föstudagur, apríl 27, 2007

Útlönd


Er núna að hamast við að gera allt klárt fyrir Vestmannaeyjaferðina. Er að fara með 6. fl. á mót alla helgina úti í Eyjum. Merkilegt hversu mikið puð það er að skipuleggja og koma öllu á hreint. Allir foreldrar þurfa að vita allt um allt. Þetta var ekki svona í den. Þá var bara Helgi Gúmm sem nennti að koma og horfa á okkur. En þetta er að smella og ég er búinn að kaupa sjóveikitöflurnar og allir reddí í bátana. Vona bara að það verði þolanlegt í sjóinn og guttarnir verði ekki gubbandi all over! Ragnhildur kemur með okkur og það er gaman að sjá hversu gífurlegan áhuga hún hefur á þessu.
Verð svo að koma inn á bankasölufólk… Merkilegir andskotar þar á ferð! Hringdi e-r frá Kaupþing og fékk upplýsingar til að geta gefið tilboð í bankaviðskipti. Svo hringdi hún aftur.. raulaði e-ð og sagði svo „við erum búin að skoða þig og okkur lýst svaka vel á þig og viljum fá þig yfir” Sjammón hérna.. Þetta er eins og það sé verið að fá mann yfir í KR.. Ohhh þoli ekki svona..
Jæja varð aðeins að fá að tuða.. alveg hættur að tuða!
Var að fá mér nýjan síma! Var kominn með ógeð á gamla vibbanum. Betri myndavél á þessum heldur en síðustu stafrænu myndavél sem ég átti.
En verð að halda áfram.. Þarf að smyrja ofan í 25 gutta.
Hafið það gott um helgina.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Viðeigandi

Já það er við hæfi að dásama Dexter áðan.. úff þessi þáttur.. Fyrir mér er þetta nýr Lost. Ég elska þessa þætti.
En að öðru, Hrafn Elísberg kominn með hlaupabóluna.. "Allur í götum" eins og hann segir sjálfur. Gott að hann loksins fékk hana, vildi ekki að hann yrði eins og ég.. fá hlaupabóluna þegar maður er 16. Úff það get ég vottað að það var hroðbjóður. Ég var total viðbjóður og veit að margir vina minna geta vottað það líka. Vildi að ég hefði tekið myndir.. Það hefði kórónað vibba-myndirnar!!
Þarf að fara að draga upp jákvæðari myndir af mér en þetta!! Fín helgi, var að hjálpa til við lokahóf UMFA. Var á barnum að afgreiða allt kvöldið og fanst það gaman.. Tók smá Tom Cruise show sem endaði illa!!!! Ekki var þetta jákvæðara...Ekki orð meira um það.
Línur vonandi að fara að skýrast í húsamálum. Ákvörðun um byggingafyrirkomulag og byggingarefni tekin á næstunni. Nánar um það síðar. Núna er kominn tími til að fara að hátta... Ætla fyrst að klára þetta páskaegg sem ég byrjaði á í dag.. :-)

fimmtudagur, apríl 19, 2007

I'm Dexter..


Best að koma með e-ð svo ógeðismyndin sé ekki efst.
Yndislegt að fá svona frídag inn í vikuna. Notaði tækifærið og skellti mér í smá labbitúr upp á Esju. Þarf að fara að hreyfa á mér esið þar sem ég er að fara á Hvannadalshnjúk 5. maí. Betra að vera í smá formi þegar þangað er haldið. Ekki verður farið með neinum viðvaning í þá ferð.. Haraldi pólfara góðan daginn… Hlakka mikið til!
Gott að hafa eitthvað fyrir stafni, annað en að bíða eftir næsta þætti í sjónvarpinu. Ég er orðinn alveg hrikalegur í þessu sjónvarpsglápi. Var t.d. að horfa á Dexter um daginn og hálftíma fyrir þáttinn þá byrjaði ég að horfa á síðasta þátt (sem ég missti af) í tölvunni, til að hafa allt á hreinu. Náði ekki að klára áður en hinn byrjaði, leysti það með að stökkva upp í hverju auglýsingahléi og horfa á gamla þáttinn. Hversu sikk er það??? Man þá tíð þar sem ég horfði aldrei á neinn þátt í sjónvarpi..
Jæja fjandinn ætla að horfa á Despó og ná svo House strax á eftir…

föstudagur, apríl 13, 2007

Bara fyrir Auði!!!!


thíhíhí...

Þessi mynd fer út á morgun!!!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Pæling

Eru dagar mínir sem drykkjumanns á enda?
Verð ég einn af þessum sem sofna alltaf í sófanum (skoða bindið) rétt um miðnætti. Man alltaf eftir svona fólki hér í den þegar það var partæ hjá mö og pa. Ekki það að það hafi verið sofandi fólk allar helgar heima hjá mér. Nefni engin nöfn en það voru sumir sem voru fljótir að byrja að skoða bindið. Verð að viðurkenna að um páskana og líka bara síðustu misserin þá hef ég verið ansi kvöldsvæfur og þannig að þetta er farið að fara í taugarnar á „samdrykkjumönnum” mínum. Næstu helgi er svaka geim hjá vinahópnum. Þá er óvissuferð og það stefnir í góða mætingu og stemmingin er svo sannarlega byrjuð grassera innan hópsins. Þetta verður því nokkur prófraun á Hjössa litla og ég er nokkuð viss um að kem til með að standa mig. Hvort sem það er jákvætt að standa sig vel á þessu sviði eða ekki…. Ætla að láta eina svaka mynd fylgja með!!! Þetta er tekið eftir e-ð djamm í DK (massa seint :-) )
Heyri hreinlega í Ausu núna verða spá í hvað mér gangi til með að setja inn þessa mynd!! En svo er Hjössi Mæló bara!!!!

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Fín helgi

Daginn
Je minn hvað það var gaman að komast aðeins í sveitina yfir páskana. Skelltum okkur í Mývó og það var heilmikið brallað. Fórum á skíði, vélsleða, 4hjól, lónið og så videre. Elduðum mikið af góðum mat og ég veit að það á eftir að koma fram seinna og ég get því alveg eins játað það á mig strax. Ég náði að eyðileggja nautalund í ferðinni með að ofelda hana. Ekki minn stíll það en mér til smá málsbóta þá var ofninn stilltur á 250 í stað 180!!! En fjandinn það var svekkjandi. Ragnhildur sýndi magnaða takta á skíðunum og var fáránlega fljót að ná tökum á þessu. 1-2 ferðir með mér og svo var hún óstöðvandi alein í brekkunni. Fórum á skíði upp við Kröflu og þegar komið var á staðinn var allt lokað. Þá var ekkert annað en að hringja bara beint í Landsvirkjun og fá þá til að opna fyrir okkur. Ég sagði nokkrar hetjusögur af mér og Nonna á skíðunum og það var nóg til að við fengum bara lyklavöldin af svæðinu. Gaman að því. Prófaði vélsleða sem var fáránlega kraftmikill.. Jedúddamía hvað það var gaman.
Set fyrir þá sem hafa einhvern áhuga, myndir hér inn á Flickrið frá páskunum.
Hils hoa

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Páskarnir

Til að hafa ekki skrall færsluna efsta, þá er réttast að segja ykkur frá því að ég er á leiðinni á Mývatn um páskana. Þar hitti ég fyrir bindindis- og Guðsmanninn Nonna Nef og fjölskyldu. Ætli ég verði ekki dreginn í Píslargöngu og í bænastundir, en Nonni hefur sótt styrk til Jesú eftir að hann hætti að drekka.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska og vonandi að þið hafið það gott.

Lof sé Drottni og nefinu

mánudagur, apríl 02, 2007

Erfið helgi

Það er ýmislegt sem maður gerir eftir 2 daga skrall.

  • Vaknar með fáránlegan hausverk.
  • Segir við konuna að þú hafir ekkert verið svo mænuskaddaður.
  • Tínir upp fötin eftir þig sem liggja frá útidyrahurð og upp að rúminu
  • Ferð úr restinni af fötunum.
  • Íslandsmet í skítalykt!!
  • Langar geðveikt í barnaafmælismat og kók. (Minni á nammi og gosbindindið)
  • Hringir í mömmu og lætur hana búa til heitan rétt fyrir sig.
  • Langar í KFC
  • Ferð og kaupir KFC.. fellur á gosbindindinu!
  • Langar geðveikt í nammi.
  • Fellur á nammi bindindinu með stæl. Hámar eins og það sé enginn morgundagur!!

    Fjandinn.. Þar hafið þið það!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com