bolti og Arabar



Vááááá hvað LOST var góður í gær….
Sat límdur við sófann og fagnaði gríðarlega endurkomu þessa snilldar þáttar.
Á fyrstu 5 þættina í þessari seríu á tölvunni en náði að berjast við löngunina í gær.. lofa engu í kvöld….
Annars allt rólegt að frétta frá Hjössa mæló.. Þarf sennilega að skreppa austur á Egilsstaði á fimmtudaginn að bora nokkrar cobra holur.. Steini Mæló.. Það er eins gott að Merete hafi e-ð gott í matinn þá :)
Rússaleikurinn á eftir, frekar svartsýnn á leikinn og spái 29-23 f. Rússum. En vonum það besta. Hvet alla til að lesa pistilinn sem Óli Stef skrifaði inn á bloggið hans Birkis Ívars. Eðlilegur maður þar á ferð!!
Ekki að meika öll þessi læti í blessuðum Aröpunum, út af teikningunni í Jyllands Posten. Enda ekki fyrir mig að skilja þetta. Svo eru Arabar í Palestínu að biðja fólk um að vera víðsýnna í garð Hamas.. Víðsýni mæ eeess
Jæja áfram Ísland og LOST

hoa

föstudagur, janúar 13, 2006

"Extreme measurements"

Já ég komst í hann krappann í vikunni. Ég skellti mér út fyrir borgarmörkin í mælingaferð og var með 6-hjól með mér. Þetta væri nú ekki frásögufarandi nema að e-ð hefði komið upp á. Dagurinn byrjaði nú ekki vel, ætlaði aldrei að koma mér af stað og loksins þegar ég komst af stað og var kominn langleiðina þá fattaði ég að mig vantaði eina snúru og þurfti að snúa við. En jæja allt gekk þetta á endanum og ég komst austur og byrjaði að þeysa um á hjólinu.. Hrikalega gaman og ótrúlegt hvað þessi andskoti kemst mikið. En svo byrjaði að rökkva og það snjóaði mikið. Ég kem að háum bakka sem ég þorði ekki að fara niður á hjólinu. Þegar ég ætlaði að bakka þá spólaði ég bara og ég sá fyrir mér fyrirsagnirnar í DV.. “Ökuníðingur við Úlfljótsvatn veldur miklum gróðurskemmdum”. Ætlaði að fara aðeins nær bakkanum til að koma á ferðinni en þá vildi ekki betur til en ég fór af stað niður bakkann.... Þetta var niðurstaðan og það er skemmst frá því að segja að það fór alla leið.... Óskemmtileg bylta það en vissulega fer þetta í reynslubankann!!!!


Já það fór svo alla leið.... Posted by Picasa

laugardagur, janúar 07, 2006

Daginn....

Úff get ekki haft bumbuna á mér lengur efst.
Jólin búin og blákaldur veruleikinn tekinn við aftur. Annars voru þetta nú allt of “stutt” jól, þ.e. vinnulega. En núna er bara að hlakka til einhvers annars. Hvað það á að vera veit ég ekki, það er of langt í páskana og líka til sumarsins. En ég finn e-ð.. Það er alltaf gott að vera heima óþunnur á laugardögum, þá er það örlí ræs eins og venjulega með Hrafni Elísberg og þambað kaffi, blöðin lesin og kannski smá fótbolti með Hrafni inn á milli. Annars svaf sá stutti vel í nótt og lét vera að vakna hress og kátur fyrir kl. 5 eins og hann hefur verið að gera upp á síðkastið.
Svaka djamm í aften hjá mér.. Þá er það uppskeruhátíð hjá Hunangstunglinu og ef það verður í líkingu við síðustu hátíðir þá verður mikið fjeeer.
Enn er það síminn sér sér okkur fyrir myndum, nú er það engin bumba heldur nývöknuð systkin frá því í morgun...

Góða helgi....

Nývöknuð Posted by Picasa

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Fjandinn!!!

Djöfull er hægt að bæta á sig á stuttum tíma!! Keypti mér skyrtu fyrir jólin, helvíti fín, en ætlaði ekki að geta hneppt henni í gær! Bumban og tútturnar hafa tekið gríðarlegan vaxtakipp. Verð hreinlega að deila þessu með ykkur. Aðlaðandi?????
Nú fer ég að gera e-ð í þessu. En þarf samt fyrst að klára allt Anton Berg konfektið sem Erna tengdó kom með.


Gaman að þessum myndavélasímum Posted by Picasa
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com