sunnudagur, febrúar 25, 2007

Bjögga Magg!!!

Já Bjögga Magg er engri lík. Þið ykkar sem þekkið hana vitið hvernig hún er og hvað hún er fær um að gera.
Ein lítil saga af henni frá því fyrr í kvöld: Hún bauð okkur í mat og svo erum við að koma okkur heim og erum að klæða okkur skóna og mamma fer að rabba við Ragnhildi. Þetta heyrði ég:
Mamma: Jæja Ragnhildur mín, hvað er að frétta af henni Mæju (kisu)
Ragnhildur: Bara ekkert, hún er bara úti...
Mamma: (grípur framí) Er hún bara úti að mellast!!!!
Ragnhildur: Mellast!! Nei það er búið að gelda hana
Mamma: Já já þá getur hún bara verið að þessu áhyggjulaus...

hahaahhaahah stórkostlegt samtal ömmu við barnabarn sitt!!!!! Er hún bara úti að mellast!! ahahahaha fjandinn þetta drepur mig! Það skal þó tekið fram að ég hef nú stundum kallað mæju fyrir mellu af því að hún var dragandi e-a kattarandskota hérna inn á sínum tíma. Eða þeir að koma inn og stela matnum hennar?

Maður á ekki að vera að segja frá þessu...

mánudagur, febrúar 19, 2007

„Tú höndert and þörtí”

Já ég er ekki alveg að fíla það þurfa að tala ensku úti í bakaríi. En svona er þetta bara og þetta er víða. Það er nú ekki einn íslendingur að vinna í bakaríinu hérna á suðurlandsbrautinni, cafe konditori Chopenhagen eða hvað sem þetta heitir. Það sem meira er þá er aldrei sama verðið á rúnstykkinu sem ég kaupi. Það virðist vera geðþóttarákvörðun hvað það kosti. Ef ég gerist svo djarfur að setja út á verðið þá skilur hún bara ekkert… ohh fávitar.
Vélbyssukjafturinn í fullu fjöri um helgina. Var boðið í mat á laugardaginn í sudda steik hjá Svanna neibó. Össh sá kann að elda!! Þurfti ekki nema eina Stellu og smá red og þá var ég kominn af stað. Þagnaði ekki fyrr en ég lagðist uppí. Var líka boðið í bollukaffi fyrr um daginn til nefsins, þar var hámað og slúðrað.
Jörðin, Lost, Heroes, CSI og ensku mörkin í kvöld.. Púsluspil að ná þessu öllu. Elska mánudaga.. Vona að eitthvað skýrist í Lost annars verða Ausa og vinkonur hennar alveg brjálaðar.
Örn Ingi „litli” frændi er 17 ára í dag. Til lukku með það.. Kem til með að hringja í hann óspart næstu vikur og mánuði til að láta hann skutlast með mig!!

föstudagur, febrúar 16, 2007

Öðruvísi getraun

Fjandinn var búinn að skrifa fullt af e-m pælingum, las það svo yfir og dí hvað það var leiðinlegt. Hlífi ykkur við því. Kem frekar með eina skemmtilega getraun. Ekki myndagetraun heldur e-ð á þessa leið:
Hver fer alltaf úr að ofan þegar hann fer á settið??

mánudagur, febrúar 12, 2007

Gunnar

Gunnar ákvað að fá sér smá andlitslyftingu fyrir afmælisdaginn sinn. Hann
eyddi 500.000 kr. í aðgerðina og var bara mjög sáttur við árangurinn.
Á leiðinni heim stoppaði hann hjá blaðasala og keypti DV. Áður en hann
yfirgaf blaðasalann, sagði hann við hann:
Ég vona að þér sé sama þó ég spyrji, en hvað heldur þú að ég sé gamall?
Svona ca. 35 ára," segir blaðasalinn.
"Ég er nú raunverulega 47 ára," segir Gunnar, mjög stoltur.
Hann kom við á McDonalds á heimleiðinni og spurði afgreiðslustúlkuna sömu
spurningar.
Hún svaraði að bragði: "Þú ert örugglega ekki degi eldri en 29 ára."
Ég er nú samt 47 ára" og nú leið okkar manni virkilega vel.
Á meðan hann beið eftir strætó, spurði hann gamla konu sömu spurningar.
Hún sagði: "Ég er nú orðin 85 ára gömul og sjónin er aðeins farin að gefa
sig en þegar ég var yngri kunni ég pottþétta aðferð til að segja til um
aldur manna. Ef ég set höndina niður í nærbuxurnar og leik mér að eistunum
í 10 til 12 mínútur þá get ég sagt nákvæmlega til um hvað þú ert gamall".
Gunnar leit í kringum sig og sá engan, svo hann hugsaði með sér, ætli
maður hafi ekki einhvern tíman gert eitthvað verra en þetta. Sú gamla
renndi hendinni niður í nærbuxurnar. 10 mínútum seinna, sagði sú gamla:
"OK ég er tilbúin, þú ert 47 ára."
Stynjandi sagði Gunnar: "Þetta er frábært, hvernig fórstu að þessu?"
Sú gamla horfði rólega á hann og svaraði: "Ég var fyrir aftan þig á
McDonalds.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Pólitík og jarðarför.

Já get ekki annað en látið í ljós skoðun mína á þessu flokkabrölti þingmanna upp á síðkastið. Menn eru farnir að skipta um flokka eins og ekkert sé og hefði íþróttamaður gert þetta jafn oft og sumir hverjir þá væru þeir kallaðir liðamellur, er það ekki? Er þá ekki hægt að kalla þá flokkamellur?
Annars er ég ekki pólitískur og hef lítið vit á stjórnmálum. Samt gaman að heyra hvað „öllum er létt” við að Kristinn H. Gunnarsson hafi farið úr Framsóknaflokknum yfir í Frjálslyndaflokkinn. Ef að ég hefði kosið Framsókn, þá væri ég súr yfir að hann héldi þingsætinu en nú fyrir annan flokk með aðrar áherslur!!! Æj.. þetta er boring stuff og fer mér sennilega ekki vel að tala um þetta. Samt pælingar hjá Hjössa á föstudegi.
Annars er ég á leið í jarðarför að kveðja góðan mann, Ásgeir Ármansson heiðursfélaga knattspyrnufélagsins Víkings, „Víkingur númer 1” Svo var nú annar góður Víkingur að falla frá um daginn, Ólafur Theódórsson, vallarstjóri í Víkinni. Þessir 2 menn voru alltaf fyrstu menn sem maður heilsaði þegar í Víkina var komið. Ásgeir var á 86. aldursári en Óli langt fyrir aldur fram, 56 ára. Góðir menn þar á ferð…

Góða helgi...

Hjö

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Taugahrúgan


Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja og hvort ég eigi að vera að eyða púðri í að tala um HM. Jú við skulum stikla á stóru. Viku ferð sem var svakalega skemmtileg. Keflavík-Köben-Odense-Hamburg-Flensburg-Horsens-Odense-Köben-Keflavík. Nóg af ferðalögum en allt þess virði. Þvílík upplifum að horfa á þessa leiki og erfitt að lýsa stemmingunni og hávaðanum sem var þarna. Dana leikurinn fer í sögubækurnar sem sárasta tapið. Get hreinlega ekki talað um það. Fékk kjánahroll þegar ég las öll sms in aftur um morguninn, þá edrú!! Hef ekki séð leikinn og nota því tækifærið til að óska eftir upptöku af leiknum. Verð hreinlega að sjá þetta aftur til að geta tjáð mig um öll þessi svipbrigði sem ég hafi átt að hafa sýnt. Hvað þá þennan umtalaða grátur sem menn vilja meina að hafa átt sér stað. Spurning um að breyta Hjössa Mæló í Hjössa Væló???? Eeen virkilega skemmtileg ferð sem vissulega var óvissuferð um tíma.
Hef ákveðið að hafa þetta ekki lengra að sinni… Ég henti inn myndum frá ferðinni inn á Flickrið, sem þið getið skoðað með að smella á myndirnar hérna til hægri á síðunni.

Tjuuus (Össi frændi var viss um að þeir segðu cheers..)
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com