föstudagur, desember 31, 2004

Gleðilegt ár!

Austurland að Glettingi óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar heimsóknirnar á árinu sem er að líða.

Gleðilegt ár Posted by Hello

þriðjudagur, desember 28, 2004


Af hverju bý ég ekki enn í DK? Posted by Hello

miðvikudagur, desember 22, 2004

Eins árs

Merkisdagur í dag!!!!
Það er akkúrat eitt ár síðan Hrafn Elísberg kom í heiminn á Horsens sygehus. Klara fæddi hann í baðkari og gekk það eins og í sögu. Gott ef maður fær ekki smá Danmerkur heimþrá þegar maður rifjar upp þessa tíma í DK. En jæja nóg um það. Smá veisla í Grundartanganum á eftir þar sem ömmur og afar kíkja í mat. Verst að DK amma og afi verða fjarri góðu gamni.

Afmælisbarnið og stóra systir Posted by Hello

Hrafn Elísberg hélt upp á daginn með að sofa alveg til 7:40 og vaknaði þá eldhress. Hann fékk svaka fína bók með hljóðum í skóinn og Ragnhildur fékk spil, gott ef það var ekki Lúdó. Það var því mikil lukka á heimilinu þegar ég og Hennings lögðum í´ann til borgarinnar.

Til lukku með daginn HE

þriðjudagur, desember 21, 2004

Vetrarsólstöður

Í dag er 356 dagur ársins, Tómasarmessa og stystur sólargangur þetta árið.
Vetrarsólstöður voru kl. 12:42.
Sól reis í morgun kl. 11:22
Hádegi var kl. 13:26. Þá reis sól hæst 2,7° yfir sjóndeild.
Sól mun setjast kl. 15:30.
Sól er því á lofti í Reykjavík 4 klst. og 8 mín. í dag, hvort sem til hennar sést eður ei.
Á aðfangadag verður sól á lofti 4 klst. og 10 mín.
Síðan birtir hratt því á gamlársdag verður sól á lofti (heilar) 4 klst. og 23 mín.
(Uppl. PRP)

Það er óhætt að segja að það séu bjartir tímar framundan.


mánudagur, desember 20, 2004

Pressa á kallinum

Djö nú er pressa komin á kallinn. Ég sem hélt að ég ætti rólega daga framundan bæði í vinnu og heima!! En nei nei.. nóg að gera á báðum vígstöðum og enn engin gjöf handa Klöru komin í hús. Helgin var massa fín, dinner og svo hellt í sig á föstudaginn. Þá fór líka fram við hátíðlega athöfn afhending verðlauna f. 1000. heimsóknina á síðuna.

Búddi sigurvegari Posted by Hello

Horfið var frá þeirri hugmynd að afhenda Viking jólabjór, í staðinn var boðið upp á þýska gæðamerkið DAB og forláta rauðvínsflösku.
Núna er bara að rífa þetta í sig og finna e-ð fínerí fyrir konuna. Ég er nú með eina hugmynd í kollinum og þarf að fara að skoða þau mál.
Hrafn Elísberg á afmæli á miðvikudaginn, ekki sá vinsælasti hjá þeim sem boðið var :) En mér er sama.. Ég mæti!!
Jæja fólks.. vinnan bíður....

Tjjuuuuuussss

fimmtudagur, desember 16, 2004

Jólafrí

Jæja þá er kallinn kominn í jólafrí, þ.e. fer ekki austur fyrr en eftir áramót. Vinn nú e-ð í bænum samt þangað til.
Ég notaði tækifærið og skellti mér til tannlæknis, enda meira en 5 ár síðan síðast. Nú til að gera langa sögu stutta þá þurfti ég að punga út 10 þúsurum fyrir ca. hálftíma jobb.. Fjandinn hafi ykkur tannlæknar!!!!!
Næstu dagar fara í að finna jólaskapið og slappa aðeins af. Við hjónin erum búin að versla flestar jólagjafir en auðvitað á ég eftir að kaupa handa Klöru..
Ætli það verði ekki splæst í sokkapar og kannski ódýrt ilmvatn.
En allar hugmyndir að gjöf handa frúnni eru vel þegnar!!
Á morgun föstudag er mini Horsens reunion, en þá mæta Búddi og Gunnþóra og Tinna og Daddi í mat. Ætli það verði ekki fengið sér nokkra öl og troðið pokum í vörina! Einnig verða verðlaun fyrir gest nr. 1000 á Austurland að Glettingi afhent. Myndir af því síðar..

Jæja hafið það gott..
hoa

sunnudagur, desember 12, 2004

Helgin

Jæja þá fer síðustu vinnuhelgi minni á þesu ári að ljúka. Hún var nú bara ágæt. Á föstudaginn skelltum við Steini okkur aðeins á púbbinn og fengur okkur Öl og Fishermann. Svo var auðvitað ræs 06:30 á laugardeginum og þá var Hjössi litli timbó!!!!! Úff það var erfitt að sitja fyrir framan tölvuna og reyna að halda sér vakandi. Þar sem ég var lengi að vakna þá náði ég ekki að tjekka herdúið áður lagt var í hann. Mér var nú svona slétt sama en samkvæmt öðrum þá var kallinn ansi sjússkí. Svo um 10 leytið þá er ég að ná mér í enn einn kaffibollan, alveg ded labba ég úr eldhúsinu beint í fangið á præmministernum!!! Jú jú Dóri Ásgrims bara in the office. Ég var fljótur að laga hárið og svei mér þá ef þynnkan hvarf ekki bara. Þetta fannst Hjössa skemmtilegt.
Svo í hádeginu þá var komið að borðtennisinum og á leiðinni þangað inn þá tekur Hjössi sig til og fer að herma eftir Dóra!! Steini svona 2-3 m á undan svo ég hækka róminn og þetta vekur lukku hjá steina. Svo þegar við erum að labba inn og eftir viðbrögðin hjá Steina held ég auðvitað áfram og labba inn og sé ég þá Steina eldrauðan í framan skellihlæjandi!!!! Of kors var Dóri þarna.. hlustandi á Hjössa vera að herma eftir honum!!!!! Tja ég get nú ekki neitað því að þetta var svolítið aulalegt fyrir mig en vissulega fönní í leiðinni.
Laugardagskvöldið fór svo í jólahlaðborð hjá Bechtel og þar var vissulega vel veitt. Fór nú samt snemma heim og var sprækur sem lækur í vinnunni í dag.

Hils að austan....

föstudagur, desember 10, 2004

Mynd dagsins

Mynd dagsins er einnig tekin frá skrifstofunni hérna á Site, eða úti á svæði eins og það er kallað. Hérna er horft út Reyðarfjörðinn og haugarnir fyrir miðri mynd er efni sem er verið að moka í burtu því þarna koma undirstöður álversins. Til gamans má geta að það þarf að moka og sprengja burt 2.5 milljón m³ til þess að geta byrjað að setja fyllingarefnin, en það verða um 1.3 milljón m³. Rétt til að renna yfir fjöllin á myndinni, þá er er það þessi hnallur fremst til hægri, ég held að hann heiti Flatafjall. Berutindur er þar fyrir aftan, Hunangstunglið fyrir miðju og svo fjallið Snæfugl til vinstri á myndinni.


Sé það samt núna að þegar myndin er komin inn á bloggið þá er búið að minnka hana svo að það sést nú ekki mikið.. Ætli mynd dagsins sé því ekki komin í hlé eftir þetta. Svo vill ég að lokum koma inn á Gay prófið sem ég var að taka. Það kom mér nú nokkuð á óvart að ég var Too Straight, eða bara 36% gay. En fyrir ykkur hommana þarna úti þá er hægt að taka prófið hér.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Mynd dagsins

Skrifaði hér um daginn um hversu fögur hlíðin væri og hvað útlendingunum fannst merkilegt að sjá ekki sólina. Nú Austurland að Glettingi fangaði augnablikið og það er mynd dagsins í dag. Þetta er s.s. útsýni mitt úr skrifstofunni hérna á Reyðarfirði. Fjallið heitir Sómastaðatindur eftir Sómastöðum sem er hlaðið steinhús frá því um miðja 19.öld. Húsið er friðað og því þarf að fara varlega þegar sprengdar eru klappir hér á svæðinu. Það er einmitt ástæðan fyrir að við höfum komið fyrir jarðskjálftamæli í húsinu.

Sómastaðatindur Posted by Hello

miðvikudagur, desember 08, 2004

Það er nú ekki hægt að neita því að stundum leiðist mér á kvöldin. Þriðjudagskvöldin eru t.d. ekki að gera gott mót. Nákvæmlega ekkert í TV-inu nema auðvitað Meistaradeildin en enginn staður sem er með opið til að horfa á þá veislu, því ekki er ég með Sýn.
Nú til að eyða tímanum þá hangi ég í baði í svona 45 mín og hlusta á tónlist á meðan. Nú er klukkan ekki nema 9 og það pirrar mig að geta ekki gert neitt! Það er bara ekkert að gera hérna á kvöldin, og svo er ég að flytja inn á Reyðarfjörð og ekki aukast möguleikarnir þá! Hei hvar er pósitíva hugsunin mín núna??
Er ekki bara best að skella einni mynd hérna inn til að gleðja mann! Þessi svipbrigði hjá honum Bjarka er e-ð sem ég get alltaf hlegið af...

magnað Posted by Hello

þriðjudagur, desember 07, 2004

Nýjasta nýtt

Tja.. lítið að gerast hjá Hjössa á Austurlandi annað en brjáluð vinna og mikið stress. Skrifstofurnar hérna á Reyðarf. eru að verða eins og flóttamannabúðir, þ.e. á mán til miðvikudags, þá eru allir á vakt og þ.a.l lítið rími á skrifstofunni. Nýjustu fréttir voru samt að koma inn rétt í þessu: Kallinn er að flytja á bloddí vinnubúðirnar á Reyðarfirði í þessari viku!!! Þá er það bara verbúðastemming, heyra manninn í næsta herbergi hrjóta, hósta, klóra sér, -pííp- sér!!!! Nei það er víst verið að ráða bót á þessu með einangrun milli herbergja, sem betur fer. Þetta var auðvitað alltaf á dagskrá svo ég er ekkert að væla neitt yfir þessu. Maður tekur þessu bara með bros á vör eins og flestu. Því ef maður er að svekkja sig á öllu þá verður þetta allt erfiðara!!! Vel gert Hjössi.. Pósitíf hugsun hérna!!!!
Annars er létt yfir kallinum vegna þess að þetta er síðasta úthald fyrir áramót, kem heim 15. des og fer ekki aftur fyrr en 3. jan = almennilegt jólafrí, svipað og að vera í skóla..
Sá það að það er búið að reka Stig Tøfting frá Arhus GF fyrir að lemja samherja í jólahlaðborði liðsins, tja vonandi að hann hafi ekki verið að lemja Helga greyið!! En annars bjuggum bæði ég og Stig í Horsens á sínum tíma, ég á Spedalsø en hann í fangelsinu. Hmmm lítill heimur!!! :)
En nóg um það.. best að vinna fyrir kaupinu sínu!
Hils frá Reyðarfirði!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com