þriðjudagur, maí 30, 2006

Hjössi á galdraslóðum

Já ég er staddur á Ströndum, nánar tiltekið á Hólmavík hjá Sigga frænda! Hann er að vísu frændi hennar Klöru, en þar sem hann er gegnheill snillingur, eigna ég mér frændsemi hans líka. Ég er að mæla upp í Arnkötludal fyrir vegi sem þar á að koma. Þeysist um á 6 hjóli og það finnst Hjössa alltaf jafn gaman. Náði auðvitað að festa mig í dag, bara rétt til að krydda upp á þversniðsmælingarnar. (Ausa!!! ekki segja að ég sé lúði..) Á Hólmavík er aldeilis fín sundlaug og ég ákvað að skella mér í pottinn eftir erfiðan dag, en nei nei.. það er verið að gera við laugina, í dag og fram á föstudag.. Nákvæmlega þann tíma sem ég er á staðnum.. Greit!!
Siggi á leiðinni frá Reykjavík þessa stundina og því eru bara ég og kötturinn Emil (borið fram e-mail) einir heima.
Merkileg helgi í lífi Hjössa mæló framundan.. Já þá verð ég gamalmenni.. Fertugsaldurinn gengur þá í garð.. Halelúja!!!! Einnig er 60 ára afmæli Bjöggu Magg haldið hátíðlegt. Vá þá er hún að komast á sjötugsaldrinn! Dí þetta fer bara að verða gott hjá henni!!!
Galdrakveðjur frá Ströndum…
Hjössi galdur

Fallegt á Hólmavík

þriðjudagur, maí 23, 2006

SKELLUR

Það er búið að fresta Stones tónleikunum!! Ég er gjörsamlega eyðilagður yfir þessu.
Missti af þeim 2003 í Parken, þótt ég ætti miða.. og aftur núna... Meika þetta ekki...

Long tæm nó

Það gengur bara vel í konulausum spóahöfðanum. Ég kann vel við að vinna styttri vinnudaga, kominn heim rétt um 4 fer þá að þrífa og taka til eins og mófó. Merkilegt þegar maður þarf að hafa meira fyrir hlutunum þá skipuleggur maður sig bara betur. Áður en við förum að sofa þá er ég búinn að finna föt á krakkana og töskurnar tilbúnar. Veit að Klara var svona líka þegar ég var f. austan, en þegar við erum bæði heima, þá gerist ekkert og oft erum við ansi sein fyrir. Ég er búinn að ná að virkja Ragnhildi í að brjóta saman fötin úr þurrkaranum og henni finnst það bara skemmtilegt, spurning hversu lengi henni finnst það?? Ragnhildur kvartar samt yfir því að ég sé með allt og mikið af reglum. Hrafn Elísberg skilur ekkert í þessu að mamma hans skuli enn vera í flugvélinni!!!
Er ekki að meika þetta veður núna, vonandi er þetta ekki það sem koma skal í sumar.
Gleymdi að segja ykkur frá því að Ragnhildur að spila aftur á tónleikum um daginn og gekk bara svona rosalega vel. Hér er mynd frá því.

Fiðluleikarinn

Gott í bili..

hoa

þriðjudagur, maí 16, 2006

Einn með börnin


Þá er Klara flogin á vit ævintýranna til Tælands og kemur ekki aftur fyrr en 27. maí. Það er því komið að mér að vera einn heima með börnin. Þar sem Klara vill meina köllunum sé alltaf boðið í mat þegar þeir eru einir heima, þá veðjuðum við hversu oft ég kæmi til að elda fyrir okkur. Ég gef ekkert upp neinar tölur, en ljóst er að ég ætla mér að elda oftar en Klara sagði (þarf ekki svo mörg skipti…).
Nonni Nef í sömu stöðu, því þær eru 2 saman stöllurnar, Klara og Berglind. Hvað þær vinkonur eru að fara að gera í Tælandi gef ég ekkert upp, en vissulega tengist það því að “ná sér í smá aukapening” Annars lítið nýtt af Hjössa Mæló, annað en að ég er að míga á mig af stressi hvort hinn síungi Kieth Richards nái sér í tíma fyrir tónleikana í Horsens 8. júní nk. Hvað var sjötugur kallinn að gera uppí pálmatré??? Jæja segi ekki annað en koma sooo Kieth.
Rokinn heim að sækja Hrafn á leikskólann, og að reyna að finna e-ð sem ég á að elda ofan í liðið.

laugardagur, maí 06, 2006

Loksins ný getraun

Daginn allir saman

Stefnir í týpískan laugardag hjá okkur. Að venju vöknuðum við feðgar um 7 leytið, hámum í okkur kaffi, lesum blöðin, tökum púlsinn á netinu o.s.frv. Allt annars gott úr Mosó, Klara að læra fyrir próf og við krakkarnir bröllum bara e-ð í dag. Rakst á þetta á netinu áðan.. eðlilegt?? Svo eru menn hissa að allt sé í volli í þessum löndum…

Var að spá í að henda inn einni getraun eða svo. Langar að hafa e-ð fyrir alla svo ég hef ákv. Að bjóða upp á dobbúl getraun þessa helgina. Þessi er vonandi í erfiðari kantinum!! Að venju er spurt um stað á Íslandi.
Einn ríkisheitur öl í boði sem drekkist hér í Spóahöfðanum.

Góða helgi…



Hvaðan er myndin?

Aukagetraun

Jæja, e-ð fyrir alla.
Hvað heitir hljómsveitin og hvað heitir söngvarinn?


Hvað heitir hljómsveitin?

föstudagur, maí 05, 2006

Duglegur

Sælar...
Hjólaði í og úr vinnu í gær og lét þar ekki við sitja, hjólaði líka í morgun og fór í sund.

Lagði af stað ca 10 mín í 7 og var mættur 20 mín í 8 í laugardalslaug. Tja get ekki sagt annað en ég er ánægður með mig. Sit núna fyrir fram tölvuna og er alveg ded. Helaumur í rassinum og þreyttur í fótunum…

Hrafn Elísberg kominn með gubbupest og er hálf aumur heima greyið…

Er að spá í að koma með nýja getraun eftir hádegi… Ég skal lofa því að hún verður erfiðari en fyrri getraunir!

Leiter

fimmtudagur, maí 04, 2006

Hjólað í vinnuna

Já þar tekur Hjössi þátt. Hjólaði í vinnuna í morgun og var með bloddí vindinn á móti mér alla leiðina. Fór smá undirbúningstúr á sunnudaginn og þegar ég settist á hjólið í morgun þá var mér svakalega illt í rassinum. Verð ekki betri á morgun, það er á tandur.
En ánægður með mig og vonandi geri ég þetta oftar á komandi dögum, vikum. Svei mér þá, þetta gætu vel verið endalok Hjössa feita??... Tja.. maður spyr sig!!!!!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com