mánudagur, maí 28, 2007

Yndislegt


Getraunin

Jú eins og fram hefur komið þá er þriðji púkinn á leiðinni!! Þurftum að fylla upp í fermetrana á nýja húsinu! :) Takk kærlega fyrir allar hamingjuóskinar sem við höfum fengið bæði í pósti og í kommentum hérna á síðunni. Hef líka fengið nokkur ámæli um aðferðina við að segja frá þessu. Auðvitað voru þeir nánustu, börn og afar og ömmur og fl. búnir að fá að vita. Bjögga Magg er að vísu búinn að spurja stanslaust um þetta síðasta árið.. Svo kom að því að hún fékk já svarið. Þessar mömmur maður!!!
En rétta svarið er 18. nóvember og mér finnst nokkrir eiga tilkall í öl og tuggu.
Klara er frekar spræk og allt virðist ætla að ganga vel. Krakkarnir tóku þessu bara vel og Ragnhildi langar í systur, einhverja dúllu sem er ekki eins brjáluð og Hrafn Elísberg. Talandi um Hrafn þá brást hann við fréttunum á þá leið að búa til e-ð merki með puttunum og segja að þetta væri Batman merki!! Þannig að við gefum honum smá tíma til að melta þetta... :)
Vá hvað allt er orðið opinbert!! Maður er farinn að segja "öllum" frá öllu! Veit ekki hversu jákvætt það er.. Það er samt bara mitt að meta..
Látum þetta nægja í bili..

Hils frá okkur öllum!!

mánudagur, maí 21, 2007

Öðruvísi getraun


Hver er þetta, hvar er viðkomandi og hvenær þykist hann ætla að koma í heiminn?

Rétt svar gefur rétt á öl og tuggu í Spóahöfðanum!!!!

sunnudagur, maí 20, 2007

20. maí og það snjóar

Já það snjóaði hérna rétt áðan!! Vods obb?? Ég sem var að kaupa 2 blóm fyrir framan útidyrahurðina. Inngangurinn lýtur út eins og vinnuskúr... En með smá green fingers frá Hjössa þá ætti þetta að lagast eitthvað.
Gríðarlega sáttur við fyrsta sigurleik sumarsins hjá Vækurunum!!! ohhh magnað að vinna fram í Laugardalnum 0-2.
Skellti mér í Bláa lónið í gærkvöldi með Jakob hinum danska. Það var ekki að sjá að hann væri túristinn! Þetta var hans 9. heimsókn í lónið.. 2. á 10 árum hjá mér! Virkilega flottur staður og merkilegt að maður skuli fara svona sjaldan! Stefni á aðra ferð bráðum og þá með famelíuna með! Jæja ísl mörkin að fara að byrja. Er loksins kominn með hugmynd að gátu vikunnar. Hún kemur inn á morgun mánudag!!!
Bis morgen!!!
Tjuuuss

þriðjudagur, maí 15, 2007

Hvað er að??

Getið smellt á myndina til að stækka.. Þetta er langt frá því að vera heilbrigt. Tek það fram að þetta er ekki e-r sigle gaur sem á sér ekkert líf.. Það er húsmóðirin sem er svona veik!!

Stórkostleg tíðindi sem ég las hérna :) Get ekki beðið!! Enda mikill fan..
Annars góður.. Lofa getraun í dag eða á morgun.. Hún verður án efa í skemmtilegri kantinum!!

þriðjudagur, maí 08, 2007

Hnjúkurinn

Toppnum náð
Jæja.. Verð að segja aðeins frá Hjúknum!! Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð. Renndum austur í Skaftafell á fimmtudagskvöldið. Yndislegt að keyra þarna suður fyrir, annað en norður yfir heiðar. Heiðarnar fara illa í öll hestöflin hans Patta gamla!! Stórkostlegur staður, Skaftafell og þangað er yndislegt að koma og það er á tandur að þangað verður farið í útilegu í sumar. Landslag sem Hjössi litli er hrifinn af. En jæja aftur að ferðinni. Vorum 4 sem fórum, ég, Dísa Pé (betur þekkt sem Ásdís í Bakkavör J ) „Farinn” (Haraldur Örn Ólafsson) og Harðlínumaðurinn frá Berlín Jurgen. Lögðum af stað frá Sandfelli um kl 5 um morguninn og svo var bara þrammað alla leið upp á topp undir öruggri leiðsögn Farans. Tók vissulega langan tíma en þannig að manni leið vel allan tímann. Rúmlega 2000 m hækkun og ca 25 km leið. Mikil heppni að veðrið skildi leika svona við okkur. Var þvílíkt að fíla mig þegar við græjuðum okkur fyrir síðustu 300 metrana. Þá var broddunum skellt undir, ísöxin munduð og allir klárir í bátana. Þrumað á sig hvíta varasalfanum og það er ekki hægt að segja annað en að við lúkkuðum svaka vel. Væri alveg til í að príla smá meira og þá að hafa meira aksjón. Er einhver sem nennir með mér í svoleiðis?

Hópurinn niður kominn

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com